Varnarsamstarf áfram 29. september 2006 00:01 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um, að varnarsamstarf ríkjanna samkvæmt varnarsamningnum frá 1951 haldi áfram. Varnarliðið er að vísu horfið af Keflavíkurflugvelli, en við tekur hreyfanlegt samstarf eftir leynilegri áætlun. Bandaríkjamenn skuldbinda sig til að verja Ísland, ef á þarf að halda. Það smáatriði í hinu nýja samkomulagi, að Íslendingar fá í sinn hlut allar eigur varnarliðsins gegn því að hreinsa upp athafnasvæði þess, hefur vakið meiri umræður en það á skilið. Aðalatriðið er, hvort samkomulagið sé fullnægjandi til að tryggja öryggi okkar. Svarið er hið sígilda: Já og nei. Það er já, af því að Íslendingar öðluðust eins víðtæka skuldbindingu Bandaríkjamanna á vörnum landsins og völ var á. Bandaríkin eru öflugasta herveldi heims. Ófá Evrópuríki myndu vilja fá sama skjól frá þeim og Ísland. Forystumenn okkar héldu vel á málum, jafnt í samningunum sjálfum sem opinberlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra var mildur í tali, en málefnalegur. Hann vakti traust, þegar hann skýrði samkomulagið í sjónvarpi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var að vanda fastur fyrir og skorinorður. Það er ekki aðeins Sjálfstæðisflokknum, heldur þjóðinni allri mikil gæfa, að þessir tveir menn skuli vinna vel saman. Ráðherrar Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, létu ekki heldur sitt eftir liggja. Auðvitað er það síðan fagnaðarefni, að svo friðvænlegt er í heiminum, að bandarískur her skuli hverfa héðan. Her er jafnan ill nauðsyn. Þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið 1949, var kveðið á um það, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum. Því miður geisaði kalt stríð fram að hruni Ráðstjórnarríkjanna haustið 1991, og síðan voru nokkrar viðsjár í heiminum, svo að ekki þótti tímabært að kalla herinn burt fyrr en nú, þótt Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu tekið að ókyrrast. Svokallaðir herstöðvaandstæðingar héldu því hins vegar fram, að tal ráðamanna um að tryggja öryggi landsins væri blekking. Tilgangur Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ólafs Thors, Eysteins Jónssonar, Bjarna Benediktssonar og annarra stuðningsmanna aðildar að Atlantshafsbandalaginu væri að svíkja Ísland undir hið vestræna risaveldi. Bandaríkin hygðust hremma landið. ¿Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja,¿ orti Jón Helgason 1951. Sagan sýndi, að slíkur áróður átti ekki við rök að styðjast. Vegna langrar dvalar varnarliðsins hafa Íslendingar hins vegar ekki hugað nægilega að öryggi sínu inn á við, eins og sjá má af fróðlegri ritgerð dr. Þórs Whiteheads prófessors í nýjasta hefti Þjóðmála. Lýsing hans á öryggisgæslu á vegum lögreglunnar hefur vakið mesta athygli. Hitt varð mér meira umhugsunarefni, hversu lítils íslenskt ríkisvald mátti sín löngum gegn skipulögðum ofbeldishópum. Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir. Í óeirðunum við Alþingishúsið 1949 réð úrslitum, að lögreglan átti táragas og hafði á að skipa fjölmennu varaliði. Það var mesta mildi, að enginn skyldi falla í þessum bardögum, en nokkrir lögregluþjónar hlutu ævilöng örkuml. Einnig verður að hafa í huga, að í Sósíalistaflokknum störfuðu menn, sem höfðu náin tengsl við eitt blóðugasta og grimmasta alræðisríki sögunnar. En svarið við spurningunni um, hvort samkomulagið sé fullnægjandi, er líka nei, því að nú hljóta Íslendingar að huga betur að öryggi sínu í stað þess að setja allt sitt traust á Bandaríkjamenn. Eiga flugvellir landsins, hafnir og aðrar aðkomuleiðir allt að vera galopið og óvarið eins og var fyrir 1951? Ófriðarhættan hefur breyst og minnkað, en ekki horfið. Hún er ekki lengur af kjarnorkustríði risavelda, heldur af skyndiáhlaupum hryðjuverkasveita og starfsemi alþjóðlegra glæpahringja. Hún er ekki af því, að eitthvert alræðisríki hernemi landið, heldur af nýju Tyrkjaráni. Sérfræðingar Evrópusambandsins ráðleggja okkur að stofna eigin öryggisgæslu. Einnig blasir við, að eitthvert varalið þarf jafnan að vera tiltækt í landinu. Að öllu þessu ber að huga á næstunni, og þá skiptir máli, að jafntraustir menn og Geir H. Haarde og Björn Bjarnason leggi á ráðin. Varnarsamstarf okkar við Bandaríkin í 55 ár hefur reynst vel, og hið nýja samkomulag veitir fyrirheit um, að það geti haldið áfram og jafnvel aukist og batnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa náð samkomulagi um, að varnarsamstarf ríkjanna samkvæmt varnarsamningnum frá 1951 haldi áfram. Varnarliðið er að vísu horfið af Keflavíkurflugvelli, en við tekur hreyfanlegt samstarf eftir leynilegri áætlun. Bandaríkjamenn skuldbinda sig til að verja Ísland, ef á þarf að halda. Það smáatriði í hinu nýja samkomulagi, að Íslendingar fá í sinn hlut allar eigur varnarliðsins gegn því að hreinsa upp athafnasvæði þess, hefur vakið meiri umræður en það á skilið. Aðalatriðið er, hvort samkomulagið sé fullnægjandi til að tryggja öryggi okkar. Svarið er hið sígilda: Já og nei. Það er já, af því að Íslendingar öðluðust eins víðtæka skuldbindingu Bandaríkjamanna á vörnum landsins og völ var á. Bandaríkin eru öflugasta herveldi heims. Ófá Evrópuríki myndu vilja fá sama skjól frá þeim og Ísland. Forystumenn okkar héldu vel á málum, jafnt í samningunum sjálfum sem opinberlega. Geir H. Haarde forsætisráðherra var mildur í tali, en málefnalegur. Hann vakti traust, þegar hann skýrði samkomulagið í sjónvarpi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var að vanda fastur fyrir og skorinorður. Það er ekki aðeins Sjálfstæðisflokknum, heldur þjóðinni allri mikil gæfa, að þessir tveir menn skuli vinna vel saman. Ráðherrar Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Sigurðsson, létu ekki heldur sitt eftir liggja. Auðvitað er það síðan fagnaðarefni, að svo friðvænlegt er í heiminum, að bandarískur her skuli hverfa héðan. Her er jafnan ill nauðsyn. Þegar Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið 1949, var kveðið á um það, að hér skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum. Því miður geisaði kalt stríð fram að hruni Ráðstjórnarríkjanna haustið 1991, og síðan voru nokkrar viðsjár í heiminum, svo að ekki þótti tímabært að kalla herinn burt fyrr en nú, þótt Bandaríkjamenn hafi fyrir löngu tekið að ókyrrast. Svokallaðir herstöðvaandstæðingar héldu því hins vegar fram, að tal ráðamanna um að tryggja öryggi landsins væri blekking. Tilgangur Stefáns Jóhanns Stefánssonar, Ólafs Thors, Eysteins Jónssonar, Bjarna Benediktssonar og annarra stuðningsmanna aðildar að Atlantshafsbandalaginu væri að svíkja Ísland undir hið vestræna risaveldi. Bandaríkin hygðust hremma landið. ¿Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja,¿ orti Jón Helgason 1951. Sagan sýndi, að slíkur áróður átti ekki við rök að styðjast. Vegna langrar dvalar varnarliðsins hafa Íslendingar hins vegar ekki hugað nægilega að öryggi sínu inn á við, eins og sjá má af fróðlegri ritgerð dr. Þórs Whiteheads prófessors í nýjasta hefti Þjóðmála. Lýsing hans á öryggisgæslu á vegum lögreglunnar hefur vakið mesta athygli. Hitt varð mér meira umhugsunarefni, hversu lítils íslenskt ríkisvald mátti sín löngum gegn skipulögðum ofbeldishópum. Hátt í annan tug íslenskra kommúnista hafði hlotið þjálfun í vopnaburði og undirróðri í Lenínskólanum og öðrum skæruliðabúðum í Rússlandi. Í Gúttóslagnum 1932 beið lögreglan beinlínis ósigur, og lágu tveir þriðju liðsins óvígir eftir. Í óeirðunum við Alþingishúsið 1949 réð úrslitum, að lögreglan átti táragas og hafði á að skipa fjölmennu varaliði. Það var mesta mildi, að enginn skyldi falla í þessum bardögum, en nokkrir lögregluþjónar hlutu ævilöng örkuml. Einnig verður að hafa í huga, að í Sósíalistaflokknum störfuðu menn, sem höfðu náin tengsl við eitt blóðugasta og grimmasta alræðisríki sögunnar. En svarið við spurningunni um, hvort samkomulagið sé fullnægjandi, er líka nei, því að nú hljóta Íslendingar að huga betur að öryggi sínu í stað þess að setja allt sitt traust á Bandaríkjamenn. Eiga flugvellir landsins, hafnir og aðrar aðkomuleiðir allt að vera galopið og óvarið eins og var fyrir 1951? Ófriðarhættan hefur breyst og minnkað, en ekki horfið. Hún er ekki lengur af kjarnorkustríði risavelda, heldur af skyndiáhlaupum hryðjuverkasveita og starfsemi alþjóðlegra glæpahringja. Hún er ekki af því, að eitthvert alræðisríki hernemi landið, heldur af nýju Tyrkjaráni. Sérfræðingar Evrópusambandsins ráðleggja okkur að stofna eigin öryggisgæslu. Einnig blasir við, að eitthvert varalið þarf jafnan að vera tiltækt í landinu. Að öllu þessu ber að huga á næstunni, og þá skiptir máli, að jafntraustir menn og Geir H. Haarde og Björn Bjarnason leggi á ráðin. Varnarsamstarf okkar við Bandaríkin í 55 ár hefur reynst vel, og hið nýja samkomulag veitir fyrirheit um, að það geti haldið áfram og jafnvel aukist og batnað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun