Scarlett syngur lög Tom Waits 18. október 2006 13:45 Leikkonan gullfallega Nú á eftir að koma í ljós hvort stelpan, sem er af mörgum talin ein fallegasta kona heims, sé einnig með gullrödd. MYND/Getty Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax. Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Scarlett Johansson hefur skrifað undir plötusamning við Atco, sem er á vegum Rhino Records. Hún dvelst þessa dagana í stúdíói þar sem hún syngur lög Tom Waits, en platan, sem ætti að líta dagsins ljós með vorinu, heitir einmitt Scarlett Sings Tom Waits. Scarlett er eins og allir vita ekki fyrsta Hollywood-daman sem daðrar við frama í söngheiminum. Paris Hilton sló nýlega í gegn á heimsvísu með söng sínum um blindar stjörnur, en raddbönd þeirra Lindsay Lohan og Hilary Duff hafa líka dugað til að klífa vinsældalista. Scarlett hefur þó löngum þótt skera sig úr röðum ungra Hollywoodkvenna, og neitar til dæmis að svelta sig niður í ásættanlegar fatastærðir. Það kom því mörgum á óvart þegar áform hennar um plötuútgáfu urðu ljós og þóttu einhverjum hún svíkja lit. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Scarlett lætur til sín taka í söngnum, því í vor söng hún lag George Gershwins, Summertime, inn á safnplötuna Unexpected Dreams: Songs from the Stars. Þeir sem til leikkonunnar fallegu þekkja segja þó að hún geti vel haldið lagi og syngi hvíslandi röddu. Tom Waits aðdáendur ættu því ekki að örvænta alveg strax.
Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira