Borðaði indverskan mat og drakk viskí á Dillon 20. október 2006 11:00 Harrison Ford var hæstánægður með ferð sína á Nasa þar sem fyrsta kvöld Iceland Airwaves var en gaf lítið fyrir athygli kvenþjóðarinnar á Nasa. MYND/Getty Hollywood-stjarnan Harrison Ford er mætt til landsins og gerði leikarinn allt brjálað á Nasa á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvisaðist fljótlega út meðal gesta á staðnum að Ford væri á staðnum og voru kvenkynsaðdáendur leikarans ekki lengi að þefa hann uppi þar sem stórstjarnan stóð í mestu makindum. Hann var heitur og konurnar svifu í kringum hann, sagði einn sjónarvottur en Ford reyndi að láta þessa athygli kvenþjóðarinnar ekki angra sig. Ekki liggur fyrir af hverju Ford er á landinu en líklegast þykir að hann hafi ákveðið að staldra hér við þegar fyllt var á flugvél hans á leið vestur um haf. Að sögn Eldars Ástþórssonar, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves-hátíðarinnar, varð Ford sér úti um miða á Airwaves sjálfur og hefur væntanlega gert það á netinu en hann þurfti þó ekki að standa í röð og bíða á Austurvello með öðrum gestum. Ég náði nú ekkert að tala mikið við hann, kynnti mig bara fyrir honum og hann sagðist vera ánægður með það sem hann hafði séð, segir Eldar. Honum leist mjög vel á hátíðina og ætlaði að sækja fleiri tónleika, segir Eldar sem var að sjálfsögðu hæstánægður með nærveru Fords enda mikil auglýsing fyrir hátíðina. Þetta skemmir ekki fyrir að fá einhverjar stórstjörnur hingað, sagði framkvæmdastjórinn. Ford spókaði sig um bæinn í gær og borðaði meðal annars á Austur-Indíafélaginu sem hann heldur mikið upp á en samkvæmt framkvæmdastjóra staðarins, Manoj Kumar, er þetta í fjórða skiptið sem Ford rekur inn nefið. Hann var mjög kurteis og auðmjúkur, segir Kumar. Aðrir gestir staðarins þekktu hann strax og þjónarnir voru upp með sér yfir komu hans, bætir Kumar við og taldi nokkuð víst að Ford væri mikið fyrir kryddaðan mat en framkvæmdastjórinn hefur séð flestar myndir leikarans og horfði síðast á Firewall með honum og Paul Bettany í aðalhlutverkum. Ford hitaði síðan upp fyrir tónleikana á skemmtistaðnum Dillon og hlustaði þar á góða tónlist og dreypti á fínu viskíi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins létu gestir staðarins hann alveg í friði og virtust lítið kippa sér upp við að sjálfur Han Solo væri á staðnum. Menning Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hollywood-stjarnan Harrison Ford er mætt til landsins og gerði leikarinn allt brjálað á Nasa á fyrsta kvöldi Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kvisaðist fljótlega út meðal gesta á staðnum að Ford væri á staðnum og voru kvenkynsaðdáendur leikarans ekki lengi að þefa hann uppi þar sem stórstjarnan stóð í mestu makindum. Hann var heitur og konurnar svifu í kringum hann, sagði einn sjónarvottur en Ford reyndi að láta þessa athygli kvenþjóðarinnar ekki angra sig. Ekki liggur fyrir af hverju Ford er á landinu en líklegast þykir að hann hafi ákveðið að staldra hér við þegar fyllt var á flugvél hans á leið vestur um haf. Að sögn Eldars Ástþórssonar, framkvæmdastjóra Iceland Airwaves-hátíðarinnar, varð Ford sér úti um miða á Airwaves sjálfur og hefur væntanlega gert það á netinu en hann þurfti þó ekki að standa í röð og bíða á Austurvello með öðrum gestum. Ég náði nú ekkert að tala mikið við hann, kynnti mig bara fyrir honum og hann sagðist vera ánægður með það sem hann hafði séð, segir Eldar. Honum leist mjög vel á hátíðina og ætlaði að sækja fleiri tónleika, segir Eldar sem var að sjálfsögðu hæstánægður með nærveru Fords enda mikil auglýsing fyrir hátíðina. Þetta skemmir ekki fyrir að fá einhverjar stórstjörnur hingað, sagði framkvæmdastjórinn. Ford spókaði sig um bæinn í gær og borðaði meðal annars á Austur-Indíafélaginu sem hann heldur mikið upp á en samkvæmt framkvæmdastjóra staðarins, Manoj Kumar, er þetta í fjórða skiptið sem Ford rekur inn nefið. Hann var mjög kurteis og auðmjúkur, segir Kumar. Aðrir gestir staðarins þekktu hann strax og þjónarnir voru upp með sér yfir komu hans, bætir Kumar við og taldi nokkuð víst að Ford væri mikið fyrir kryddaðan mat en framkvæmdastjórinn hefur séð flestar myndir leikarans og horfði síðast á Firewall með honum og Paul Bettany í aðalhlutverkum. Ford hitaði síðan upp fyrir tónleikana á skemmtistaðnum Dillon og hlustaði þar á góða tónlist og dreypti á fínu viskíi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins létu gestir staðarins hann alveg í friði og virtust lítið kippa sér upp við að sjálfur Han Solo væri á staðnum.
Menning Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira