Herratískan heillar 31. ágúst 2006 08:30 Aníta er að vinna í Frúin í Hamborg á Akureyri en heldur til Bretlands í hinn fræga Central Saint Martins hönnunarskóla í september. MYND/heida.is „Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni. Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Mér finnst karlmannsfatnaður bara skemmtilegri," segir hin tvítuga Aníta Hirlekar sem nýverið fór að selja fatahönnun sína í versluninni KVK á Laugaveginum. Aníta er búsett á Akureyri og hannar bara karlmannsföt sem þykir ansi óvanalegt fyrir stúlku á hennar aldri enda mun fleiri sem snúa sér fyrst og fremst að hönnun kvennmannsfatnaðar. „Mér finnst mun meiri ákorun að hanna karlmannsfatnað enda komst ég að því þegar ég byrjaði að það eru ekki til nein snið fyrir karlmenn," segir Aníta og bætir því við að henni þykir miklu skemmtilegra að fá hrós frá karlmönnum fyrir fötin því að það sé sjaldgæfara.Skemmtilegt hettuvesti úr smiðju Anítu.Aníta er með fatahönnunina í blóðinu en mamma hennar, Anna Gunnarsdóttir, er einnig hönnuður og segist Aníta hafa lært allt um hönunn frá henni. Þrátt fyrir að vera bara nýskriðin út úr menntaskóla ætlar Aníta sér stóra hluti í framtíðinni en í september heldur hún út til London í hinn fræga hönnunarskóla Central Saint Martins þar sem hún mun verða á undirbúningnámskeiði til áramóta. „Ég verð í London til áramóta og svo held ég örugglega áfram þar eða fer til Parísar, mekka tískunnar," segir Aníta sem örugglega mun láta til sín taka í heimi tískunnar í framtíðinni.
Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira