Frelsi til þróunar 15. september 2006 00:01 Síðustu viku hefur í Fréttablaðinu verið skipst á skoðunum um svokallaða þróunaraðstoð. Hér hyggst ég svara stuttlega tveimur formælendum slíkrar aðstoðar. Annar þeirra, Davíð Sigurþórsson, kynnir sig sem MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranema í þróunarfræðum. Ég veit ekki, hvar hann hefur lært fræði sín, en eitthvað er bogið við þau. Davíð segir, að það hafi trekk í trekk verið afsannað, að fátækar þjóðir geti lært eitthvað um hagþróun af Evrópuþjóðum. Hvar hefur það verið afsannað? Eitt besta fordæmið er Ísland. Við tókum stór skref úr fátækt í bjargálnir á tíma frjálsra viðskipta (hnattvæðingar) fyrir 1914, af því að frelsi jókst hér, hagsýnir einstaklingar eins og Thor Jensen og Eldeyjar-Hjalti fengu svigrúm og danskir auðjöfrar lögðu fé í Íslandsbanka, sem lánaði síðan til togara- og vélbátakaupa. Davíð kveður engin dæmi til um árangur af aðgerðum í anda frjálshyggju. En ég hef oft bent á það opinberlega, að skýrustu dæmin um þróun án aðstoðar eru Hong Kong, Suður-Kórea, Taívan og Singapore. Íbúar voru þar örsnauðir í lok seinni heimsstyrjaldar, en stórstígar framfarir hafa orðið síðan í krafti atvinnufrelsis. Síðan eru til mýmörg dæmi um aðstoð án þróunar, svo sem Tansanía og Grænhöfðaeyjar. Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunaraðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar. Hinn formælandi þróunaraðstoðar, Stefán Snævarr heimspekingur, vitnar í þau orð bandaríska hagfræðingsins Jeffreys Sachs, að vestræn ríki geti aðstoðað Afríkuþjóðir fjárhagslega í baráttunni við mýrarköldu (sem Stefán kallar malaríu). En gallinn er sá, að umhverfisöfgamenn fengu því ráðið upp úr 1970, að skordýraeitrið DDT var bannað, en það vann á þeim skordýrum, sem bera mýrarköldu í menn (og leggjast líka á ýmsar nytjajurtir). Það hefur kostað óteljandi mannslíf í Afríku að banna DDT, en tilefni bannsins, vond áhrif efnisins á fuglalíf, hafa reynst mjög orðum aukin. Stefán hefur það eftir Nóbelsverðlaunahafanum Amartya Sen, að í Kerala-fylki á Indlandi hafi sósíalismi heppnast bærilega. Sen var einn af kennurum mínum í Oxford á öndverðum níunda áratug, og deildum við þá hart um frjálshyggju. Hann er tíður gestur í Kerala og hefur gefið stjórninni þar ráð. Ekki kemur á óvart, að honum þyki sinn fugl fagur. En Indland er einmitt eitt greinilegasta dæmið um það, hvernig ríkisafskipti hafa haldið aftur af hagþróun. Frá því að landið hlaut sjálfstæði 1947, var þar allt reyrt í fjötra ríkisafskipta, hafta, boða og banna, þótt nokkuð hafi raknað úr hin síðari ár. Enn fremur segir Stefán Snævarr, að í Chile og Nýja Sjálandi hafi aðgerðir í anda frjálshyggju misheppnast. Þetta er fjarri sanni. Besti vitnisburðurinn um það er, að jafnaðarmenn, sem komust til valda í Chile, eftir að herforingjastjórn fór þar frá, hafa ekki horfið af þeirri braut, sem frjálshyggjuhagfræðingar, Chicago-drengirnir svonefndu, mörkuðu áður. Chile hefur vegnað miklu betur en öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Auðvitað hefur brautin ekki alltaf verið bein og greið, sérstaklega ekki í Nýja Sjálandi hin síðari ár. En helstu kvartanir undan kerfisbreytingunum í Chile og Nýja Sjálandi eru, að sumir hafi orðið miklu ríkari en aðrir, þótt vissulega hafi atvinnulífið vaxið og dafnað. Ég kippi mér lítt upp við slíkar kvartanir. Aðalatriðið snýst þó ekki um einstök dæmi, sem ætíð má deila um, heldur almenn lögmál. Nokkrir hagfræðingar hafa undir forystu Miltons Friedmans smíðað vísitölu atvinnufrelsis til að bera saman einstök lönd, og getur niðurstöður að líta á vefnum http://www.freetheworld.com. Í ljós kemur, að lífskjör eru því betri sem atvinnulíf er frjálsara. Samkvæmt vísitölunni 2006 er landsframleiðsla á mann í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsastur, 24 þúsund Bandaríkjadalir, en í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur, 3 þúsund dalir. Hagvöxtur er að meðaltali 2,1% á ári í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsastur, en - 0,2% í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur (þar er með öðrum orðum samdráttur). Reynslan er ólygnust: Ef þjóðir ætla að komast úr fátækt í bjargálnir, þá verður atvinnulífið að vera frjálst. Eina þróunaraðstoðin, sem kemur að gagni, felst í frjálsum viðskiptum við fátækar þjóðir í suðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Síðustu viku hefur í Fréttablaðinu verið skipst á skoðunum um svokallaða þróunaraðstoð. Hér hyggst ég svara stuttlega tveimur formælendum slíkrar aðstoðar. Annar þeirra, Davíð Sigurþórsson, kynnir sig sem MA í siðfræði hnattvæðingar og meistaranema í þróunarfræðum. Ég veit ekki, hvar hann hefur lært fræði sín, en eitthvað er bogið við þau. Davíð segir, að það hafi trekk í trekk verið afsannað, að fátækar þjóðir geti lært eitthvað um hagþróun af Evrópuþjóðum. Hvar hefur það verið afsannað? Eitt besta fordæmið er Ísland. Við tókum stór skref úr fátækt í bjargálnir á tíma frjálsra viðskipta (hnattvæðingar) fyrir 1914, af því að frelsi jókst hér, hagsýnir einstaklingar eins og Thor Jensen og Eldeyjar-Hjalti fengu svigrúm og danskir auðjöfrar lögðu fé í Íslandsbanka, sem lánaði síðan til togara- og vélbátakaupa. Davíð kveður engin dæmi til um árangur af aðgerðum í anda frjálshyggju. En ég hef oft bent á það opinberlega, að skýrustu dæmin um þróun án aðstoðar eru Hong Kong, Suður-Kórea, Taívan og Singapore. Íbúar voru þar örsnauðir í lok seinni heimsstyrjaldar, en stórstígar framfarir hafa orðið síðan í krafti atvinnufrelsis. Síðan eru til mýmörg dæmi um aðstoð án þróunar, svo sem Tansanía og Grænhöfðaeyjar. Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunaraðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar. Hinn formælandi þróunaraðstoðar, Stefán Snævarr heimspekingur, vitnar í þau orð bandaríska hagfræðingsins Jeffreys Sachs, að vestræn ríki geti aðstoðað Afríkuþjóðir fjárhagslega í baráttunni við mýrarköldu (sem Stefán kallar malaríu). En gallinn er sá, að umhverfisöfgamenn fengu því ráðið upp úr 1970, að skordýraeitrið DDT var bannað, en það vann á þeim skordýrum, sem bera mýrarköldu í menn (og leggjast líka á ýmsar nytjajurtir). Það hefur kostað óteljandi mannslíf í Afríku að banna DDT, en tilefni bannsins, vond áhrif efnisins á fuglalíf, hafa reynst mjög orðum aukin. Stefán hefur það eftir Nóbelsverðlaunahafanum Amartya Sen, að í Kerala-fylki á Indlandi hafi sósíalismi heppnast bærilega. Sen var einn af kennurum mínum í Oxford á öndverðum níunda áratug, og deildum við þá hart um frjálshyggju. Hann er tíður gestur í Kerala og hefur gefið stjórninni þar ráð. Ekki kemur á óvart, að honum þyki sinn fugl fagur. En Indland er einmitt eitt greinilegasta dæmið um það, hvernig ríkisafskipti hafa haldið aftur af hagþróun. Frá því að landið hlaut sjálfstæði 1947, var þar allt reyrt í fjötra ríkisafskipta, hafta, boða og banna, þótt nokkuð hafi raknað úr hin síðari ár. Enn fremur segir Stefán Snævarr, að í Chile og Nýja Sjálandi hafi aðgerðir í anda frjálshyggju misheppnast. Þetta er fjarri sanni. Besti vitnisburðurinn um það er, að jafnaðarmenn, sem komust til valda í Chile, eftir að herforingjastjórn fór þar frá, hafa ekki horfið af þeirri braut, sem frjálshyggjuhagfræðingar, Chicago-drengirnir svonefndu, mörkuðu áður. Chile hefur vegnað miklu betur en öðrum ríkjum Suður-Ameríku. Auðvitað hefur brautin ekki alltaf verið bein og greið, sérstaklega ekki í Nýja Sjálandi hin síðari ár. En helstu kvartanir undan kerfisbreytingunum í Chile og Nýja Sjálandi eru, að sumir hafi orðið miklu ríkari en aðrir, þótt vissulega hafi atvinnulífið vaxið og dafnað. Ég kippi mér lítt upp við slíkar kvartanir. Aðalatriðið snýst þó ekki um einstök dæmi, sem ætíð má deila um, heldur almenn lögmál. Nokkrir hagfræðingar hafa undir forystu Miltons Friedmans smíðað vísitölu atvinnufrelsis til að bera saman einstök lönd, og getur niðurstöður að líta á vefnum http://www.freetheworld.com. Í ljós kemur, að lífskjör eru því betri sem atvinnulíf er frjálsara. Samkvæmt vísitölunni 2006 er landsframleiðsla á mann í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsastur, 24 þúsund Bandaríkjadalir, en í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur, 3 þúsund dalir. Hagvöxtur er að meðaltali 2,1% á ári í þeim fjórðungi landa, sem er frjálsastur, en - 0,2% í þeim fjórðungi, sem er ófrjálsastur (þar er með öðrum orðum samdráttur). Reynslan er ólygnust: Ef þjóðir ætla að komast úr fátækt í bjargálnir, þá verður atvinnulífið að vera frjálst. Eina þróunaraðstoðin, sem kemur að gagni, felst í frjálsum viðskiptum við fátækar þjóðir í suðri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun