Ný ofurtölva tilbúin eftir tvö ár 13. september 2006 00:01 Ný ofurtölva á leiðinni. Bandaríski tölvurisinn IBM segir tvö ár þar til fyrirtækið verði tilbúið með nýja öfurtölvu. Hún er talsvert öflugri en þessar gömlu tölvur frá IBM. MYND/Heiða Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár. Viðskipti Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Bandaríski tölvurisinn IBM hefur fengið leyfi til að smíða hraðvirkustu tölvu í heimi í rannsóknarstofu bandaríska orkumálaráðuneytisins í Los Alamos í Nýju-Mexíkó. Áætlað er að tölvan, sem hefur fengið vinnuheitið Roadrunner, verði fjórum sinnum hraðvirkari en BlueGene/L, sem IBM smíðaði og er heimsins hraðvirkasta tölva nú um stundir. Í tölvunni verða 16.000 hefðbundnir ofurörgjörvar og jafn margir örgjörvar sem notaðir eru í nýju PlayStation 3 leikjatölvunni frá Sony og þykja þeir hraðvirkustu um þessar mundir. Jafn margir örgjörvar eru í BlueGene/L ofurtölvunni en ástæðan fyrir aukinni getu nýju tölvunnar er sú hversu örgjörvarnir sem munu prýða leikjatölvuna eru öflugir. Þá standa vonir manna til að ofurtölvan Roadrunner geti framkvæmt eitt petaflopp (1 Pflop/s) útreikninga á sekúndu en slíkt jafngildir þúsund billjón (þúsund x milljón x milljón) útreikningum á sekúndu. Til samanburðar getur BlueGene/L og sú hraðvirkasta nú um stundir framkvæmt 136,8 teraflopp (TFlop/s) eða 136,8 billjón útreikninga á sekúndu. Á meðal þess sem ofurtölvan mun gera er að búa til líkan til að greina fyrirbyggjandi áhrif próteins gegn sjúkdómum á borð við Alzheimer. Reiknað er með að smíði Roadrunner-tölvunnar ljúki eftir tvö ár.
Viðskipti Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira