Um okur og fleira 1. ágúst 2006 00:01 Miðað við umferðina út úr bænum á góðviðrisdögum í vikulok, þá er það ekki bara heima hjá mér, sem fallegur sumardagur kveikir löngun til að fara út úr bænum. Fólk þeysir af stað í bústaðinn eða bara eitthvert sem hugurinn girnist dragandi hjólhýsið, fellihýsið, tjaldvagninn eða bara með tjaldið í skottinu. Þessi löngun varð til þess að mesta sólskinsdeginum í Reykjavík í fyrrasumar eyddi ég á Kirkjubæjarklaustri, þar sem mest úrkoma á landinu mældist þann daginn. Á sólskinsdegi í fyrri viku þustum við hjónakornin enn úr sólinni í bænum í skýjaþykknið fyrir austan fjall. Nú var ekið vítt og breitt og skýjaþykknið því ekki til ama. Ferðin niður Þjórsárdalinn er mér efst í huga. Við skoðuðum Háafoss og Glanna sem eru ægifallegir og komum síðan að vininni í eyðimörkinni sem heitir því látlausa nafni Gjáin. Einhverjir höfðu komið þar að og fundist staðurinn ákjósanlegt tjaldstæði. Ég furða mig ekki á því. Á hinu hneykslast ég hins vegar að fólki detti í hug að þar eigi það að tjalda, jafnvel þó að engin séu merkin um að slíkt megi ekki. Einhverjir höfðu þó fengið þá eigingjörnu hugmynd einmitt þessa helgi. Slík hegðan er ástæða þess að því miður er nauðsynlegt að hafa spjöld hér og hvar til að kenna fólki mannasiði. Áður en náttúruperlurnar voru skoðaðar höfðum við fengið okkur súpu og salat uppi á hálendinu og fengum að borga fyrir það 1.600 kr. á haus. Við dauðsáum eftir þessum kaupum, því auðvitað á fólk að mótmæla verðlagningu af þessu tagi með því að kaupa ekki þjónustuna, en það kunnum við því miður svo illa hér á skerinu. Við látum alla okra á okkur. Það sést best á því að svör manna við skýrslu hagstofustjórans um ofurhátt verð á landbúnaðarvörum eru að allt sé svona dýrt. Konu skilst því helst að ekkert sé við okrinu að gera. Hún er ekki alveg sátt við það og telur eitt brýnasta verkefni þjóðmálanna að koma okkur út úr því okursamfélaginu. Ráðaleysi manna gagnvart okursamfélaginu finnst mér ná hámarki þegar stjórnmálamenn og ég held svei mér þá sumir hagfræðingar halda því fram að ekki þýði að lækka matarskattinn eða afnema vörugjöld vegna þess að einhverjir muni stinga andvirðinu í eigin vasa. Þessir einhverjir eru líkast til smásalarnir, því heildsalar heyra meira en minna fortíðinni til. Einhvern veginn finnst mér slíkur málflutningur hámark ráðaleysisins og minnir á þegar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri sagði, að ekki þýddi að sekta olíufélögin fyrir svindl vegna þess að þau mundu bara hækka verðið á bensíninu og láta okkur bjánana sem notum það borga sektina. Við neytendur þurfum að vera betur á verði og leggja meira á okkur en við gerum til að veita þeim sem selja okkur meira aðhald. Nýlegt embætti talsmanns neytenda ætti að koma til hjálpar og birta stöðugt upplýsingar um verðlag og bæta þannig við gott starf sem ASÍ vinnur í þeim efnum. Ríkisvaldið á auðvitað að ganga á undan og lækka gjöld og auka samkeppni á matvælamarkaði. Sanngjarnt verð á þeim vörum er líklegt til að vekja okkur til umhugsunar um okrið á gallabuxum, kjólum, mat, bjór og víni á veitingastöðum og öðru því sem okrað er á í okkar fagra landi. Áður en ég leiddist af leið að tala um okrið var ég með hugann við ferðina niður Þjórsárdalinn. Þegar komið var niður fyrir Búrfellsvirkjun benti leiðsögumaður minn á nánast hverja þúfu við ána, að mér fannst, og sagði að hér ætti að virkja og þarna ætti að virkja. Allt þetta rafmagn sem verður til á síðan að selja álverum fyrir slikk skildist mér á honum. Ég tek undir með fólkinu í Framtíðarlandinu og hvet til þess að við meira en stöldrum við í þessu virkjunaræði. Það er verðugt verkefni þeirra sem vilja láta kjósa sig næsta vor að gera kjósendum skýra grein fyrir áætlunum í virkjanamálum og afstöðu þeirra til slíkra áætlana. Ég á nefnilega bágt með að trúa því að það sé bara hún ég sem ekki hafi áttað sig á umfangi þeirra framkvæmda sem eru á þröskuldinum í þeim efnum. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Miðað við umferðina út úr bænum á góðviðrisdögum í vikulok, þá er það ekki bara heima hjá mér, sem fallegur sumardagur kveikir löngun til að fara út úr bænum. Fólk þeysir af stað í bústaðinn eða bara eitthvert sem hugurinn girnist dragandi hjólhýsið, fellihýsið, tjaldvagninn eða bara með tjaldið í skottinu. Þessi löngun varð til þess að mesta sólskinsdeginum í Reykjavík í fyrrasumar eyddi ég á Kirkjubæjarklaustri, þar sem mest úrkoma á landinu mældist þann daginn. Á sólskinsdegi í fyrri viku þustum við hjónakornin enn úr sólinni í bænum í skýjaþykknið fyrir austan fjall. Nú var ekið vítt og breitt og skýjaþykknið því ekki til ama. Ferðin niður Þjórsárdalinn er mér efst í huga. Við skoðuðum Háafoss og Glanna sem eru ægifallegir og komum síðan að vininni í eyðimörkinni sem heitir því látlausa nafni Gjáin. Einhverjir höfðu komið þar að og fundist staðurinn ákjósanlegt tjaldstæði. Ég furða mig ekki á því. Á hinu hneykslast ég hins vegar að fólki detti í hug að þar eigi það að tjalda, jafnvel þó að engin séu merkin um að slíkt megi ekki. Einhverjir höfðu þó fengið þá eigingjörnu hugmynd einmitt þessa helgi. Slík hegðan er ástæða þess að því miður er nauðsynlegt að hafa spjöld hér og hvar til að kenna fólki mannasiði. Áður en náttúruperlurnar voru skoðaðar höfðum við fengið okkur súpu og salat uppi á hálendinu og fengum að borga fyrir það 1.600 kr. á haus. Við dauðsáum eftir þessum kaupum, því auðvitað á fólk að mótmæla verðlagningu af þessu tagi með því að kaupa ekki þjónustuna, en það kunnum við því miður svo illa hér á skerinu. Við látum alla okra á okkur. Það sést best á því að svör manna við skýrslu hagstofustjórans um ofurhátt verð á landbúnaðarvörum eru að allt sé svona dýrt. Konu skilst því helst að ekkert sé við okrinu að gera. Hún er ekki alveg sátt við það og telur eitt brýnasta verkefni þjóðmálanna að koma okkur út úr því okursamfélaginu. Ráðaleysi manna gagnvart okursamfélaginu finnst mér ná hámarki þegar stjórnmálamenn og ég held svei mér þá sumir hagfræðingar halda því fram að ekki þýði að lækka matarskattinn eða afnema vörugjöld vegna þess að einhverjir muni stinga andvirðinu í eigin vasa. Þessir einhverjir eru líkast til smásalarnir, því heildsalar heyra meira en minna fortíðinni til. Einhvern veginn finnst mér slíkur málflutningur hámark ráðaleysisins og minnir á þegar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri sagði, að ekki þýddi að sekta olíufélögin fyrir svindl vegna þess að þau mundu bara hækka verðið á bensíninu og láta okkur bjánana sem notum það borga sektina. Við neytendur þurfum að vera betur á verði og leggja meira á okkur en við gerum til að veita þeim sem selja okkur meira aðhald. Nýlegt embætti talsmanns neytenda ætti að koma til hjálpar og birta stöðugt upplýsingar um verðlag og bæta þannig við gott starf sem ASÍ vinnur í þeim efnum. Ríkisvaldið á auðvitað að ganga á undan og lækka gjöld og auka samkeppni á matvælamarkaði. Sanngjarnt verð á þeim vörum er líklegt til að vekja okkur til umhugsunar um okrið á gallabuxum, kjólum, mat, bjór og víni á veitingastöðum og öðru því sem okrað er á í okkar fagra landi. Áður en ég leiddist af leið að tala um okrið var ég með hugann við ferðina niður Þjórsárdalinn. Þegar komið var niður fyrir Búrfellsvirkjun benti leiðsögumaður minn á nánast hverja þúfu við ána, að mér fannst, og sagði að hér ætti að virkja og þarna ætti að virkja. Allt þetta rafmagn sem verður til á síðan að selja álverum fyrir slikk skildist mér á honum. Ég tek undir með fólkinu í Framtíðarlandinu og hvet til þess að við meira en stöldrum við í þessu virkjunaræði. Það er verðugt verkefni þeirra sem vilja láta kjósa sig næsta vor að gera kjósendum skýra grein fyrir áætlunum í virkjanamálum og afstöðu þeirra til slíkra áætlana. Ég á nefnilega bágt með að trúa því að það sé bara hún ég sem ekki hafi áttað sig á umfangi þeirra framkvæmda sem eru á þröskuldinum í þeim efnum. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun