Bætum kjör láglaunafólks! 21. júlí 2006 00:01 Íslendingar eru lausir við margvíslegan vanda annarra þjóða. Hér er almenn velmegun, og menn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt. En á velmegun okkar er þó skuggahlið. Það er erfitt að vera fátækur á Íslandi. Verðlag hér er allt of hátt, sérstaklega á matvælum og öðrum nauðsynjum. Samkvæmt skýrslu norræns samkeppniseftirlits frá árslokum 2005 var matvælaverð hér 42% hærra að meðaltali en í löndum Evrópusambandsins. Sjálfur finn ég óþyrmilega fyrir háu matvælaverði hér eftir hálfs árs dvöl erlendis. Ég hristi stundum höfuðið úti í búð. Besta leiðin til að bæta kjör láglaunafólks er ekki að knýja fram kauphækkanir, sem skila sér annaðhvort í auknu atvinnuleysi, af því að vinnuveitendur sjá sér ekki lengur hag í að ráða þetta fólk í vinnu, eða í aukinni verðbólgu. Besta leiðin er að lækka verð á nauðsynjum. Nýlega skilaði sérstök nefnd forsætisráðherra um málið skýrslu. Hún klofnaði sem vænta mætti, þar sem neytendur og bændur hafa ólíka hagsmuni. En það var ánægjulegt, að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar tóku myndarlega undir sjónarmið neytenda, eins og þeir eiga að gera, en hafa ekki alltaf gert. Þeir vilja lækka verð á matvælum með því að fella niður vörugjöld og tolla á þeim og leyfa frjálsan innflutning, þar sem það er nú bannað, til dæmis á mjólk og kjöti. Þetta er auðvitað eina ráðið, sem hið opinbera hefur í hendi sér til að lækka matvælaverð. Það er síðan rétt, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur bent á, að fákeppni er á matvælamarkaði og því þess vegna ekki að treysta, að ávinningurinn skili sér óskiptur í vasa neytenda. Til þess þarf að efla samkeppni, en það verður best gert með því að auðvelda nýjum aðilum að komast inn á matvælamarkaðinn og hefja samkeppni við hina gömlu. Það er líka skref í rétta átt, ef virðisaukaskattur af mat á veitingahúsum verður 14%, eins og er á heimilismat. Ferðamenn súpa hveljur, þegar þeir sjá matseðla á íslenskum gildaskálum. Það myndi líka bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þjóðarinnar stórlega, yrðu vörugjöld og tollar felldir niður á léttum vínum, en rannsóknir sýna, að við neyslu þeirra dregur stórlega úr hættunni á hjartasjúkdómum, sem kosta heilbrigðisþjónustuna íslensku ómælt fé á hverju ári. Þær breytingar, sem Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar mæltu fyrir í nefnd forsætisráðherra, eru skynsamlegar, en hlutverk stjórnmálamanna að ná sáttum við bændur um þær. Róttækar breytingar á rekstrarumhverfi íslenskra matvælaframleiðenda verða vitaskuld ekki gerðar nema í nánu samráði við þá. En spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur landbúnaðarvöru, heldur hvernig og hvenær. Á það er að líta, að bændum hefur fækkað og atkvæðisréttur þeirra er ekki lengur margfaldur. Þeir kæra sig ekki heldur allir um vernd ríkisins: Sumir þeirra treysta sér til að hefja samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Þjóðin er einnig orðin nógu rík til að geta tryggt, að bændur beri ekki skarðan hlut frá borði. Hef ég áður sett fram hugmyndir um það verkefni (frjálsara framsal jarða, breyting framleiðslusamvinnufélaga í hlutafélög, sem gera myndi marga bændur að stóreignamönnum, og greiðari uppkaup á stuðningsréttinum, sem bændur njóta frá ríkinu). Nefnd forsætisráðherra fór ekki út fyrir erindisbréf sitt. En er ekki skynsamlegast að bæta kjör láglaunafólks með því að fella niður vörugjöld og tolla af öllum innfluttum vörum og lækka tekjuskatt á einstaklinga niður í hið sama og fyrirtæki greiða, 18%? Þetta er ekki stórt hlutfall af tekjum ríkisins, sem er raunar prýðilega aflögufært um þessar mundir, og auk þess myndu almennar skatttekjur ríkisins aukast við lægri skattheimtu þess. Þessi breyting myndi stórlega einfalda starfsemi innflutningsfyrirtækja, en tollgæslan gæti einbeitt sér að því að framfylgja af krafti banni við innflutningi ólöglegra vopna og fíkniefna. Markmiðið ætti að vera að gera allt Ísland að einni fríhöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Skoðanir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Íslendingar eru lausir við margvíslegan vanda annarra þjóða. Hér er almenn velmegun, og menn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt. En á velmegun okkar er þó skuggahlið. Það er erfitt að vera fátækur á Íslandi. Verðlag hér er allt of hátt, sérstaklega á matvælum og öðrum nauðsynjum. Samkvæmt skýrslu norræns samkeppniseftirlits frá árslokum 2005 var matvælaverð hér 42% hærra að meðaltali en í löndum Evrópusambandsins. Sjálfur finn ég óþyrmilega fyrir háu matvælaverði hér eftir hálfs árs dvöl erlendis. Ég hristi stundum höfuðið úti í búð. Besta leiðin til að bæta kjör láglaunafólks er ekki að knýja fram kauphækkanir, sem skila sér annaðhvort í auknu atvinnuleysi, af því að vinnuveitendur sjá sér ekki lengur hag í að ráða þetta fólk í vinnu, eða í aukinni verðbólgu. Besta leiðin er að lækka verð á nauðsynjum. Nýlega skilaði sérstök nefnd forsætisráðherra um málið skýrslu. Hún klofnaði sem vænta mætti, þar sem neytendur og bændur hafa ólíka hagsmuni. En það var ánægjulegt, að fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar tóku myndarlega undir sjónarmið neytenda, eins og þeir eiga að gera, en hafa ekki alltaf gert. Þeir vilja lækka verð á matvælum með því að fella niður vörugjöld og tolla á þeim og leyfa frjálsan innflutning, þar sem það er nú bannað, til dæmis á mjólk og kjöti. Þetta er auðvitað eina ráðið, sem hið opinbera hefur í hendi sér til að lækka matvælaverð. Það er síðan rétt, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur bent á, að fákeppni er á matvælamarkaði og því þess vegna ekki að treysta, að ávinningurinn skili sér óskiptur í vasa neytenda. Til þess þarf að efla samkeppni, en það verður best gert með því að auðvelda nýjum aðilum að komast inn á matvælamarkaðinn og hefja samkeppni við hina gömlu. Það er líka skref í rétta átt, ef virðisaukaskattur af mat á veitingahúsum verður 14%, eins og er á heimilismat. Ferðamenn súpa hveljur, þegar þeir sjá matseðla á íslenskum gildaskálum. Það myndi líka bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þjóðarinnar stórlega, yrðu vörugjöld og tollar felldir niður á léttum vínum, en rannsóknir sýna, að við neyslu þeirra dregur stórlega úr hættunni á hjartasjúkdómum, sem kosta heilbrigðisþjónustuna íslensku ómælt fé á hverju ári. Þær breytingar, sem Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar mæltu fyrir í nefnd forsætisráðherra, eru skynsamlegar, en hlutverk stjórnmálamanna að ná sáttum við bændur um þær. Róttækar breytingar á rekstrarumhverfi íslenskra matvælaframleiðenda verða vitaskuld ekki gerðar nema í nánu samráði við þá. En spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur landbúnaðarvöru, heldur hvernig og hvenær. Á það er að líta, að bændum hefur fækkað og atkvæðisréttur þeirra er ekki lengur margfaldur. Þeir kæra sig ekki heldur allir um vernd ríkisins: Sumir þeirra treysta sér til að hefja samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Þjóðin er einnig orðin nógu rík til að geta tryggt, að bændur beri ekki skarðan hlut frá borði. Hef ég áður sett fram hugmyndir um það verkefni (frjálsara framsal jarða, breyting framleiðslusamvinnufélaga í hlutafélög, sem gera myndi marga bændur að stóreignamönnum, og greiðari uppkaup á stuðningsréttinum, sem bændur njóta frá ríkinu). Nefnd forsætisráðherra fór ekki út fyrir erindisbréf sitt. En er ekki skynsamlegast að bæta kjör láglaunafólks með því að fella niður vörugjöld og tolla af öllum innfluttum vörum og lækka tekjuskatt á einstaklinga niður í hið sama og fyrirtæki greiða, 18%? Þetta er ekki stórt hlutfall af tekjum ríkisins, sem er raunar prýðilega aflögufært um þessar mundir, og auk þess myndu almennar skatttekjur ríkisins aukast við lægri skattheimtu þess. Þessi breyting myndi stórlega einfalda starfsemi innflutningsfyrirtækja, en tollgæslan gæti einbeitt sér að því að framfylgja af krafti banni við innflutningi ólöglegra vopna og fíkniefna. Markmiðið ætti að vera að gera allt Ísland að einni fríhöfn.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun