Keisarinn er kviknakinn 12. október 2006 00:01 Ég sagði frá því á þessum stað um miðjan maí, hvernig eistneska ríkisstjórnin brást við þeim ótíðindum, að verðbólgan í Eistlandi reyndist ögn - broti úr prósentu! - meiri en svo, að Eistum leyfðist samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) að taka upp evruna um næstu áramót eins og þeir höfðu ætlað sér. Hér var mikið í húfi, því að Eistum liggur á: þeir eru fegnir frelsinu og mega engan tíma missa. Þeir hefðu að sönnu getað falsað vísitöluna með því að lækka virðisaukaskatt til að komast í höfn á tilskildum tíma, en þeir ákváðu að gera það ekki, heldur bíða með evruna. Þeir vissu sem var, að stjórnvöld geta ekki dregið úr verðbólgu nema skamma hríð með því að lækka skatta. Nei, skattalækkun hefur jafnan þveröfug áhrif til lengdar: hún eykur eftirspurn í efnahagslífinu og kyndir því undir verðbólgu. Eistar ráðast að rótum hvers vanda, ekki að einkennunum. Þessi reynslusaga rifjast upp nú, þegar ríkisstjórnin hér heima hefur lokins, loksins kunngert ráðstafanir til að lækka matarverð. Auðvitað er engum blöðum um það að fletta, að matarverð á Íslandi er mjög hátt og miklu hærra en í nálægum löndum, til dæmis í Danmörku, og eru Danir þó áskrifendur að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB í gegnum aðild sína að Sambandinu síðan 1972. Verðmunurinn stafar að mestu leyti af því, að búverndarstefna íslenzkra stjórnvalda gengur mun lengra en búverndin innan ESB, og er búverndin innan ESB þó ærin og bíður gagngers uppskurðar. Hvað þarf til þess að lækka matarverð? Til þess þarf að ráðast að rótum vandans frekar en útvortis einkennum hans. Matarverð á Íslandi hefur verið himinhátt í tvo mannsaldra vegna djúpstæðrar óhagkvæmni í landbúnaði, svo sem Halldór Kiljan Laxness lýsti með hárréttum rökum í nokkrum flugbeittum blaðagreinum 1940-44. Matarverðið er enn of hátt eftir öll þessi ár, þótt ýmsar framfarir hafi að vísu átt sér stað bæði í landbúnaði og matvöruverzlun. Til að mynda er nú minni völlur á kaupfélögunum, sem áður höfðu yfirgnæfandi markaðshlutdeild í matvöruverzluninni og léku landsmenn grátt á þeim vettvangi og víðar; flest eru horfin. Óhagkvæmnin í íslenzkum landbúnaði stafar enn sem fyrr að mestu leyti af markaðsfirringu í skjóli innflutningsverndar í krafti ofurtolla, sem leystu blátt bann við búvöruinnflutningi af hólmi fyrir nokkrum árum. Þessi vandi er að mestu leyti óleystur enn. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar breyta litlu. Hvernig stendur á því? Hryggjarstykkið í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er lækkun á virðisaukaskatti á matvælum og öðru. Við þetta bætast óljós fyrirheit um smávægilega lækkun tolla á innfluttum mat. Ef höfuðorsök hás matarverðs væri skattheimta ríkisins, væri vit í þessum ráðstöfunum. En vandinn liggur annars staðar. Ríkisstjórnin ræðst ekki að rótum vandans, sem er markaðsfirring í skjóli tollverndar. Fyrirhuguð skattalækkun á að skila sjö milljörðum króna á ári til neytenda. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum að búa sig undir að eyða sjö milljörðum króna af skattfé almennings á hverju ári til að lækka matarverð. Ríkisstjórnin hlýtur til mótvægis að ætla sér að draga úr þjónustu við almenning eða hækka aðra skatta, svo að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings helzt þá væntanlega óbreyttur. Það er með öðrum orðum bara verið að flytja fé úr einum vasa í annan. Fólkið í landinu kemst með þessu móti af með minni matarútgjöld og á þá meira fé til annarra nota, en summa útgjaldanna er óbreytt, úr því að kaupmáttur heimilanna helzt óbreyttur. Ríkisstjórnin er á rangri braut. Hún þyrfti að draga undanbragðalaust úr tollvernd landbúnaðarins, svo að ódýr innflutt matvæli ættu greiðari leið inn í landið. Þá myndi kaupmáttur heimilanna aukast til muna frekar en að standa í stað. Fólkið í landinu kæmist þá af með minni útlát til matarkaupa og hefði meira fé milli handa til annarra nota. Summa útgjaldanna myndi aukast, því að lækkun matarverðsins kæmi að utan og sprytti ekki af millifærslum hér heima með gamla laginu. Við þetta myndu bændur þurfa að hagræða framleiðslu sinni til að standast samkeppni eða finna sér önnur verk að vinna. Hversu langan tíma ættu þessu umskipti að taka? Ekki mjög langan, úr því sem komið er. Bændur hafa haft nægan tíma til að átta sig á breyttum viðhorfum til búverndar. Hafi þeir ekki notað hann sem skyldi til að búa sig undir breytta hagi, þá má kannski ræða það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Ég sagði frá því á þessum stað um miðjan maí, hvernig eistneska ríkisstjórnin brást við þeim ótíðindum, að verðbólgan í Eistlandi reyndist ögn - broti úr prósentu! - meiri en svo, að Eistum leyfðist samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) að taka upp evruna um næstu áramót eins og þeir höfðu ætlað sér. Hér var mikið í húfi, því að Eistum liggur á: þeir eru fegnir frelsinu og mega engan tíma missa. Þeir hefðu að sönnu getað falsað vísitöluna með því að lækka virðisaukaskatt til að komast í höfn á tilskildum tíma, en þeir ákváðu að gera það ekki, heldur bíða með evruna. Þeir vissu sem var, að stjórnvöld geta ekki dregið úr verðbólgu nema skamma hríð með því að lækka skatta. Nei, skattalækkun hefur jafnan þveröfug áhrif til lengdar: hún eykur eftirspurn í efnahagslífinu og kyndir því undir verðbólgu. Eistar ráðast að rótum hvers vanda, ekki að einkennunum. Þessi reynslusaga rifjast upp nú, þegar ríkisstjórnin hér heima hefur lokins, loksins kunngert ráðstafanir til að lækka matarverð. Auðvitað er engum blöðum um það að fletta, að matarverð á Íslandi er mjög hátt og miklu hærra en í nálægum löndum, til dæmis í Danmörku, og eru Danir þó áskrifendur að sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB í gegnum aðild sína að Sambandinu síðan 1972. Verðmunurinn stafar að mestu leyti af því, að búverndarstefna íslenzkra stjórnvalda gengur mun lengra en búverndin innan ESB, og er búverndin innan ESB þó ærin og bíður gagngers uppskurðar. Hvað þarf til þess að lækka matarverð? Til þess þarf að ráðast að rótum vandans frekar en útvortis einkennum hans. Matarverð á Íslandi hefur verið himinhátt í tvo mannsaldra vegna djúpstæðrar óhagkvæmni í landbúnaði, svo sem Halldór Kiljan Laxness lýsti með hárréttum rökum í nokkrum flugbeittum blaðagreinum 1940-44. Matarverðið er enn of hátt eftir öll þessi ár, þótt ýmsar framfarir hafi að vísu átt sér stað bæði í landbúnaði og matvöruverzlun. Til að mynda er nú minni völlur á kaupfélögunum, sem áður höfðu yfirgnæfandi markaðshlutdeild í matvöruverzluninni og léku landsmenn grátt á þeim vettvangi og víðar; flest eru horfin. Óhagkvæmnin í íslenzkum landbúnaði stafar enn sem fyrr að mestu leyti af markaðsfirringu í skjóli innflutningsverndar í krafti ofurtolla, sem leystu blátt bann við búvöruinnflutningi af hólmi fyrir nokkrum árum. Þessi vandi er að mestu leyti óleystur enn. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar breyta litlu. Hvernig stendur á því? Hryggjarstykkið í ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar er lækkun á virðisaukaskatti á matvælum og öðru. Við þetta bætast óljós fyrirheit um smávægilega lækkun tolla á innfluttum mat. Ef höfuðorsök hás matarverðs væri skattheimta ríkisins, væri vit í þessum ráðstöfunum. En vandinn liggur annars staðar. Ríkisstjórnin ræðst ekki að rótum vandans, sem er markaðsfirring í skjóli tollverndar. Fyrirhuguð skattalækkun á að skila sjö milljörðum króna á ári til neytenda. Ríkisstjórnin er með öðrum orðum að búa sig undir að eyða sjö milljörðum króna af skattfé almennings á hverju ári til að lækka matarverð. Ríkisstjórnin hlýtur til mótvægis að ætla sér að draga úr þjónustu við almenning eða hækka aðra skatta, svo að kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings helzt þá væntanlega óbreyttur. Það er með öðrum orðum bara verið að flytja fé úr einum vasa í annan. Fólkið í landinu kemst með þessu móti af með minni matarútgjöld og á þá meira fé til annarra nota, en summa útgjaldanna er óbreytt, úr því að kaupmáttur heimilanna helzt óbreyttur. Ríkisstjórnin er á rangri braut. Hún þyrfti að draga undanbragðalaust úr tollvernd landbúnaðarins, svo að ódýr innflutt matvæli ættu greiðari leið inn í landið. Þá myndi kaupmáttur heimilanna aukast til muna frekar en að standa í stað. Fólkið í landinu kæmist þá af með minni útlát til matarkaupa og hefði meira fé milli handa til annarra nota. Summa útgjaldanna myndi aukast, því að lækkun matarverðsins kæmi að utan og sprytti ekki af millifærslum hér heima með gamla laginu. Við þetta myndu bændur þurfa að hagræða framleiðslu sinni til að standast samkeppni eða finna sér önnur verk að vinna. Hversu langan tíma ættu þessu umskipti að taka? Ekki mjög langan, úr því sem komið er. Bændur hafa haft nægan tíma til að átta sig á breyttum viðhorfum til búverndar. Hafi þeir ekki notað hann sem skyldi til að búa sig undir breytta hagi, þá má kannski ræða það.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun