Fagnaðarefni 20. október 2006 06:00 Það er fagnaðarefni, að menntamálaráðherra skuli hafa ógilt synjun þjóðskjalavarðar við því, að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, fengi sama aðgang að skjölum í Þjóðskjalasafni um símahleranir og Guðni Th. Jóhannesson hafði notið. Aðgangur að slíkum skjölum á að vera fræðimönnum frjáls að teknu tilliti til einkamála og öryggisatriða. Sagnfræðingafélagið ályktaði að eigin frumkvæði til stuðnings Kjartani. Félagið þagði hins vegar, þegar Þjóðarbókhlaðan meinaði mér aðgangs að bréfasafni Halldórs Kiljans Laxness 2003, um leið og hún opnaði það (að ósk fjölskyldu Laxness) fyrir þeim Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni. Hafði bréfasafnið þó verið gefið Þjóðarbókhlöðunni kvaðalaust 1996 og legið öllum opið fram til 2003. Það er líka fagnaðarefni, að ríkissaksóknari skuli hafa mælt fyrir um rannsókn á ótrúlegum ásökunum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins, um það, að innlendir aðilar hefðu hlerað síma þeirra á tímabilinu 1993-1995. Óþolandi hefði verið, að þeir Jón Baldvin og Árni Páll hefðu ekki greint frá heimildum sínum, svo að sannreyna mætti mál þeirra. Þá hefðu þeir skilið ásakanir sínar eftir í lausu lofti, svo að enginn hefði getað varið sig fyrir þeim. Uns annað sannast, hljótum við þó að trúa því, sem þáverandi póst- og símamálastjóri og lögreglustjórinn í Reykjavík (en hann er fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins) segja báðir, að engar hleranir yfirvalda hafi átt sér stað án undangengins dómsúrskurðar og eftir kalda stríðið aðeins í venjulegum brotamálum. Það var furðulegt að heyra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur beita mælskubrögðum, strax og hún frétti af rannsókninni. Hún sagði, að lögreglan ætti ekki að rannsaka lögregluna. En ríkissaksóknari fékk einmitt sýslumanninn á Akranesi til að sjá um rannsóknina, ekki lögregluna í Reykjavík. Hvers vegna gefa heimildarmenn þeirra Jóns Baldvins og Árna Páls sig ekki fram? Ég fæ ekki séð, að þeir eigi neitt á hættu. Fróðlegt væri til dæmis að vita, hvaða tækjum kunningi Jóns Baldvins, sem átti að hafa prófað síma hans, var búinn og hvernig hann komst að því, að sími ráðherrans væri hleraður, þegar haft er í huga, að tæknimenn frá Atlantshafsbandalaginu skoðuðu reglulega síma Jóns Baldvins og nokkurra annarra ráðamanna. Það er líka með ólíkindum, að þeir Jón Baldvin og Árni Páll skuli ekki hafa skýrt frá grun sínum fyrr en að liðnum röskum áratug. Þeir brugðust eftirmönnum sínum og almenningi öllum. Í umræðum síðustu vikna um öryggismál hefur öllu verið blandað saman. Guðni Th. Jóhannesson leiðrétti seint og illa það, sem eftir honum hafði verið haft í sjónvarpsfréttum, að öryggisdeild lögreglunnar íslensku í kalda stríðinu hefði verið „leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins". Hann fullyrti án þess að hafa fyrir því haldbærar heimildir, að Ólafur Jóhannesson hefði ekki vitað um þessa öryggisdeild. Það vakti af einhverjum ástæðum miklu meiri athygli en þegar Steingrímur Hermannsson fullyrti síðan, að Ólafi hefði verið fullkunnugt um hana. Sjálfur kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað neitt um málið. Það er rangt, eins og sjá má af ýmsum gögnum. Þeir Ólafur og Steingrímur vissu báðir vel um þessa deild. Nú hefur dr. Þór Whitehead prófessor birt hér í blaðinu frásögn Róberts Trausta Árnasonar, fyrrverandi sendiherra, um það, þegar þeir Steingrímur og Jón Baldvin báðu hann 1989 að kanna á laun hugsanleg tengsl þáverandi samráðherra þeirra, Svavars Gestssonar, við austur-þýsku leyniþjónustuna, Stasi. Svavar lá væntanlega undir grun, af því að hann hafði hlotið þjálfun í flokksskóla í Austur-Þýskalandi samkvæmt sérstakri samþykkt miðstjórnar kommúnistaflokksins þar. Róbert Trausti fékk þær upplýsingar í Þýskalandi, að engin skjöl fyndust um tengsl Svavars við Stasi. En tilefnið til skrifa Þórs var, að Össur Skarphéðinsson hafði spurt opinberlega, hvort „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins" hefði látið njósna um Svavar. Nú hefur Össur fengið eftirminnilegt svar. Kjarni málsins er þessi: Lengi starfaði allstór hópur hér í nánum tengslum við óvinveitt einræðisríki, þáði þaðan fjárhagsaðstoð og hlaut þjálfun í vopnaburði og byltingarfræðum. Þessi hópur vildi koma á kommúnisma og skirrðist ekki við að beita ofbeldi, til dæmis í götubardaganum 30. mars 1949. Lögreglan fylgdist með þessu fólki í samvinnu við sambærilegar stofnanir í Bandaríkjunum og öðrum bandalagsríkjum okkar, eins og Þór Whitehead hefur upplýst. Yfirvöld eiga að leggja öll skjöl á borðið um þetta mál og afla frekari gagna úr bandarískum og rússneskum stofnunum. Ekkert er að fela. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Það er fagnaðarefni, að menntamálaráðherra skuli hafa ógilt synjun þjóðskjalavarðar við því, að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, fengi sama aðgang að skjölum í Þjóðskjalasafni um símahleranir og Guðni Th. Jóhannesson hafði notið. Aðgangur að slíkum skjölum á að vera fræðimönnum frjáls að teknu tilliti til einkamála og öryggisatriða. Sagnfræðingafélagið ályktaði að eigin frumkvæði til stuðnings Kjartani. Félagið þagði hins vegar, þegar Þjóðarbókhlaðan meinaði mér aðgangs að bréfasafni Halldórs Kiljans Laxness 2003, um leið og hún opnaði það (að ósk fjölskyldu Laxness) fyrir þeim Helgu Kress og Halldóri Guðmundssyni. Hafði bréfasafnið þó verið gefið Þjóðarbókhlöðunni kvaðalaust 1996 og legið öllum opið fram til 2003. Það er líka fagnaðarefni, að ríkissaksóknari skuli hafa mælt fyrir um rannsókn á ótrúlegum ásökunum Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi starfsmanns utanríkisráðuneytisins, um það, að innlendir aðilar hefðu hlerað síma þeirra á tímabilinu 1993-1995. Óþolandi hefði verið, að þeir Jón Baldvin og Árni Páll hefðu ekki greint frá heimildum sínum, svo að sannreyna mætti mál þeirra. Þá hefðu þeir skilið ásakanir sínar eftir í lausu lofti, svo að enginn hefði getað varið sig fyrir þeim. Uns annað sannast, hljótum við þó að trúa því, sem þáverandi póst- og símamálastjóri og lögreglustjórinn í Reykjavík (en hann er fyrrverandi varaþingmaður Framsóknarflokksins) segja báðir, að engar hleranir yfirvalda hafi átt sér stað án undangengins dómsúrskurðar og eftir kalda stríðið aðeins í venjulegum brotamálum. Það var furðulegt að heyra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur beita mælskubrögðum, strax og hún frétti af rannsókninni. Hún sagði, að lögreglan ætti ekki að rannsaka lögregluna. En ríkissaksóknari fékk einmitt sýslumanninn á Akranesi til að sjá um rannsóknina, ekki lögregluna í Reykjavík. Hvers vegna gefa heimildarmenn þeirra Jóns Baldvins og Árna Páls sig ekki fram? Ég fæ ekki séð, að þeir eigi neitt á hættu. Fróðlegt væri til dæmis að vita, hvaða tækjum kunningi Jóns Baldvins, sem átti að hafa prófað síma hans, var búinn og hvernig hann komst að því, að sími ráðherrans væri hleraður, þegar haft er í huga, að tæknimenn frá Atlantshafsbandalaginu skoðuðu reglulega síma Jóns Baldvins og nokkurra annarra ráðamanna. Það er líka með ólíkindum, að þeir Jón Baldvin og Árni Páll skuli ekki hafa skýrt frá grun sínum fyrr en að liðnum röskum áratug. Þeir brugðust eftirmönnum sínum og almenningi öllum. Í umræðum síðustu vikna um öryggismál hefur öllu verið blandað saman. Guðni Th. Jóhannesson leiðrétti seint og illa það, sem eftir honum hafði verið haft í sjónvarpsfréttum, að öryggisdeild lögreglunnar íslensku í kalda stríðinu hefði verið „leyniþjónusta Sjálfstæðisflokksins". Hann fullyrti án þess að hafa fyrir því haldbærar heimildir, að Ólafur Jóhannesson hefði ekki vitað um þessa öryggisdeild. Það vakti af einhverjum ástæðum miklu meiri athygli en þegar Steingrímur Hermannsson fullyrti síðan, að Ólafi hefði verið fullkunnugt um hana. Sjálfur kvaðst Steingrímur ekki hafa vitað neitt um málið. Það er rangt, eins og sjá má af ýmsum gögnum. Þeir Ólafur og Steingrímur vissu báðir vel um þessa deild. Nú hefur dr. Þór Whitehead prófessor birt hér í blaðinu frásögn Róberts Trausta Árnasonar, fyrrverandi sendiherra, um það, þegar þeir Steingrímur og Jón Baldvin báðu hann 1989 að kanna á laun hugsanleg tengsl þáverandi samráðherra þeirra, Svavars Gestssonar, við austur-þýsku leyniþjónustuna, Stasi. Svavar lá væntanlega undir grun, af því að hann hafði hlotið þjálfun í flokksskóla í Austur-Þýskalandi samkvæmt sérstakri samþykkt miðstjórnar kommúnistaflokksins þar. Róbert Trausti fékk þær upplýsingar í Þýskalandi, að engin skjöl fyndust um tengsl Svavars við Stasi. En tilefnið til skrifa Þórs var, að Össur Skarphéðinsson hafði spurt opinberlega, hvort „skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins" hefði látið njósna um Svavar. Nú hefur Össur fengið eftirminnilegt svar. Kjarni málsins er þessi: Lengi starfaði allstór hópur hér í nánum tengslum við óvinveitt einræðisríki, þáði þaðan fjárhagsaðstoð og hlaut þjálfun í vopnaburði og byltingarfræðum. Þessi hópur vildi koma á kommúnisma og skirrðist ekki við að beita ofbeldi, til dæmis í götubardaganum 30. mars 1949. Lögreglan fylgdist með þessu fólki í samvinnu við sambærilegar stofnanir í Bandaríkjunum og öðrum bandalagsríkjum okkar, eins og Þór Whitehead hefur upplýst. Yfirvöld eiga að leggja öll skjöl á borðið um þetta mál og afla frekari gagna úr bandarískum og rússneskum stofnunum. Ekkert er að fela.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun