Íslenskir bændur búa á Kúbu 31. júlí 2006 00:01 Síðasta grein vakti meiri viðbrögð en vanalega. Ég birti þar lista yfir forsetningar framan við staðarnöfn landsins og bað fólk að leiðrétta þær sem rangar væru. Flestir leiðréttu villu mína um Norðfjörð. Það á að segja „í Neskaupstað" og „á Norðfirði" en ekki öfugt. Að auki hafði ég ritað tvö s í kaupstað. Þó var þetta eini staðurinn sem ég hringdi sérstaklega í og breytti réttu í rangt eftir samtal við lögregluna í Fjarðabyggð. Ég hefði betur hringt í málfarslögregluna. Þá benti Strandamaður á að Djúpavík beygist ekki í „Djúpuvík." Víkin er kennd við djúpin sem í henni eru. Sunnlendingur sagði að þaðan færu menn „inn á" hálendið. Þá sagðist kona fyrir norðan einatt fara „til Húsavíkur" og „til Akureyrar." Ég þakka ábendingarnar. En þá að grein vikunnar: Bóndi skrifaði í blaðið og var hissa á verðhækkunum verslana á lambakjöti. Þær hafi ekki skilað sér til hans. Kaupmaður svaraði um hæl og benti á milliliði sem höndla með kjötið á leið þess frá búi í búð. Bændur virðast ekki skilja eigið kerfi. Kerfið sem þeir sitja fastir í. Eins og flugur í neti. Því er ekki furða að við hin eigum stundum erfitt með að skilja það. Íslenskur landbúnaður virkar nær óskiljanlegur. Bóndi sýslar með 200 fjár allan ársins hring, fæðir það og hýsir, rýir og rekur, og fær í staðinn 200-300 krónur fyrir kjötkílóið einu sinni á ári. Ég keypti síðasta lærið á Dalvík í gær. Á 1.900 krónur kílóið. Og lambakjötsmenn státa sig af því að útlendingar borgi tvöfalt og þrefalt meira. Fyrir ullarreifið fær bóndinn fimmtíu kall ef hann er heppinn. Heilsárs ullarvöxtur á heiðum og í húsi gefur tuttugu mínútur á stöðumæli í miðbæ Reykjavíkur. Hvernig kemst þetta fólk af? Fyrir nokkrum árum dundu á okkur fréttir um fátækt í stéttinni og sannarlega eru bændur engir skattakóngar. Samt framleiða þeir „heimsins besta lambakjöt," eins og auglýsingarnar segja. Kaninn er meira að segja búinn að uppgötva það, kallar gúrmeti og heimtar meira. Við okkur blasir mynd: Fátækt fólk framleiðir lúxusvöru sem eftirsótt er á heimsmarkaði. Kannast lesendur við hana? Jú. Henni svipar til ástandsins á Kúbu. Úr sér gengið kerfi hefur haldið þjóð í heljargreipum svo lengi sem menn muna. Og yfir því trónir léttgeggjaður leiðtoginn sem fyrir löngu missti sambandið við veruleikann og lifir á ímyndinni einni. En afurðin er eftirsótt: frægasti smyglvarningur heims, Havanavindlar. Glaumgosar allra landa borga svimandi fjárhæðir fyrir kassann á meðan amma gamla situr sveitt og tannlaus heima á Kúbu og vefur tóbak fyrir dollara á dag. Íslenska lambakjötið slær í gegn á fremstu veitingahúsum vestra á meðan frostbitnir bændur brjótast í fjárhús til að gefa á garðann. Fyrir túkall á tímann. Samanburðurinn gengur óþægilega vel upp. Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Hérlendis flykkjast nýstöndugir borgarar í sveit á sumrin, kaupa jarðir, túttur og lopapeysu, þar til þeim líður „alveg eins og afa gamla" og njóta þess að strita upp á gamla móðinn. Helst eiga bændur að vera pikkfastir í gamla tímanum. Sumir borgarbúar hafa enn ekki tekið rúllubaggana í sátt. Helst eiga bændur að heyja upp á gamla lagið, svo notalegt að sjá heysátur með yfirbreiðslu þegar brunað er hjá í fína jeppanum. Ómeðvituð ósk Íslendinga er sú að landbúnaðurinn tæknivæðist ekki um of, fari ekki of langt inn í nútímann, heldur standi eins og minnisvarði um liðna tíð: síðasta vígi gamla Íslands. Á sama hátt mun sumum sárna þegar Kastró deyr og Kúba verður rifin út úr krúttlegri fortíðinni. Til að ná að lifa af undir kommúnismanum hefur kúbanska þjóðin þróað með sér hliðarhagkerfi, knúið af bandaríkjadölum úr vösum ferðamanna. Sumir lifa á því að leigja út heimili sín og búa í tjaldi árið um kring á meðan aðrir hafa tjaldað yfir sál sína og leigja út líkamann. Vændi mun vera undirstöðuatvinnugrein á Kúbu. Á sama hátt hefur íslenski bóndinn reynt að bjarga sér þar sem hann situr fastur í hálf-kommúnísku kerfi fortíðar. Og rétt eins og á Kúbu er stílað á túrismann. Bændur breyta jörðum sínum í golfvelli, selja þær undir sumarhús, setja upp leiktæki og húsdýragarða, breyta fjósum og fjárhúsum í hótel. Ferðaþjónusta bænda. Kúba selur dætur sínar. Ísland selur nætur sínar. Og yfir öllu ríkir leiðtoginn: léttgeggjaður forngripur sem vér grínistar höfum óvart hæpað upp úr hófi fram svo hann er orðinn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Samt er hann maðurinn sem engu vill breyta, sem ríkir eins og konungur yfir fátækt bænda og lifir á ímyndinni einni. Guðni Ágústsson er Kastró og íslenskur landbúnaður er Kúba. Gagnvart þeirri staðreynd er Geir H. Haarde jafn ráðalaus og Bush gagnvart félaga Fídel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Síðasta grein vakti meiri viðbrögð en vanalega. Ég birti þar lista yfir forsetningar framan við staðarnöfn landsins og bað fólk að leiðrétta þær sem rangar væru. Flestir leiðréttu villu mína um Norðfjörð. Það á að segja „í Neskaupstað" og „á Norðfirði" en ekki öfugt. Að auki hafði ég ritað tvö s í kaupstað. Þó var þetta eini staðurinn sem ég hringdi sérstaklega í og breytti réttu í rangt eftir samtal við lögregluna í Fjarðabyggð. Ég hefði betur hringt í málfarslögregluna. Þá benti Strandamaður á að Djúpavík beygist ekki í „Djúpuvík." Víkin er kennd við djúpin sem í henni eru. Sunnlendingur sagði að þaðan færu menn „inn á" hálendið. Þá sagðist kona fyrir norðan einatt fara „til Húsavíkur" og „til Akureyrar." Ég þakka ábendingarnar. En þá að grein vikunnar: Bóndi skrifaði í blaðið og var hissa á verðhækkunum verslana á lambakjöti. Þær hafi ekki skilað sér til hans. Kaupmaður svaraði um hæl og benti á milliliði sem höndla með kjötið á leið þess frá búi í búð. Bændur virðast ekki skilja eigið kerfi. Kerfið sem þeir sitja fastir í. Eins og flugur í neti. Því er ekki furða að við hin eigum stundum erfitt með að skilja það. Íslenskur landbúnaður virkar nær óskiljanlegur. Bóndi sýslar með 200 fjár allan ársins hring, fæðir það og hýsir, rýir og rekur, og fær í staðinn 200-300 krónur fyrir kjötkílóið einu sinni á ári. Ég keypti síðasta lærið á Dalvík í gær. Á 1.900 krónur kílóið. Og lambakjötsmenn státa sig af því að útlendingar borgi tvöfalt og þrefalt meira. Fyrir ullarreifið fær bóndinn fimmtíu kall ef hann er heppinn. Heilsárs ullarvöxtur á heiðum og í húsi gefur tuttugu mínútur á stöðumæli í miðbæ Reykjavíkur. Hvernig kemst þetta fólk af? Fyrir nokkrum árum dundu á okkur fréttir um fátækt í stéttinni og sannarlega eru bændur engir skattakóngar. Samt framleiða þeir „heimsins besta lambakjöt," eins og auglýsingarnar segja. Kaninn er meira að segja búinn að uppgötva það, kallar gúrmeti og heimtar meira. Við okkur blasir mynd: Fátækt fólk framleiðir lúxusvöru sem eftirsótt er á heimsmarkaði. Kannast lesendur við hana? Jú. Henni svipar til ástandsins á Kúbu. Úr sér gengið kerfi hefur haldið þjóð í heljargreipum svo lengi sem menn muna. Og yfir því trónir léttgeggjaður leiðtoginn sem fyrir löngu missti sambandið við veruleikann og lifir á ímyndinni einni. En afurðin er eftirsótt: frægasti smyglvarningur heims, Havanavindlar. Glaumgosar allra landa borga svimandi fjárhæðir fyrir kassann á meðan amma gamla situr sveitt og tannlaus heima á Kúbu og vefur tóbak fyrir dollara á dag. Íslenska lambakjötið slær í gegn á fremstu veitingahúsum vestra á meðan frostbitnir bændur brjótast í fjárhús til að gefa á garðann. Fyrir túkall á tímann. Samanburðurinn gengur óþægilega vel upp. Túristar flykkjast til Kúbu af því það er svo krúttlegt að sjá fólkið þar fast í fortíðinni, svona sjarmerandi fátækt, á öllum þessum gömlu bílum og spilandi þessa gömlu tónlist. Hérlendis flykkjast nýstöndugir borgarar í sveit á sumrin, kaupa jarðir, túttur og lopapeysu, þar til þeim líður „alveg eins og afa gamla" og njóta þess að strita upp á gamla móðinn. Helst eiga bændur að vera pikkfastir í gamla tímanum. Sumir borgarbúar hafa enn ekki tekið rúllubaggana í sátt. Helst eiga bændur að heyja upp á gamla lagið, svo notalegt að sjá heysátur með yfirbreiðslu þegar brunað er hjá í fína jeppanum. Ómeðvituð ósk Íslendinga er sú að landbúnaðurinn tæknivæðist ekki um of, fari ekki of langt inn í nútímann, heldur standi eins og minnisvarði um liðna tíð: síðasta vígi gamla Íslands. Á sama hátt mun sumum sárna þegar Kastró deyr og Kúba verður rifin út úr krúttlegri fortíðinni. Til að ná að lifa af undir kommúnismanum hefur kúbanska þjóðin þróað með sér hliðarhagkerfi, knúið af bandaríkjadölum úr vösum ferðamanna. Sumir lifa á því að leigja út heimili sín og búa í tjaldi árið um kring á meðan aðrir hafa tjaldað yfir sál sína og leigja út líkamann. Vændi mun vera undirstöðuatvinnugrein á Kúbu. Á sama hátt hefur íslenski bóndinn reynt að bjarga sér þar sem hann situr fastur í hálf-kommúnísku kerfi fortíðar. Og rétt eins og á Kúbu er stílað á túrismann. Bændur breyta jörðum sínum í golfvelli, selja þær undir sumarhús, setja upp leiktæki og húsdýragarða, breyta fjósum og fjárhúsum í hótel. Ferðaþjónusta bænda. Kúba selur dætur sínar. Ísland selur nætur sínar. Og yfir öllu ríkir leiðtoginn: léttgeggjaður forngripur sem vér grínistar höfum óvart hæpað upp úr hófi fram svo hann er orðinn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Samt er hann maðurinn sem engu vill breyta, sem ríkir eins og konungur yfir fátækt bænda og lifir á ímyndinni einni. Guðni Ágústsson er Kastró og íslenskur landbúnaður er Kúba. Gagnvart þeirri staðreynd er Geir H. Haarde jafn ráðalaus og Bush gagnvart félaga Fídel.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun