Rokkklúbbnum CBGB lokað 18. október 2006 14:45 Rokkgyðjan Patti Smith Kvaddi rokkklúbbinn CBGB ásamt fleirum um síðustu helgi. Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins. Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins.
Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira