Það er stórt orð háskóli 1. september 2006 00:01 Í ört vaxandi þekkingarsamfélagi leita fjölmiðlar í ríkum mæli til sérfræðinga til þess að segja álit á einstökum viðburðum. Þetta er gert í þeim tilgangi að gefa lesendum blaða eða áheyrendum ljósvakamiðla sem gleggsta mynd af því sem til umfjöllunar er hverju sinni. Mikilvægt er að fjölmiðlar og notendur þeirra geti treyst því að slík álit séu gefin á grundvelli raunverulegrar sérþekkingar og af sjónarhóli alhliða yfirsýnar. Fréttir voru sagðar af því um miðja þessa viku að fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði hlotið uppreist æru. Um það efni gilda ákvæði almennra hegningarlaga og venjur um túlkun sem byggðar eru á viðurkenndum lögskýringargögnum. Af þessu tilefni kynnti ljósvakamiðill til sögunnar sérfræðing Háskólans á Akureyri í stjórnskipun. Í viðtalinu gerði sérfræðingurinn þrjár efnislegar athugasemdir við afgreiðslu málsins: Í fyrsta lagi taldi hann að ákvörðunin væri klaufaleg. Í öðru lagi áleit sérfræðingurinn vafamál að hún væri til bóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í þriðja lagi lýsti sérfræðingurinn þeirri skoðun sinni að heppilegt hefði verið í ljósi fyrri atburða eða sniðugt fyrir handhafa forsetavalds að láta undirskrift málsskjala bíða heimkomu forseta Íslands. Það þarf ekki sérfræðing í stjórnskipunarrétti til þess að átta sig á því að klaufaskapur við afgreiðslu þessa máls getur aðeins snúist um það hvort ráðherra fór að réttum lögum eða ekki. Sérfræðingurinn gat enga veilu fundið þar á. Athugasemdin féll þar með dauð og ómerk. Önnur athugasemd sérfræðingsins laut að því að ákvörðun ráðherrans hefði ekki verið til bóta fyrir flokk hans. Sérhverjum leikmanni er þó ljóst að ráðherrann hefði beinlínis gerst brotlegur við lög ef hann hefði við afgreiðslu slíks erindis látið hagsmuni flokks síns ráða ákvörðun þar um eða tímasetningu hennar. Varðandi þriðju athugasemd sérfræðingsins er flestum ljós sú stjórnskipunarregla að ráðherra ber ábyrgð á embættisathöfnum forseta Íslands. Handhafar forsetavalds áttu því ekki neitt sjálfstætt val um að ákveða tímasetningu undirskriftar. Pólitískur leikaraskapur af þeirra hálfu hefði beinlínis verið brot á stjórnarskrá og enn fremur strítt gegn rétti umsækjanda til eðlilegrar málsmeðferðar. Þegar sérfræðingurinn vísar til fyrri atburða í áliti sínu er rétt að hafa í huga að einu atburðirnir sem ráðherra er heimilt að taka mið af við afgreiðslu slíks máls eru fordæmi um afgreiðslu sams konar erinda. Ef ráðherrann hefði notað aðra atburði sem fordæmi hefði hann brotið lög og brotið á rétti umsækjandans. Eina gilda álitaefnið við meðferð þessa máls er spurning um það hvort ráðherra hefði átt að víkja sæti. Samkvæmt vanhæfisreglum stjórnsýsluréttarins sýnist þó ekki hafa verið lagaleg þörf á því. Þessa spurningu nefndi sérfræðingurinn þó ekki einu orði. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að sérfræðingurinn lét ekki í ljós skoðun á því gilda pólitíska álitaefni hvort skynsamlegt hefði verið af þingmanninum fyrrverandi að sækja um uppreist æru. Það er stórt orð háskóli. Til slíkra stofnana má gera lágmarkskröfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í ört vaxandi þekkingarsamfélagi leita fjölmiðlar í ríkum mæli til sérfræðinga til þess að segja álit á einstökum viðburðum. Þetta er gert í þeim tilgangi að gefa lesendum blaða eða áheyrendum ljósvakamiðla sem gleggsta mynd af því sem til umfjöllunar er hverju sinni. Mikilvægt er að fjölmiðlar og notendur þeirra geti treyst því að slík álit séu gefin á grundvelli raunverulegrar sérþekkingar og af sjónarhóli alhliða yfirsýnar. Fréttir voru sagðar af því um miðja þessa viku að fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefði hlotið uppreist æru. Um það efni gilda ákvæði almennra hegningarlaga og venjur um túlkun sem byggðar eru á viðurkenndum lögskýringargögnum. Af þessu tilefni kynnti ljósvakamiðill til sögunnar sérfræðing Háskólans á Akureyri í stjórnskipun. Í viðtalinu gerði sérfræðingurinn þrjár efnislegar athugasemdir við afgreiðslu málsins: Í fyrsta lagi taldi hann að ákvörðunin væri klaufaleg. Í öðru lagi áleit sérfræðingurinn vafamál að hún væri til bóta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í þriðja lagi lýsti sérfræðingurinn þeirri skoðun sinni að heppilegt hefði verið í ljósi fyrri atburða eða sniðugt fyrir handhafa forsetavalds að láta undirskrift málsskjala bíða heimkomu forseta Íslands. Það þarf ekki sérfræðing í stjórnskipunarrétti til þess að átta sig á því að klaufaskapur við afgreiðslu þessa máls getur aðeins snúist um það hvort ráðherra fór að réttum lögum eða ekki. Sérfræðingurinn gat enga veilu fundið þar á. Athugasemdin féll þar með dauð og ómerk. Önnur athugasemd sérfræðingsins laut að því að ákvörðun ráðherrans hefði ekki verið til bóta fyrir flokk hans. Sérhverjum leikmanni er þó ljóst að ráðherrann hefði beinlínis gerst brotlegur við lög ef hann hefði við afgreiðslu slíks erindis látið hagsmuni flokks síns ráða ákvörðun þar um eða tímasetningu hennar. Varðandi þriðju athugasemd sérfræðingsins er flestum ljós sú stjórnskipunarregla að ráðherra ber ábyrgð á embættisathöfnum forseta Íslands. Handhafar forsetavalds áttu því ekki neitt sjálfstætt val um að ákveða tímasetningu undirskriftar. Pólitískur leikaraskapur af þeirra hálfu hefði beinlínis verið brot á stjórnarskrá og enn fremur strítt gegn rétti umsækjanda til eðlilegrar málsmeðferðar. Þegar sérfræðingurinn vísar til fyrri atburða í áliti sínu er rétt að hafa í huga að einu atburðirnir sem ráðherra er heimilt að taka mið af við afgreiðslu slíks máls eru fordæmi um afgreiðslu sams konar erinda. Ef ráðherrann hefði notað aðra atburði sem fordæmi hefði hann brotið lög og brotið á rétti umsækjandans. Eina gilda álitaefnið við meðferð þessa máls er spurning um það hvort ráðherra hefði átt að víkja sæti. Samkvæmt vanhæfisreglum stjórnsýsluréttarins sýnist þó ekki hafa verið lagaleg þörf á því. Þessa spurningu nefndi sérfræðingurinn þó ekki einu orði. Í þessu sambandi er einnig rétt að hafa í huga að sérfræðingurinn lét ekki í ljós skoðun á því gilda pólitíska álitaefni hvort skynsamlegt hefði verið af þingmanninum fyrrverandi að sækja um uppreist æru. Það er stórt orð háskóli. Til slíkra stofnana má gera lágmarkskröfur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun