Íslendingar verða auðveld bráð 9. október 2006 09:15 Sjálfstraustið í botni. Leikmenn sænska landsliðsins mæta á Laugardalsvöllinn með rjúkandi sjálfstraust eftir að hafa lagt Spánverja sannfærandi af velli á laugardag. Hér sjást Olaf Mellberg og Rami Shaaban fagna sigrinum. Svíar eru einir á toppi riðilsins, með fullt hús eftir þrjá leiki. Lars Lagerback, þjálfari sænska liðsins, var ausinn lofi úr öllum áttum í Svíþjóð í gær og halda fjölmiðlar vart vatni yfir magnaðri spilamennsku liðsins gegn Spáni á laugardag. Liðið vann frækinn 2-0 sigur og er á toppi F-riðils undankeppni EM með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Fjölmiðlar eru vissir um að með sömu frammistöðu munu Íslendingar ekki eiga von á góðu á Laugardalsvellinum á þriðjudag. Hver saknar Zlatan nú? spyr sænska blaðið Aftonbladet í fyrirsögn í gær og vísar í þá ákvörðun Zlatans Ibrahimovich, skærustu stjörnu Svía, að gefa ekki kost á sér eftir að hafa lent upp á kant við Lagerback fyrir leikinn gegn Lettum fyrir nokkrum vikum. Sænskir fjölmiðlar eru reyndar á einu máli um að öll umræðan í kringum þá uppákomu hafi í raun gert liðinu gott og þjappað landsliðshópnum enn frekar saman. Sjónvarps- og útvarpslýsendur sænskra fjölmiðla voru stóryrtir í umfjöllun sinni eftir að leik lauk og var víða fullyrt að leikurinn væri einn sá besti sem sænskt landslið hefði spilað frá upphafi. El Classico er fyrirsögn sem birtist í nokkrum blaðanna í Svíþjóð og er þá verið að skírskota í spænska tungumálið. Enn fremur var Lettum og N-Írum beinlínis þakkað fyrir að taka stig af Íslendingum og Dönum, sem styrkir stöðu sænska liðsins á toppi riðilsins. Fjölmiðlar á Spáni eru eins og gefur að skilja æfir út í Luis Aragones og lærisveina hans og segja þrjú stig eftir þrjá leiki vera algjörlega óásættanlegan árangur. Nokkrir miðlar fara fram á afsögn spænska þálfarans en Aragones, sem bauðst til þess að hætta með liðið eftir tapið gegn Norður-Írum í síðasta mánuði, er ekki á því að gefast upp. Framtíð mín liggur í höndum spænska knattspyrnusambandsins, var það eina sem Aragones vildi segja um framtíð sína. Hann bætti þó við að hann hefði áður lent í mótlæti en alltaf náð að vinna sig upp úr því. Það eru þrír leikir búnir og nóg eftir. Við höfum tíma til að snúa við blaðinu. Þið þurfið bara að gefa okkar þann tíma, sagði Aragones og beindi orðum sínum til fjölmiðla á Spáni. Fjölmiðlar í Norður-Írlandi segja frammistöðu síns liðs hafa verið magnaða gegn Dönum og telja það vera mikið afrek að hafa haldið hreinu gegn sóknarþenkjandi liði Danmerkur. Lokatölur á Parken urðu 0-0 og er danska liðið sagt hafa valdið vonbrigðum og vanmetið Norður-Íra. Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska liðsins, var ausinn lofi úr öllum áttum í Svíþjóð í gær og halda fjölmiðlar vart vatni yfir magnaðri spilamennsku liðsins gegn Spáni á laugardag. Liðið vann frækinn 2-0 sigur og er á toppi F-riðils undankeppni EM með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Fjölmiðlar eru vissir um að með sömu frammistöðu munu Íslendingar ekki eiga von á góðu á Laugardalsvellinum á þriðjudag. Hver saknar Zlatan nú? spyr sænska blaðið Aftonbladet í fyrirsögn í gær og vísar í þá ákvörðun Zlatans Ibrahimovich, skærustu stjörnu Svía, að gefa ekki kost á sér eftir að hafa lent upp á kant við Lagerback fyrir leikinn gegn Lettum fyrir nokkrum vikum. Sænskir fjölmiðlar eru reyndar á einu máli um að öll umræðan í kringum þá uppákomu hafi í raun gert liðinu gott og þjappað landsliðshópnum enn frekar saman. Sjónvarps- og útvarpslýsendur sænskra fjölmiðla voru stóryrtir í umfjöllun sinni eftir að leik lauk og var víða fullyrt að leikurinn væri einn sá besti sem sænskt landslið hefði spilað frá upphafi. El Classico er fyrirsögn sem birtist í nokkrum blaðanna í Svíþjóð og er þá verið að skírskota í spænska tungumálið. Enn fremur var Lettum og N-Írum beinlínis þakkað fyrir að taka stig af Íslendingum og Dönum, sem styrkir stöðu sænska liðsins á toppi riðilsins. Fjölmiðlar á Spáni eru eins og gefur að skilja æfir út í Luis Aragones og lærisveina hans og segja þrjú stig eftir þrjá leiki vera algjörlega óásættanlegan árangur. Nokkrir miðlar fara fram á afsögn spænska þálfarans en Aragones, sem bauðst til þess að hætta með liðið eftir tapið gegn Norður-Írum í síðasta mánuði, er ekki á því að gefast upp. Framtíð mín liggur í höndum spænska knattspyrnusambandsins, var það eina sem Aragones vildi segja um framtíð sína. Hann bætti þó við að hann hefði áður lent í mótlæti en alltaf náð að vinna sig upp úr því. Það eru þrír leikir búnir og nóg eftir. Við höfum tíma til að snúa við blaðinu. Þið þurfið bara að gefa okkar þann tíma, sagði Aragones og beindi orðum sínum til fjölmiðla á Spáni. Fjölmiðlar í Norður-Írlandi segja frammistöðu síns liðs hafa verið magnaða gegn Dönum og telja það vera mikið afrek að hafa haldið hreinu gegn sóknarþenkjandi liði Danmerkur. Lokatölur á Parken urðu 0-0 og er danska liðið sagt hafa valdið vonbrigðum og vanmetið Norður-Íra.
Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira