Lengsti plötusamningur Íslandssögunnar 17. október 2006 13:30 Bubbi Morthens ásamt umboðsmanni sínum Páli Eyjólfssyni, sem mun annast útgáfustjórn á plötum Bubba. MYND/Stefán Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06. Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur undirritað tímamótasamning við Senu um útgáfu að minnsta kosti tíu nýrra platna á næstu tíu til fimmtán árum. Um er að ræða lengsta plötusamning Íslandssögunnar. Plöturnar koma út undir merkjum nýs útgáfufyrirtækis, Blindsker, sem stofnað var í tengslum við útgáfuna. Sena eignast jafnframt útgáfuréttinn á öllum hljóðritunum Bubba. Ég er búinn að semja efni á nýja plötu sem ég ætla að byrja vonandi að taka upp í janúar eða febrúar. Ég hef grun um það að það verði mjög hrá rokkplata, segir Bubbi. Svo á ég gróflega efni á fjórar til fimm plötur. Ég hef ekki orðið var við heilabilanir eða neitt því um líkt, þannig að ég er á því ég verði í helvíti góðu standi alla vega næstu, segjum fjörutíu árin. Ég er búinn að strengja þess heit að ég mun spila svo lengi sem ég get labbað inn á svið. Mér finnst það göfugt markmið að taka menn eins og Johnny Lee Hooker og Johnny Cash mér til fyrirmyndar, segir Bubbi. Samningurinn nær einnig út fyrir landssteinana. Ég á helling af lögum á dönsku og það getur vel verið að við bætumst í þetta lið sem er að bögga Dani þessa dagana, segir hann. Í gær komu einnig út á tvöföldum geisladiski og DVD-mynddiski vel heppnaðir afmælistónleikar Bubba frá því í sumar, 06.06.06.
Menning Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira