Vill verða rokkstjarna 19. október 2006 09:00 Heit Amanda Blank þykir hafa ótrúlegt flæði og hafa klámfengnir textar hennar við dansvæna takta vakið verðskuldaða athygli. Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt. Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hin eitursvala Amanda Blank spilar á laugardagskvöld á Airwaves. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Amöndu af því tilefni en hún þykir með mest spennandi kvenkyns röppurum í Bandaríkjunum nú um stundir. Það lá ekki beint við hjá Amöndu að fara út í hiphop en það var Naeem Juwan, aðalmaðurinn á bakvið hiphop-sveitina Spank Rock, sem sá að Amanda var miklum hæfileikum gædd. „Hann bað mig um að gera lag með sér og ég sagði einfaldlega ókei." Dónalegri en Lil‘ KimEftir að hljómsveit Naeem, Spank Rock, byrjaði að vekja umtal í Bandaríkjunum með plötunni Yoyoyo... skapaðist einnig umtal um Amöndu sem rappaði í einu lagi plötunnar, Bump. Þótti sérstaklega ótrúlegt flæði hennar og skemmtilega dónalegur texti eftirtektarvert. Var hún meðal annars í einum ritdómi sögð dónlegri en Lil' Kim á sínum dónalegasta degi. „Ég veit ekki alveg hvort þetta er satt en lagið er vissulega mjög dónalegt, ég myndi ekki einu sinni leyfa mömmu að hlusta á það." Amanda segist þó þessa stundina vera að vinna að mun alvarlegri textasmíðum. Vinnur með M.I.A.Amanda hefur ekki eingöngu verið að vinna með Spank Rock að undanförnu, því hún og M.I.A. hafa einnig verið að malla tónlist saman. Fyrsta sólóskífa Amöndu er síðan væntanleg á næstunni. „Platan er frekar dónaleg en afar afar dansvæn, eiginlega það poppaðasta sem ég hef gert." Amanda er samt ekkert alveg viss um að hún vilja alltaf rappa enda nefnir hún Cat Power og Mick Jagger sem fyrirmyndir sínar. „Mig langar í laumi til þess að vera rokkstjarna," segir Amanda að lokum með sinni ofurblíðu rödd. Rappið verður þó í fyrirrúmi þegar Amanda treður upp á Gauknum næstkomandi laugardagskvöld og verður stemningin vafalaust bæði dónaleg og sveitt.
Menning Mest lesið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira