Mannlegt eðli og allsnægtir 28. september 2006 00:01 Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skráð landsframleiðsla nær í fyrsta lagi ekki yfir alla framleiðslu lands. Hún nær til dæmis ekki yfir ólaunað framlag heimavinnandi fólks eða þeirra, sem dylja framleiðslu sína til að skjóta sér undan skattgreiðslum eða landslögum. Neðanjarðarhagkerfinu var að vísu kippt inn í ítalska þjóðhagsreikninga fyrir allmörgum árum, til þessu þurfti líflegt ímyndunarafl, og skráð landsframleiðsla á mann á Ítalíu skauzt þá upp fyrir framleiðslu á mann á Bretlandi; Bretum var ekki skemmt. Ekki hefur enn tekizt að finna sambærilega leið til að koma ómældu vinnuframlagi ítalskra mæðra til fulls inn í þjóðarbókhaldið þarna suður frá, en við það myndi landsframleiðsla Ítalíu trúlega taka annan fjörkipp. Í annan stað segir landsframleiðslan okkur ekki neitt um fyrirhöfnina á bak við framleiðsluna. Sumar þjóðir skila mikilli framleiðslu og afla eftir því mikilla tekna með því að þræla sér út myrkranna á milli og vanrækja börnin sín eða með því að spilla náttúrunni, ganga á aðrar auðlindir sínar eða safna skuldum í útlöndum. Aðrar þjóðir skila sömu framleiðslu og tekjum með minni fyrirhöfn og án þess að ganga á eignir sínar eða safna skuldum. Þjóðarbókhaldið nær ekki að greina þarna á milli. Þarna skilur þó milli feigs og ófeigs, því að flestir kysu að vinna minna og rýra hvorki eigur sínar né safna skuldum, ættu þeir kost á því að óbreyttum tekjum. Framleiðsla á vinnustund er skárri kvarði en framleiðsla á mann að því leyti, að framleiðsla á vinnustund tekur fyrirhöfnina með í reikninginn. Ekki hefur enn tekizt að búa til græna þjóðhagsreikninga, en með því er átt við almennt nothæfan mælikvarða á varanlega framleiðslu þjóða að óbreyttum eignum þeirra og skuldum til langs tíma litið og óspjallaðri náttúru. Vinnan heldur áfram. Í þriðja lagi ber opinberum tölum um landsframleiðslu ekki vel saman við nýlegar athuganir sálfræðinga og annarra á hamingju manna, því að hana er nú orðið hægt að mæla með því að hlusta á fólk og bera lýsingar þess á líðan sinni við skjálftamælingar á rafstraumum í heilafrumum fólksins. Og þá kemur þetta í ljós: hamingja manna í fátækum löndum stendur að sönnu í beinu sambandi við tekjur fólks, hagvöxturinn þar er sums staðar spurning beinlínis um líf og dauða, en í ríkum löndum er sambandið milli tekna og skráðrar hamingju svo veikt, að það er varla sýnilegt. Landsframleiðsla Bandaríkjanna, Evrópu og Japans hefur til að mynda margfaldazt síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk 1945, en hamingja fólksins, sem byggir þessi lönd, virðist eigi að síður hafa staðið í stað. Var þá allur þessi vöxtur til einskis? Nei, öðru nær. Hamingja fólks vellíðan þess í víðum skilningi, lífsgleðin fer öðrum þræði eftir tekjum þess með hliðsjón af tekjum annarra. Karl Marx kunni skil á þessu. Hann segir einhvers staðar: Hús getur eftir atvikum verið stórt eða lítið, það skiptir ekki öllu máli, ef önnur hús í næsta nágrenni eru svipuð að stærð. En ef höll er reist við hlið lítils húss, þá breytist litla húsið í kofa. Rannsóknir sálfræðinga renna stoðum undir þessa skoðun Marx á mannlegu eðli. Ef mönnum er boðið að velja á milli tveggja kosta: (a) fimmtíu þúsund króna kaupauka við óbreyttum launum annarra og (b) hundrað þúsund króna kaupauka að því gefnu, að vinnufélagarnir fái þá tvö hundruð þúsund króna kaupauka, þá kjósa flestir heldur fyrri kostinn. Þannig birtist rótgróin réttlætiskennd manna í tilraunum atferlissálfræðinga og í lífinu sjálfu. Ójafnaðarmenn geta kallað þetta öfund, ef þeir vilja, en það gerir engum gagn. Nær væri að nota orðið öfund heldur um þá, sem ganga lengra en flestir aðrir í samanburði eigin kjara við annarra kjör, og örlæti um þá, sem ganga skemmra. Mannlegt eðli kallar á eftirsókn eftir hæfilegum jöfnuði milli manna. Hamingja manna ræðst því bæði af eigin hag og annarra í ýmsum hlutföllum. Þetta á ekkert skylt við að gleðjast yfir óförum annarra; það gera fæstir. Hamingja manna fer eftir líðan þeirra í sínu nánasta umhverfi. Heimurinn er að minnka, svo að menn vita sífellt meira hver um annars kjör. Aukinn ójöfnuður innan um allsnægtir dregur úr gleði manna yfir góðum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Framleiðsla lands er ófullkominn mælikvarði á árangur þess í efnahagsmálum, en hún er samt yfirleitt notuð í hálfgerðri neyð, því að aðrir skárri kvarðar eru ekki á hverju strái. Landsframleiðslan er ófullkominn kvarði af þrem höfuðástæðum. @Megin-Ol Idag 8,3p :Skráð landsframleiðsla nær í fyrsta lagi ekki yfir alla framleiðslu lands. Hún nær til dæmis ekki yfir ólaunað framlag heimavinnandi fólks eða þeirra, sem dylja framleiðslu sína til að skjóta sér undan skattgreiðslum eða landslögum. Neðanjarðarhagkerfinu var að vísu kippt inn í ítalska þjóðhagsreikninga fyrir allmörgum árum, til þessu þurfti líflegt ímyndunarafl, og skráð landsframleiðsla á mann á Ítalíu skauzt þá upp fyrir framleiðslu á mann á Bretlandi; Bretum var ekki skemmt. Ekki hefur enn tekizt að finna sambærilega leið til að koma ómældu vinnuframlagi ítalskra mæðra til fulls inn í þjóðarbókhaldið þarna suður frá, en við það myndi landsframleiðsla Ítalíu trúlega taka annan fjörkipp. Í annan stað segir landsframleiðslan okkur ekki neitt um fyrirhöfnina á bak við framleiðsluna. Sumar þjóðir skila mikilli framleiðslu og afla eftir því mikilla tekna með því að þræla sér út myrkranna á milli og vanrækja börnin sín eða með því að spilla náttúrunni, ganga á aðrar auðlindir sínar eða safna skuldum í útlöndum. Aðrar þjóðir skila sömu framleiðslu og tekjum með minni fyrirhöfn og án þess að ganga á eignir sínar eða safna skuldum. Þjóðarbókhaldið nær ekki að greina þarna á milli. Þarna skilur þó milli feigs og ófeigs, því að flestir kysu að vinna minna og rýra hvorki eigur sínar né safna skuldum, ættu þeir kost á því að óbreyttum tekjum. Framleiðsla á vinnustund er skárri kvarði en framleiðsla á mann að því leyti, að framleiðsla á vinnustund tekur fyrirhöfnina með í reikninginn. Ekki hefur enn tekizt að búa til græna þjóðhagsreikninga, en með því er átt við almennt nothæfan mælikvarða á varanlega framleiðslu þjóða að óbreyttum eignum þeirra og skuldum til langs tíma litið og óspjallaðri náttúru. Vinnan heldur áfram. Í þriðja lagi ber opinberum tölum um landsframleiðslu ekki vel saman við nýlegar athuganir sálfræðinga og annarra á hamingju manna, því að hana er nú orðið hægt að mæla með því að hlusta á fólk og bera lýsingar þess á líðan sinni við skjálftamælingar á rafstraumum í heilafrumum fólksins. Og þá kemur þetta í ljós: hamingja manna í fátækum löndum stendur að sönnu í beinu sambandi við tekjur fólks, hagvöxturinn þar er sums staðar spurning beinlínis um líf og dauða, en í ríkum löndum er sambandið milli tekna og skráðrar hamingju svo veikt, að það er varla sýnilegt. Landsframleiðsla Bandaríkjanna, Evrópu og Japans hefur til að mynda margfaldazt síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk 1945, en hamingja fólksins, sem byggir þessi lönd, virðist eigi að síður hafa staðið í stað. Var þá allur þessi vöxtur til einskis? Nei, öðru nær. Hamingja fólks vellíðan þess í víðum skilningi, lífsgleðin fer öðrum þræði eftir tekjum þess með hliðsjón af tekjum annarra. Karl Marx kunni skil á þessu. Hann segir einhvers staðar: Hús getur eftir atvikum verið stórt eða lítið, það skiptir ekki öllu máli, ef önnur hús í næsta nágrenni eru svipuð að stærð. En ef höll er reist við hlið lítils húss, þá breytist litla húsið í kofa. Rannsóknir sálfræðinga renna stoðum undir þessa skoðun Marx á mannlegu eðli. Ef mönnum er boðið að velja á milli tveggja kosta: (a) fimmtíu þúsund króna kaupauka við óbreyttum launum annarra og (b) hundrað þúsund króna kaupauka að því gefnu, að vinnufélagarnir fái þá tvö hundruð þúsund króna kaupauka, þá kjósa flestir heldur fyrri kostinn. Þannig birtist rótgróin réttlætiskennd manna í tilraunum atferlissálfræðinga og í lífinu sjálfu. Ójafnaðarmenn geta kallað þetta öfund, ef þeir vilja, en það gerir engum gagn. Nær væri að nota orðið öfund heldur um þá, sem ganga lengra en flestir aðrir í samanburði eigin kjara við annarra kjör, og örlæti um þá, sem ganga skemmra. Mannlegt eðli kallar á eftirsókn eftir hæfilegum jöfnuði milli manna. Hamingja manna ræðst því bæði af eigin hag og annarra í ýmsum hlutföllum. Þetta á ekkert skylt við að gleðjast yfir óförum annarra; það gera fæstir. Hamingja manna fer eftir líðan þeirra í sínu nánasta umhverfi. Heimurinn er að minnka, svo að menn vita sífellt meira hver um annars kjör. Aukinn ójöfnuður innan um allsnægtir dregur úr gleði manna yfir góðum árangri.