Höfundarverk og virðing 20. júlí 2006 00:01 Glæsileg þykir mér afmælissýning Gerðarsafns í Kópavogi á málverkum Jóhannesar Kjarval í eigu Landsbanka Íslands. Merkilegastar og óvenjulegastar á sýngunni munu mörgum áhorfendum að mestum líkindum þykja mannamyndirnar, sem hanga jafnan í bankaráðsherbergi Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Þessar myndir af Tryggva Gunnarssyni og öðrum gömlum bankastjórum sýna breiddina og snilldina í sköpunarverki listamannsins. Klassískar mannamyndir af þessu tagi höfðu ekki áður verið málaðar á Íslandi, og ein myndin, hin yngsta í röðinni, af Birni Kristjánssyni, skósmiðnum, sem var gerður að bankastjóra, krókurinn beygðist snemma, var djörf tilraun til nýsköpunar í íslenzkri mannamyndagerð og sór sig í ætt við sumar mannamyndir Vincents van Gogh, sem Íslendingar höfðu þá fæstir séð með eigin augum. Þetta er ekki eina Kjarvalsveizlan á boðstólum, því að á 120 ára afmæli Kjarvals í fyrrahaust gaf Nesútgáfan á Seltjarnarnesi út mikla og mjög glæsilega bók með miklum fjölda mynda Kjarvals auk rækilegs efnis um líf og störf listamannsins frá ýmsum hliðum. Þessi bók sómir sér vel meðal veglegustu listaverkabóka heimsins, svo vel er hún úr garði gerð í alla staði. Kjarval var ekki bara landslag. Bókin spannar alla ævi meistarans og vitnar enn frekar en sýningin í Gerðarsafni um sjaldgæfa fjölhæfni. Kjarval málaði myndir af öllu tagi, hann gerði meira að segja klassíska brjóstmynd úr gifsi, enda þótt landslagsmyndirnar féllu á sínum tíma bezt að vanaföstum smekk Íslendinga og löðuðu Kjarval efalítið til landslagsmyndagerðar frekar en til annarra verka. Það má hafa til marks um þungbæra og langdræga einangrun Íslands og íslenzkrar listar frá umheiminum fyrir tilstilli innilokunarstefnu stjórnvalda á fyrri tíð, að Kjarval skuli enn vera svo gott sem einkaeign íslenzku þjóðarinnar. Nafn hans ætti þó að réttu lagi að vera víðþekkt meðal listamanna og listunnenda um alla álfuna. Bókin góða mun vonandi verða til þess að vekja síðbúna athygli á Kjarval í öðrum löndum. Það er raunalegt, að enn, röskum aldarþriðjungi eftir andlát hans, skuli vera óútkljáður harkalegur ágreiningur afkomenda Kjarvals við yfirvöld vegna meðferðar á dánarbúi listamannsins. Meira um myndir: furðulegar þóttu mér fréttirnar af því fyrr í sumar, þegar nýr borgarstjóri Reykvíkinga lét hengja málverk Svölu Þórisdóttur Salman af Bjarna Benediktssyni, fyrrum borgarstjóra, upp aftur í Höfða, húsi borgarinnar. Borgarstjórinn sagði ekki orð um Bjarna Benediktsson við fréttamenn og nefndi Svölu ekki heldur á nafn, heldur virtist honum mest í mun að saka andstæðinga sína um að hafa á sínum tíma látið fjarlægja myndina af Bjarna af annarlegum ástæðum. Hefði ekki verið nær að nota tækifærið til að rifja upp minninguna um Bjarna Benediktsson? borgarstjórann, sem mótmælti staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni; utanríkisráðherrann, sem leiddi Ísland inn í Atlantshafsbandalagið; forsætisráðherrann, sem leiddi róttækustu umbótastjórn Íslandssögunnar, viðreisnarstjórnina, 1963-70 (og byrjaði að reykja, þegar síldin hvarf, og hætti, þegar síldin birtist aftur). Það hefði einnig átt vel við að minnast Svölu Þórisdóttur (1945-1998), því að mynd hennar af Bjarna Benediktssyni er mikið listaverk. Svölu var síðar falið að mála mynd af Geir Hallgrímssyni, fyrrum borgarstjóra og forsætisráðherra. Hún sýndi mér myndina í smíðum, ég bjó þá í Washington eins og hún: það var ævintýri líkast að sjá slíka meistarasmíð verða til. Æ síðan hafa mér þótt þessar tvær myndir Svölu Þórisdóttur vera meðal beztu mannamynda á Íslandi. Myndin af Geir hangir á heimili hans og konu hans, Ernu Finnsdóttur, í Reykjavík. Svala var Þingeyingur í húð og hár og lærði myndlist í Oxford á Englandi og bjó um skeið í Seúl í Suður-Kóreu, áður en hún fluttist til Washington, svo að sum myndverk hennar bera keim af austurlenzkri list eins og þeir, sem sáu minningarsýningu á verkum hennar í Gerðarsafni 1999, munu kannski kannast við. Þegar það spurðist í stjórnarráðið í Seúl, að ung stúlka frá Oxford væri þangað komin til langdvalar, var hún kvödd til að kenna heimamönnum ensku. Og þannig stendur á því, sagði Svala síðar, að gervöll utanríkisþjónusta Suður-Kóreu talar ensku með þykkum þingeyskum hreim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Glæsileg þykir mér afmælissýning Gerðarsafns í Kópavogi á málverkum Jóhannesar Kjarval í eigu Landsbanka Íslands. Merkilegastar og óvenjulegastar á sýngunni munu mörgum áhorfendum að mestum líkindum þykja mannamyndirnar, sem hanga jafnan í bankaráðsherbergi Landsbankans í Austurstræti í Reykjavík. Þessar myndir af Tryggva Gunnarssyni og öðrum gömlum bankastjórum sýna breiddina og snilldina í sköpunarverki listamannsins. Klassískar mannamyndir af þessu tagi höfðu ekki áður verið málaðar á Íslandi, og ein myndin, hin yngsta í röðinni, af Birni Kristjánssyni, skósmiðnum, sem var gerður að bankastjóra, krókurinn beygðist snemma, var djörf tilraun til nýsköpunar í íslenzkri mannamyndagerð og sór sig í ætt við sumar mannamyndir Vincents van Gogh, sem Íslendingar höfðu þá fæstir séð með eigin augum. Þetta er ekki eina Kjarvalsveizlan á boðstólum, því að á 120 ára afmæli Kjarvals í fyrrahaust gaf Nesútgáfan á Seltjarnarnesi út mikla og mjög glæsilega bók með miklum fjölda mynda Kjarvals auk rækilegs efnis um líf og störf listamannsins frá ýmsum hliðum. Þessi bók sómir sér vel meðal veglegustu listaverkabóka heimsins, svo vel er hún úr garði gerð í alla staði. Kjarval var ekki bara landslag. Bókin spannar alla ævi meistarans og vitnar enn frekar en sýningin í Gerðarsafni um sjaldgæfa fjölhæfni. Kjarval málaði myndir af öllu tagi, hann gerði meira að segja klassíska brjóstmynd úr gifsi, enda þótt landslagsmyndirnar féllu á sínum tíma bezt að vanaföstum smekk Íslendinga og löðuðu Kjarval efalítið til landslagsmyndagerðar frekar en til annarra verka. Það má hafa til marks um þungbæra og langdræga einangrun Íslands og íslenzkrar listar frá umheiminum fyrir tilstilli innilokunarstefnu stjórnvalda á fyrri tíð, að Kjarval skuli enn vera svo gott sem einkaeign íslenzku þjóðarinnar. Nafn hans ætti þó að réttu lagi að vera víðþekkt meðal listamanna og listunnenda um alla álfuna. Bókin góða mun vonandi verða til þess að vekja síðbúna athygli á Kjarval í öðrum löndum. Það er raunalegt, að enn, röskum aldarþriðjungi eftir andlát hans, skuli vera óútkljáður harkalegur ágreiningur afkomenda Kjarvals við yfirvöld vegna meðferðar á dánarbúi listamannsins. Meira um myndir: furðulegar þóttu mér fréttirnar af því fyrr í sumar, þegar nýr borgarstjóri Reykvíkinga lét hengja málverk Svölu Þórisdóttur Salman af Bjarna Benediktssyni, fyrrum borgarstjóra, upp aftur í Höfða, húsi borgarinnar. Borgarstjórinn sagði ekki orð um Bjarna Benediktsson við fréttamenn og nefndi Svölu ekki heldur á nafn, heldur virtist honum mest í mun að saka andstæðinga sína um að hafa á sínum tíma látið fjarlægja myndina af Bjarna af annarlegum ástæðum. Hefði ekki verið nær að nota tækifærið til að rifja upp minninguna um Bjarna Benediktsson? borgarstjórann, sem mótmælti staðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni; utanríkisráðherrann, sem leiddi Ísland inn í Atlantshafsbandalagið; forsætisráðherrann, sem leiddi róttækustu umbótastjórn Íslandssögunnar, viðreisnarstjórnina, 1963-70 (og byrjaði að reykja, þegar síldin hvarf, og hætti, þegar síldin birtist aftur). Það hefði einnig átt vel við að minnast Svölu Þórisdóttur (1945-1998), því að mynd hennar af Bjarna Benediktssyni er mikið listaverk. Svölu var síðar falið að mála mynd af Geir Hallgrímssyni, fyrrum borgarstjóra og forsætisráðherra. Hún sýndi mér myndina í smíðum, ég bjó þá í Washington eins og hún: það var ævintýri líkast að sjá slíka meistarasmíð verða til. Æ síðan hafa mér þótt þessar tvær myndir Svölu Þórisdóttur vera meðal beztu mannamynda á Íslandi. Myndin af Geir hangir á heimili hans og konu hans, Ernu Finnsdóttur, í Reykjavík. Svala var Þingeyingur í húð og hár og lærði myndlist í Oxford á Englandi og bjó um skeið í Seúl í Suður-Kóreu, áður en hún fluttist til Washington, svo að sum myndverk hennar bera keim af austurlenzkri list eins og þeir, sem sáu minningarsýningu á verkum hennar í Gerðarsafni 1999, munu kannski kannast við. Þegar það spurðist í stjórnarráðið í Seúl, að ung stúlka frá Oxford væri þangað komin til langdvalar, var hún kvödd til að kenna heimamönnum ensku. Og þannig stendur á því, sagði Svala síðar, að gervöll utanríkisþjónusta Suður-Kóreu talar ensku með þykkum þingeyskum hreim.