Samsteypa sigrar stjórnarflokk 20. september 2006 06:00 Sósíaldemókrataflokkurinn í Svíþjóð er Stjórnarflokkurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Hann hefur farið einn með völdin í landinu í 70 ár að undanskildum tveimur kjörtímabilum sem hægri flokkarnir náðu völdum. Ef eitthvað er hæft í þeirri fullyrðingu að kosningar vinnist ekki af stjórnarandstöðu heldur tapist af ríkisstjórnum hefur það átt við um Svíþjóð þangað til núna. Í fyrri skiptin sem sundraðir borgaraflokkar hafa náð að mynda ríkisstjórn hafa þeir skolast upp í valdastólana nánast fyrir tilviljun og verið sjálfum sér sundurþykkir alla sína stjórnartíð. Glundroðakenningin hefur löngum verið beittasta vopn sósíaldemókrata jafnframt því sem þeir, ásamt verkalýðshreyfingunni, hafa á sér blæ stöðugleika og staðfestu. Og eftir áratuga valdasetu hafa þeir runnið saman við víðtækt stofnanaveldi hins opinbera og geta jafnan teflt fram "vönum mönnum" umfram aðra flokka. En nú tóku stjórnarandstöðuflokkarnir höndum saman fyrir kosningar og leituðu eftir umboði þjóðarinnar við skýra stefnu, sem þeir mundu hrinda í framkvæmd fengju þeir til þess fylgi. Það var mjótt á mununum, en meirihluta kjósenda fannst þó tími til kominn að breyta til og reyna nýjum mönnum að spreyta sig. Stjórnmál á Íslandi hafa löngum verið spegilmynd af stjórnmálum norrænu þjóðanna. Hér er það stóri hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur farið með hlutverk stóra sósíaldemókrataflokksins og löngum haft forystu í ríkisstjórn, þótt aldrei hafi hann fengið afl til að stjórna einn. Hinn kosturinn hefur verið ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Aðeins einu sinni hefur samsteypustjórn verið mynduð undir forystu Alþýðuflokksins, auk þess sem minnihlutastjórnir sama flokks sátu tvisvar skamma stund við stjórnvölinn í millibilsástandi. Nú hafa þessir tveir gamalgrónu valdaflokkar verið við völd, annar í bráðum 16 ár en hinn í 12, og runnið þannig saman við stofnanaveldi ríkisins og gegnsýrt það svo með veitingum allra embætta til sauðtryggra flokksmanna, að segja má að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald séu á góðri leið með að renna út í eitt. Að vísu hefur fyrrverandi forsætisráðherra nýlega kvartað yfir því að enn ráði dómskerfið ekki við að afgreiða meiriháttar mál, sem saksóknarar Sjálfstæðisflokksins þeir Kjartan Gunnarsson, Styrmir Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, "innvígðir og innmúraðir" í hollustu við "ónefndan mann", kusu að leggja fyrir það, með þeim hætti að við verði unað. Með fjögurra ára framlengingu á völdum tvíflokksins mætti væntanlega skipa Hæstarétt með þeim hætti að tryggt verði að hann komist að "réttum" niðurstöðum! Það er, eða ætti að vera, grundvallaratriði í lýðræðisskipulagi að kjósendur eigi kost á að kjósa um verk fráfarandi ríkisstjórnar og eigi möguleika á því að veita nýrri ríkisstjórn umboð til góðra verka á næsta kjörtímabili. Á það hefur verulega skort hér á landi um langa hríð. Nú hafa stjórnarandstöðuflokkarnir farið að dæmi stjórnarandstöðuflokkanna í Noregi og Svíþjóð og gefið skýrar línur um það í tæka tíð fyrir kosningar að þeir hyggist leita eftir umboði þjóðarinnar til að mynda nýja ríkisstjórn að kosningum loknum. Það er stórt skref í átt til aukins lýðræðis. Nú hljóta þeir að stíga næsta skref og stilla saman strengi sína um afgreiðslu mála á þingi í vetur og um mótun nýrrar stjórnarstefnu, sem þeir leiti eftir umboði kjósenda til að framkvæma á næsta kjörtímabili. Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum. Sumir hafa gengið svo langt að jafna því við rasisma, að aðrir flokkar lýsi yfir að þeir kjósi fremur að vinna með öðrum en honum að loknum kosningum. Þeir vilja að allir gangi til kosninga með allt laust og óbundið og kjósendur treysti forystumönnum sínum til að vinna úr úrslitum kosninganna með hag þjóðarinnar fyrir augum. Það er augljóslega þeim í hag, þar sem þeir eru eini flokkurinn af þeirri stærð að geta valið sér einhvern einn hinna sem samstarfsflokk. Þeir tala niðrandi orðum um kosningabandalag og jafna því við Hræðslubandalagið, tilraun Framsóknar og Alþýðuflokks til að ná völdum 1956 út á minnihluta atkvæða. Hér er ekkert slíkt á ferðinni. Fordæmin frá Svíþjóð og Noregi sýna að það er hægt að mynda skýrar meginlínur fyrir kosningar og gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn með umboði til ákveðinna verka. Í Svíþjóð hét flokkabandalagið því að viðhalda sænska velferðarmódelinu. Hér hlýtur meginmálið að vera að endurreisa velferðar- og heilbrigðiskerfið og skipa því viðlíka sess í þjóðfélaginu og best hefur gefist annars staðar. Það er ábyggilega kominn tími á aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Sósíaldemókrataflokkurinn í Svíþjóð er Stjórnarflokkurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Hann hefur farið einn með völdin í landinu í 70 ár að undanskildum tveimur kjörtímabilum sem hægri flokkarnir náðu völdum. Ef eitthvað er hæft í þeirri fullyrðingu að kosningar vinnist ekki af stjórnarandstöðu heldur tapist af ríkisstjórnum hefur það átt við um Svíþjóð þangað til núna. Í fyrri skiptin sem sundraðir borgaraflokkar hafa náð að mynda ríkisstjórn hafa þeir skolast upp í valdastólana nánast fyrir tilviljun og verið sjálfum sér sundurþykkir alla sína stjórnartíð. Glundroðakenningin hefur löngum verið beittasta vopn sósíaldemókrata jafnframt því sem þeir, ásamt verkalýðshreyfingunni, hafa á sér blæ stöðugleika og staðfestu. Og eftir áratuga valdasetu hafa þeir runnið saman við víðtækt stofnanaveldi hins opinbera og geta jafnan teflt fram "vönum mönnum" umfram aðra flokka. En nú tóku stjórnarandstöðuflokkarnir höndum saman fyrir kosningar og leituðu eftir umboði þjóðarinnar við skýra stefnu, sem þeir mundu hrinda í framkvæmd fengju þeir til þess fylgi. Það var mjótt á mununum, en meirihluta kjósenda fannst þó tími til kominn að breyta til og reyna nýjum mönnum að spreyta sig. Stjórnmál á Íslandi hafa löngum verið spegilmynd af stjórnmálum norrænu þjóðanna. Hér er það stóri hægri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur farið með hlutverk stóra sósíaldemókrataflokksins og löngum haft forystu í ríkisstjórn, þótt aldrei hafi hann fengið afl til að stjórna einn. Hinn kosturinn hefur verið ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins. Aðeins einu sinni hefur samsteypustjórn verið mynduð undir forystu Alþýðuflokksins, auk þess sem minnihlutastjórnir sama flokks sátu tvisvar skamma stund við stjórnvölinn í millibilsástandi. Nú hafa þessir tveir gamalgrónu valdaflokkar verið við völd, annar í bráðum 16 ár en hinn í 12, og runnið þannig saman við stofnanaveldi ríkisins og gegnsýrt það svo með veitingum allra embætta til sauðtryggra flokksmanna, að segja má að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald séu á góðri leið með að renna út í eitt. Að vísu hefur fyrrverandi forsætisráðherra nýlega kvartað yfir því að enn ráði dómskerfið ekki við að afgreiða meiriháttar mál, sem saksóknarar Sjálfstæðisflokksins þeir Kjartan Gunnarsson, Styrmir Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, "innvígðir og innmúraðir" í hollustu við "ónefndan mann", kusu að leggja fyrir það, með þeim hætti að við verði unað. Með fjögurra ára framlengingu á völdum tvíflokksins mætti væntanlega skipa Hæstarétt með þeim hætti að tryggt verði að hann komist að "réttum" niðurstöðum! Það er, eða ætti að vera, grundvallaratriði í lýðræðisskipulagi að kjósendur eigi kost á að kjósa um verk fráfarandi ríkisstjórnar og eigi möguleika á því að veita nýrri ríkisstjórn umboð til góðra verka á næsta kjörtímabili. Á það hefur verulega skort hér á landi um langa hríð. Nú hafa stjórnarandstöðuflokkarnir farið að dæmi stjórnarandstöðuflokkanna í Noregi og Svíþjóð og gefið skýrar línur um það í tæka tíð fyrir kosningar að þeir hyggist leita eftir umboði þjóðarinnar til að mynda nýja ríkisstjórn að kosningum loknum. Það er stórt skref í átt til aukins lýðræðis. Nú hljóta þeir að stíga næsta skref og stilla saman strengi sína um afgreiðslu mála á þingi í vetur og um mótun nýrrar stjórnarstefnu, sem þeir leiti eftir umboði kjósenda til að framkvæma á næsta kjörtímabili. Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum hafa brugðist ókvæða við þessum tíðindum. Sumir hafa gengið svo langt að jafna því við rasisma, að aðrir flokkar lýsi yfir að þeir kjósi fremur að vinna með öðrum en honum að loknum kosningum. Þeir vilja að allir gangi til kosninga með allt laust og óbundið og kjósendur treysti forystumönnum sínum til að vinna úr úrslitum kosninganna með hag þjóðarinnar fyrir augum. Það er augljóslega þeim í hag, þar sem þeir eru eini flokkurinn af þeirri stærð að geta valið sér einhvern einn hinna sem samstarfsflokk. Þeir tala niðrandi orðum um kosningabandalag og jafna því við Hræðslubandalagið, tilraun Framsóknar og Alþýðuflokks til að ná völdum 1956 út á minnihluta atkvæða. Hér er ekkert slíkt á ferðinni. Fordæmin frá Svíþjóð og Noregi sýna að það er hægt að mynda skýrar meginlínur fyrir kosningar og gefa kjósendum kost á því að kjósa sér ríkisstjórn með umboði til ákveðinna verka. Í Svíþjóð hét flokkabandalagið því að viðhalda sænska velferðarmódelinu. Hér hlýtur meginmálið að vera að endurreisa velferðar- og heilbrigðiskerfið og skipa því viðlíka sess í þjóðfélaginu og best hefur gefist annars staðar. Það er ábyggilega kominn tími á aðra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun