Kjötflokkarnir 10. júlí 2006 00:01 B og D fóru saman í stjórn í Reykjavík og um land allt. Þrátt fyrir að tapa kosningunum skreið litli upp í til stóra fyrir norðan, sunnan, austan og vestan. Við horfðum á og fylltumst viðbjóði. Svo var það gleymt eins og annað. Mánuði síðar var búið að endurhanna litla með glænýjum ráðherrum og fúlskeggjuðu formannsefni. Gamalt vín á nýjum belgjum gekk í gullfiskaþjóð: Í næstu könnun var hann orðinn aðeins stærri. Og nú siglum við til kosninga með flokkana tvo á nýjum fötum með ný andlit. Og nýjar línur. Allt skal nú gleymt sem liðið er. Því senn skal sest að kötlunum á ný. Kjötflokkarnir kætast. Fyrsti flokkur og annar flokkur. Þeir eiga svo gott með að starfa saman. Hálfnorski hamborgarahryggurinn og brúnaþunga súpukjötið frá SS. Seiga kjötið og feita kjötið. Á því munu borgarbúar og landsmenn þurfa að japla enn og aftur næstu árin, jafnvel þótt sumir séu fyrir löngu komnir með kjötóþol og aðrir séu yfirlýstar grænmetisætur. Frímúraður bógur í öðrum flokki kveður sér hljóðs; vill verða formaður og lofar öllu fögru; segir stóriðjustefnu lokið. Stóriðjustefnu Framsóknar er formlega lokið. Reyndar er Kárahnjúkastíflu enn ekki lokið. Reyndar er verið reisa risaálver á Reyðarfirði, sem tekur ekki til starfa fyrr en að ári. Reyndar er nýbúið að lofa Húsvíkingum álveri sem ekki er einu sinni byrjað að reisa. Og talað er um annað í Helguvík. Auk stækkunar í Straumsvík. En stóriðjustefnu er lokið. Ég er hættur að reykja en á reyndar þrjú karton inni í skáp og mun að sjálfsögðu klára þau. Bógur hefur ferilinn á fyndnu nótunum og Moggi klappar hann upp: "Snilldarflétta hjá nýjum iðnaðarráðherra". Því nú er tími fyrirgefningar. Og friðar. Ég þori ekki að segja ástar. Því ritstjórinn er farinn að vinna í opnu rými. Helstu talsmenn kjötflokkanna boða okkur mikinn fögnuð. Með einu pennastriki skal slegið yfir deilur fortíðar. Framsókn er á móti stóriðjustefnunni og Mogginn er hættur að vega úr launsátri. Hættur að hata fólk og leggja í einelti. Hættur að þegja yfir vondum fréttum af sínu fólki. Hættur að slá þeim góðu upp. Ritstjórinn er hættur að vera mafíós. Í sama blaði og gamli skúrkur biður þjóðina fyrirgefningar birtir hann tveggja opnu viðtal við frægan mann í Flórída. Væntanlega hefur það verið ritskoðað í anda nýrrar sáttastefnu blaðsins. Stuttu síðar er svo Ingibjörgu Sólrúnu boðið upp í dans á miðopnu blaðsins, í sárabætur fyrir eineltið sem hún hefur orðið að þola í allan vetur. Ritstjórinn er eins og erfiður maki. Ömurlegur alla daga en yndislegur þegar hann tekur sig til. Og hann heldur að það dugi. Einlægur og alsaklaus á svip býður hann okkur fulla sátt. Eins og Guðfaðirinn á góðum degi. Og á bak við hann sitja nýju mennirnir í stjórn Árvakurs og yppa öxlum. Sumum peningum fylgja engin völd. Það er ábyrgðarhlutur að hreyfa ekki við þessu ástandi. Íslenskt samfélag getur aldrei orðið heilbrigt á meðan "virtasti" fjölmiðill þess er dulbúið flokksgagn sem hegðar sér eins og armasti síkkópati; heilsar fólki með annarri hendi en stingur í bakið með hinni. Sumir reyna að láta eins og Mogginn sé ekki til en það er erfitt á meðan helmingur landsmanna les hann. Aðrir leyfa honum kyssa sig á kinnina í dag, bara til að vera sviknir á morgun. Hér er engin leið út önnur en sú augljósa. Því annars hjökkum við bara áfram í sama farinu. Kjötflokkarnir halda völdum um alla eilífð með öllum sínum ömurlegu helmingaskiptum og reglulegu sinnaskiptum. Ári fyrir kosningar munu þeir alltaf koma til okkar eins og iðrandi afbrotamenn sem afneita eigin stefnu. "Stóriðjustefna, ha? Nei nei, elskan mín. Við erum löngu hættir með hana. Nú erum við fyrst og fremst flokkur þekkingariðnaðarins." Rétt eins og gamli góði Villi gerði í vor: "Blár karlaflokkur, ha? Nei nei. Við erum bleikur jafnréttisflokkur." Með sama hætti gæti nýr utanríkisráðherra senn afneitað þátttöku okkar í Íraksstríðinu. "Ja, þetta var nú reyndar ákvörðun þeirra Halldórs og Davíðs. Þeir eru nú báðir hættir í pólitík og því má segja að við höfum líka hætt stuðningi okkar við stríðið. Þannig að Írakssmálið er úr sögunni, að mínu mati, og á ekkert að þurfa að þvælast fyrir okkur í kosningunum." Sömuleiðis gæti forsætisráðherra sagt: "Varnir Íslands? Ja, ég get ekki séð að Ísland þurfi neinar varnir. Gömlu mennirnir voru með þetta á heilanum en nú er Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst flokkur sjálfstæðis, í þessum málum sem öðrum." Landbúnaðarráðherra getur hinsvegar haldið sig við hefðbundna frasa sé hann spurður um hátt verð á landbúnaðarafurðum: "Íslenska sauðkindin er dýr." Það er ekki mikið eftir á beinunum hjá kjötflokkunum. En þá segjast þeir bara vera orðnir grænmetisætur. Voða góðir og grænir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
B og D fóru saman í stjórn í Reykjavík og um land allt. Þrátt fyrir að tapa kosningunum skreið litli upp í til stóra fyrir norðan, sunnan, austan og vestan. Við horfðum á og fylltumst viðbjóði. Svo var það gleymt eins og annað. Mánuði síðar var búið að endurhanna litla með glænýjum ráðherrum og fúlskeggjuðu formannsefni. Gamalt vín á nýjum belgjum gekk í gullfiskaþjóð: Í næstu könnun var hann orðinn aðeins stærri. Og nú siglum við til kosninga með flokkana tvo á nýjum fötum með ný andlit. Og nýjar línur. Allt skal nú gleymt sem liðið er. Því senn skal sest að kötlunum á ný. Kjötflokkarnir kætast. Fyrsti flokkur og annar flokkur. Þeir eiga svo gott með að starfa saman. Hálfnorski hamborgarahryggurinn og brúnaþunga súpukjötið frá SS. Seiga kjötið og feita kjötið. Á því munu borgarbúar og landsmenn þurfa að japla enn og aftur næstu árin, jafnvel þótt sumir séu fyrir löngu komnir með kjötóþol og aðrir séu yfirlýstar grænmetisætur. Frímúraður bógur í öðrum flokki kveður sér hljóðs; vill verða formaður og lofar öllu fögru; segir stóriðjustefnu lokið. Stóriðjustefnu Framsóknar er formlega lokið. Reyndar er Kárahnjúkastíflu enn ekki lokið. Reyndar er verið reisa risaálver á Reyðarfirði, sem tekur ekki til starfa fyrr en að ári. Reyndar er nýbúið að lofa Húsvíkingum álveri sem ekki er einu sinni byrjað að reisa. Og talað er um annað í Helguvík. Auk stækkunar í Straumsvík. En stóriðjustefnu er lokið. Ég er hættur að reykja en á reyndar þrjú karton inni í skáp og mun að sjálfsögðu klára þau. Bógur hefur ferilinn á fyndnu nótunum og Moggi klappar hann upp: "Snilldarflétta hjá nýjum iðnaðarráðherra". Því nú er tími fyrirgefningar. Og friðar. Ég þori ekki að segja ástar. Því ritstjórinn er farinn að vinna í opnu rými. Helstu talsmenn kjötflokkanna boða okkur mikinn fögnuð. Með einu pennastriki skal slegið yfir deilur fortíðar. Framsókn er á móti stóriðjustefnunni og Mogginn er hættur að vega úr launsátri. Hættur að hata fólk og leggja í einelti. Hættur að þegja yfir vondum fréttum af sínu fólki. Hættur að slá þeim góðu upp. Ritstjórinn er hættur að vera mafíós. Í sama blaði og gamli skúrkur biður þjóðina fyrirgefningar birtir hann tveggja opnu viðtal við frægan mann í Flórída. Væntanlega hefur það verið ritskoðað í anda nýrrar sáttastefnu blaðsins. Stuttu síðar er svo Ingibjörgu Sólrúnu boðið upp í dans á miðopnu blaðsins, í sárabætur fyrir eineltið sem hún hefur orðið að þola í allan vetur. Ritstjórinn er eins og erfiður maki. Ömurlegur alla daga en yndislegur þegar hann tekur sig til. Og hann heldur að það dugi. Einlægur og alsaklaus á svip býður hann okkur fulla sátt. Eins og Guðfaðirinn á góðum degi. Og á bak við hann sitja nýju mennirnir í stjórn Árvakurs og yppa öxlum. Sumum peningum fylgja engin völd. Það er ábyrgðarhlutur að hreyfa ekki við þessu ástandi. Íslenskt samfélag getur aldrei orðið heilbrigt á meðan "virtasti" fjölmiðill þess er dulbúið flokksgagn sem hegðar sér eins og armasti síkkópati; heilsar fólki með annarri hendi en stingur í bakið með hinni. Sumir reyna að láta eins og Mogginn sé ekki til en það er erfitt á meðan helmingur landsmanna les hann. Aðrir leyfa honum kyssa sig á kinnina í dag, bara til að vera sviknir á morgun. Hér er engin leið út önnur en sú augljósa. Því annars hjökkum við bara áfram í sama farinu. Kjötflokkarnir halda völdum um alla eilífð með öllum sínum ömurlegu helmingaskiptum og reglulegu sinnaskiptum. Ári fyrir kosningar munu þeir alltaf koma til okkar eins og iðrandi afbrotamenn sem afneita eigin stefnu. "Stóriðjustefna, ha? Nei nei, elskan mín. Við erum löngu hættir með hana. Nú erum við fyrst og fremst flokkur þekkingariðnaðarins." Rétt eins og gamli góði Villi gerði í vor: "Blár karlaflokkur, ha? Nei nei. Við erum bleikur jafnréttisflokkur." Með sama hætti gæti nýr utanríkisráðherra senn afneitað þátttöku okkar í Íraksstríðinu. "Ja, þetta var nú reyndar ákvörðun þeirra Halldórs og Davíðs. Þeir eru nú báðir hættir í pólitík og því má segja að við höfum líka hætt stuðningi okkar við stríðið. Þannig að Írakssmálið er úr sögunni, að mínu mati, og á ekkert að þurfa að þvælast fyrir okkur í kosningunum." Sömuleiðis gæti forsætisráðherra sagt: "Varnir Íslands? Ja, ég get ekki séð að Ísland þurfi neinar varnir. Gömlu mennirnir voru með þetta á heilanum en nú er Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst flokkur sjálfstæðis, í þessum málum sem öðrum." Landbúnaðarráðherra getur hinsvegar haldið sig við hefðbundna frasa sé hann spurður um hátt verð á landbúnaðarafurðum: "Íslenska sauðkindin er dýr." Það er ekki mikið eftir á beinunum hjá kjötflokkunum. En þá segjast þeir bara vera orðnir grænmetisætur. Voða góðir og grænir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun