Lögheimili tekjustofnanna 15. október 2006 00:01 Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með því hvernig hópur íslenskra fyrirtækja hefur á sk0mmum tíma breyst úr litlum fyrirtækjum á heima markaði í stór alþjóðleg fyrirtæki. Frumkvæði og sköpunarkraftur losnað úr læðingi við opnun hagkerfisins og sölu ríkiseigna. Þeirri spurningu er stundum varpað fram hvað almenningur í landinu græði á öllu þessu brölti íslenskra auðmanna og fyrirtækja. Fyrir helgi birti Fréttablaðið upplýsingar um skattgreiðslur viðskiptabankanna þriggja vegna hagnaðar þeirra árið 2005. Beinir skattar af rekstri bankanna nema ríflega þrettán milljörðum króna samanborið við ríflega fjóra milljarða árið áður. Við þetta bætast tekjuskattar starfsmanna í atvinnugrein sem borgar ein hæstu meðallaun á landinu. Aukningin er veruleg á milli ára og miðað við spár um hagnað fyrir þetta ár munu skattgreiðslurnar aukast enn til mikilla muna . Vissulega hefur þessi mikla velgengni valdið einhverjum áhyggjum. Fylgifiskurinn er að margir hafa auðgast verulega. Það kann að valda einhverjum hugarangri, en það sem mestu máli skiptir er að með svo góðum árangri hafa stoðir samfélagsins í heild styrkst sem skapar tækifæri fyrir hið opinbera að sinna lykilverkefnum sínum betur: Að byggja upp öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi. Verkefnið er jöfn tækifæri, en ekki sömu verðlaun til þeira sem nýta þau og hinna sem gera það ekki. Mannúðlegt samfélag má þó aldrei gleyma skyldum sínum við að tryggja mannsæmandi kjör fyrir þá sem af ýmsum ástæðum hafa skerta möguleika til að skapa sín eigin örlög. . Þegar efnahagslegur ávinningur verður jafn hraður og raun ber vitni fer ekki hjá því að bilið milli þeirra ríkustu og þeirra fátækustu aukist. Þá er veruleg freisting fyrir stjórnmálamenn að slá sig til riddara í umræðunni með því að höfða til særðrar réttlætiskenndar, án þess að kafað sé dýpra í orsakirnar, né hverju muni fórnað í viðleitni til að minnka bilið. Skattur á fjármagn er auðvelt skotmark. Launafólk er hinn mikli fjöldi kjósenda sem greiðir atkvæði í kosningum. Fjármagnið greiðir sín atkvæði með fótunum. Þekkt eru dæmi um að stórir bankar hafi flutt sig milli heimsálfa, hvað þá skemur. Fyrirtæki sem sjá sér hag í hagstæðu skattaumkverfi komast fyrir í einni skjalatösku og flutningur á milli landa getur orðið með fáum markvissum skipunum á Internetinu. Það er því mikilvægt að horfa til samhengis hlutanna og forðast freistingu kosningabaráttu til að slá sig til riddara á því sem vel hljómar, en getur reynst afar dýrkeypt almenningi í landinu. Skattkerfi og forgangsröðun í fjármálum ríkisins er elífðarverkefni stjórnmálamanna. Skammsýnar ákvarðanir kunna að leiða til þess að svigrúm til forgagnsröðunar verði lítið sem ekkert ef tekjustofnarnir eiga lögheimili sitt annars staðar. Fjármagnið greiðir sín atkvæði með öðrum hætti eða með fótunum. Það eru dæmi um að stórir bankar hafi flutt sig milli heimsálfa, hvað þá skemur. Fyrirtæki sem sjá sér hag í hagstæðu skattaumkverfi komast fyrir í einni skjalatösku og flutningur á milli landa getur orðið með fáum markvissum skipunum á Internetinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Það hefur verið ævintýri líkast að fylgjast með því hvernig hópur íslenskra fyrirtækja hefur á sk0mmum tíma breyst úr litlum fyrirtækjum á heima markaði í stór alþjóðleg fyrirtæki. Frumkvæði og sköpunarkraftur losnað úr læðingi við opnun hagkerfisins og sölu ríkiseigna. Þeirri spurningu er stundum varpað fram hvað almenningur í landinu græði á öllu þessu brölti íslenskra auðmanna og fyrirtækja. Fyrir helgi birti Fréttablaðið upplýsingar um skattgreiðslur viðskiptabankanna þriggja vegna hagnaðar þeirra árið 2005. Beinir skattar af rekstri bankanna nema ríflega þrettán milljörðum króna samanborið við ríflega fjóra milljarða árið áður. Við þetta bætast tekjuskattar starfsmanna í atvinnugrein sem borgar ein hæstu meðallaun á landinu. Aukningin er veruleg á milli ára og miðað við spár um hagnað fyrir þetta ár munu skattgreiðslurnar aukast enn til mikilla muna . Vissulega hefur þessi mikla velgengni valdið einhverjum áhyggjum. Fylgifiskurinn er að margir hafa auðgast verulega. Það kann að valda einhverjum hugarangri, en það sem mestu máli skiptir er að með svo góðum árangri hafa stoðir samfélagsins í heild styrkst sem skapar tækifæri fyrir hið opinbera að sinna lykilverkefnum sínum betur: Að byggja upp öflugt mennta- og heilbrigðiskerfi. Verkefnið er jöfn tækifæri, en ekki sömu verðlaun til þeira sem nýta þau og hinna sem gera það ekki. Mannúðlegt samfélag má þó aldrei gleyma skyldum sínum við að tryggja mannsæmandi kjör fyrir þá sem af ýmsum ástæðum hafa skerta möguleika til að skapa sín eigin örlög. . Þegar efnahagslegur ávinningur verður jafn hraður og raun ber vitni fer ekki hjá því að bilið milli þeirra ríkustu og þeirra fátækustu aukist. Þá er veruleg freisting fyrir stjórnmálamenn að slá sig til riddara í umræðunni með því að höfða til særðrar réttlætiskenndar, án þess að kafað sé dýpra í orsakirnar, né hverju muni fórnað í viðleitni til að minnka bilið. Skattur á fjármagn er auðvelt skotmark. Launafólk er hinn mikli fjöldi kjósenda sem greiðir atkvæði í kosningum. Fjármagnið greiðir sín atkvæði með fótunum. Þekkt eru dæmi um að stórir bankar hafi flutt sig milli heimsálfa, hvað þá skemur. Fyrirtæki sem sjá sér hag í hagstæðu skattaumkverfi komast fyrir í einni skjalatösku og flutningur á milli landa getur orðið með fáum markvissum skipunum á Internetinu. Það er því mikilvægt að horfa til samhengis hlutanna og forðast freistingu kosningabaráttu til að slá sig til riddara á því sem vel hljómar, en getur reynst afar dýrkeypt almenningi í landinu. Skattkerfi og forgangsröðun í fjármálum ríkisins er elífðarverkefni stjórnmálamanna. Skammsýnar ákvarðanir kunna að leiða til þess að svigrúm til forgagnsröðunar verði lítið sem ekkert ef tekjustofnarnir eiga lögheimili sitt annars staðar. Fjármagnið greiðir sín atkvæði með öðrum hætti eða með fótunum. Það eru dæmi um að stórir bankar hafi flutt sig milli heimsálfa, hvað þá skemur. Fyrirtæki sem sjá sér hag í hagstæðu skattaumkverfi komast fyrir í einni skjalatösku og flutningur á milli landa getur orðið með fáum markvissum skipunum á Internetinu.