Markaðsöflin og framhaldsskólar 18. september 2006 06:00 Markaðsöflin hafa á undanförnum árum stöðugt hreiðrað meira og meira um sig í íslensku þjóðlífi og breytt því á ýmsan hátt. Þau hafa komið ýmsu góðu til leiðar að margra mati, en annað hefur verið mikið umdeilt, eins og ofurlaunasamningar sumra æðstu manna í markaðsgeiranum. Það var fyrir löngu orðið tímabært að frjáls markaðsstarfsemi færi að blómstra hér á landi,- að við losuðum okkur út úr hálfgerðu sovétskipulagi á mörgum sviðum, en það er alltaf hætta þegar slíkir hlutir eru að gerast hjá okkur að við förum offari , og sjáumst ekki fyrir varðandi þróunina. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá sókn markaðsaflanna inn í framhaldsskóla landsins, og þar virðist sem ákveðin fyrirtæki í samvinnu við ákafa forystumenn skólafélaga hafi gengi of langt í markaðsvæðinguni. Þetta er að vísu misjafnt eftir skólum, eftir því sem best er vitað, en lýsing forystumanns Verslunarskólans er þannig: Við erum með níu manns í stjórn, sem fengu styrki frá mismunandi fyrirtækjum í kosningbaráttuni ( til stjórnar væntanlega). Síðan buðum við öllum bönkunum það sama varðandi samstarf við nemendafélagið. Í framhaldi af þessu áttu svo bankarnir eða fyrirtækin að fá viðskiptin við nemendafélagið, eftir því hver bar sigur af hólmi í kosningabaráttunni. Þarna er að vísu um Verslunarskólann að ræða, þar sem gera má ráð fyrir að markaðsvæðingin sé mest eðli málsins samkvæmt, en er hér rétt að málum staðið? Skólameistari Ármúlaskólans vill banna allar auglýsingar í við skólann.Við höfum svo sem rætt það hér, að leyfa engar auglýsingar í skólanum , þannig að hér væri friðhelgi fyrir öllu þessu auglýsingafári, sem tröllríður öllu í dag sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Það eru ekki aðeins bankar og símafyrirtæki, sem sækja stíft á nemendur framhaldsskólanna, heldur líka annars konr fyrirtæki, þótt þau fyrrnefndu virðist ganga einna harðast fram. Þetta minnir á markaðssóknina varðandi fermingarbörn, sem gengið hefur út í öfgar oft og tíðum, og vakið hefur umræður í þjóðfélaginu. Sjálfsagt má leita hliðstæðra dæma víðar, ef vel er að gáð. Í markaðsþjóðfélagi þurfa fyrirtækin að sjálfsögðu að láta vita af sér, og það getur verið mjög gagnlegt fyrir neytendur að fá upplýsingar um vörur og þjónustu frá fyrirtækjunum. Þannig geta þeir kannski vegið og metið í rólegheitum, hvað sé hagstæðast í hverju tilfelli, og þá er það beggja hagur. En þegar markaðsöflin eru farin að höfða til barnssálarinnar og ungmenna innan veggja skólanna, er of langt gengið. Eru markaðsöflin kannski komin inn i grunnskólana eða leikskólana lika.? Ef svo er , er kominn timi til að spyrna við fótum. Það sama má segja um auglýsingar í tengslum við barnaefni í fjölmiðlum. Það ætti hreinlega að banna, og hefur reyndar verið rætt um það í fullri alvöru. Það eru nógir aðrir staðir þar sem fyrirtæki og stofnanir geta komið sínu á framfæri , þótt það sé ekki í tengslum við barnaefni , sem saklaus börn hafa áhuga á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Markaðsöflin hafa á undanförnum árum stöðugt hreiðrað meira og meira um sig í íslensku þjóðlífi og breytt því á ýmsan hátt. Þau hafa komið ýmsu góðu til leiðar að margra mati, en annað hefur verið mikið umdeilt, eins og ofurlaunasamningar sumra æðstu manna í markaðsgeiranum. Það var fyrir löngu orðið tímabært að frjáls markaðsstarfsemi færi að blómstra hér á landi,- að við losuðum okkur út úr hálfgerðu sovétskipulagi á mörgum sviðum, en það er alltaf hætta þegar slíkir hlutir eru að gerast hjá okkur að við förum offari , og sjáumst ekki fyrir varðandi þróunina. Í síðustu viku greindi Fréttablaðið frá sókn markaðsaflanna inn í framhaldsskóla landsins, og þar virðist sem ákveðin fyrirtæki í samvinnu við ákafa forystumenn skólafélaga hafi gengi of langt í markaðsvæðinguni. Þetta er að vísu misjafnt eftir skólum, eftir því sem best er vitað, en lýsing forystumanns Verslunarskólans er þannig: Við erum með níu manns í stjórn, sem fengu styrki frá mismunandi fyrirtækjum í kosningbaráttuni ( til stjórnar væntanlega). Síðan buðum við öllum bönkunum það sama varðandi samstarf við nemendafélagið. Í framhaldi af þessu áttu svo bankarnir eða fyrirtækin að fá viðskiptin við nemendafélagið, eftir því hver bar sigur af hólmi í kosningabaráttunni. Þarna er að vísu um Verslunarskólann að ræða, þar sem gera má ráð fyrir að markaðsvæðingin sé mest eðli málsins samkvæmt, en er hér rétt að málum staðið? Skólameistari Ármúlaskólans vill banna allar auglýsingar í við skólann.Við höfum svo sem rætt það hér, að leyfa engar auglýsingar í skólanum , þannig að hér væri friðhelgi fyrir öllu þessu auglýsingafári, sem tröllríður öllu í dag sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Það eru ekki aðeins bankar og símafyrirtæki, sem sækja stíft á nemendur framhaldsskólanna, heldur líka annars konr fyrirtæki, þótt þau fyrrnefndu virðist ganga einna harðast fram. Þetta minnir á markaðssóknina varðandi fermingarbörn, sem gengið hefur út í öfgar oft og tíðum, og vakið hefur umræður í þjóðfélaginu. Sjálfsagt má leita hliðstæðra dæma víðar, ef vel er að gáð. Í markaðsþjóðfélagi þurfa fyrirtækin að sjálfsögðu að láta vita af sér, og það getur verið mjög gagnlegt fyrir neytendur að fá upplýsingar um vörur og þjónustu frá fyrirtækjunum. Þannig geta þeir kannski vegið og metið í rólegheitum, hvað sé hagstæðast í hverju tilfelli, og þá er það beggja hagur. En þegar markaðsöflin eru farin að höfða til barnssálarinnar og ungmenna innan veggja skólanna, er of langt gengið. Eru markaðsöflin kannski komin inn i grunnskólana eða leikskólana lika.? Ef svo er , er kominn timi til að spyrna við fótum. Það sama má segja um auglýsingar í tengslum við barnaefni í fjölmiðlum. Það ætti hreinlega að banna, og hefur reyndar verið rætt um það í fullri alvöru. Það eru nógir aðrir staðir þar sem fyrirtæki og stofnanir geta komið sínu á framfæri , þótt það sé ekki í tengslum við barnaefni , sem saklaus börn hafa áhuga á.