Á að segja varnarsamningnum upp? 23. júní 2006 00:01 Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni. Samkvæmt könnuninni sýnist meirihluti þjóðarinnar vera heldur á þeirri skoðun að segja eigi varnarsamningnum upp. Sú niðurstaða rímar vel við þá afstöðu sem ríkisstjórnin hafði til málsins þar til fyrir skömmu. Þetta vekur einfaldlega upp þá spurningu hvort skynsamleg rök standi til þess að mæla með því að ríkisstjórnin framfylgi fyrri yfirlýsingum. Á þessu stigi verður ekki á það fallist. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Eins og sakir standa virðist einsýnt að vörnum landsins sé í höfuðatriðum best fyrir komið með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og með samkomulagi við Bandaríkin um fullnægjandi viðbragðsáætlanir á grundvelli varnarsamningsins. Rétt sýnist vera að ríkisstjórnin vinni að lausn málsins á þessum grundvelli. Hér er ekki um neitt augnabliks mál að ræða. Það eru þvert á móti mikilvægir langtíma hagsmunir í húfi. Uppsögn varnarsamningsins nú yrði í því ljósi ekki á skynsamlegum rökum reist. Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur um margt veikt álit þeirra alþjóðlega. Slíkar aðstæður geta réttilega haft skammtíma áhrif á samskiptin í einstökum tilvikum. En hvað sem því líður eru þær ekki við svo búið gild ástæða til þess að víkja frá mikilvægum langtíma markmiðum um samstarf varðandi varnir landsins. Í þeim efnum er óhjákvæmilegt að hugsa til lengri tíma. Í þessu viðfangi er einnig vert að hafa í huga að ekki er tilefni til þess að hverfa frá þeim grundvallarþætti í stefnu okkar í öryggis- og varnarmálum að standa með þeim þjóðum í Evrópu sem lagt hafa áherslu á tengslin við Bandaríkin. Hitt er annað að sú staða getur vitaskuld komið upp að varnarsamningurinn megi teljast gagnslaus. En að öllum skynsamlegum rökum virtum er sú staða ekki fyrir hendi eins og sakir standa. Skoðanakönnun þingmanns Samfylkingarinnar gefur gott tilefni til málefnalegrar umræðu og röksemdafærslu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Ástæða er til að meta framtakið að verðleikum frá þeim sjónarhóli. Niðurstaða könnunarinnar sýnir svo ekki verður um villst að rökræðu er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni. Samkvæmt könnuninni sýnist meirihluti þjóðarinnar vera heldur á þeirri skoðun að segja eigi varnarsamningnum upp. Sú niðurstaða rímar vel við þá afstöðu sem ríkisstjórnin hafði til málsins þar til fyrir skömmu. Þetta vekur einfaldlega upp þá spurningu hvort skynsamleg rök standi til þess að mæla með því að ríkisstjórnin framfylgi fyrri yfirlýsingum. Á þessu stigi verður ekki á það fallist. Í því sambandi er vert að hafa í huga að krafan um að fjórar vopnlausar herþotur hefðu hér viðveru að staðaldri var aldrei studd gildum rökum. Hún verður helst skýrð með því að ríkisstjórnin hafi stuðst við ófullnægjandi sérfræðiþekkingu og lélega ráðgjöf á þessu sviði. Hótunin um uppsögn varnarsamningsins ef ekki yrði orðið við þessari kröfu gat með hliðsjón af þessu aldrei orðið trúverðug. Með nokkrum rökum má segja að hún hafi beinlínis verið óskynsamleg og alltént ekki til framdráttar. Símhringingin um brottför varnarliðsins var hins vegar tilefni réttilegrar gremju. Hún lýsir þeim hroka sem einkennir um of núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna. En við mat á þessari vægast sagt sérkennilegu framkomu er samt vert að hafa í huga að íslenska viðræðunefndin hafði áður gengið frá samningaborðinu í Washington án gildra ástæðna. Eins og sakir standa virðist einsýnt að vörnum landsins sé í höfuðatriðum best fyrir komið með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og með samkomulagi við Bandaríkin um fullnægjandi viðbragðsáætlanir á grundvelli varnarsamningsins. Rétt sýnist vera að ríkisstjórnin vinni að lausn málsins á þessum grundvelli. Hér er ekki um neitt augnabliks mál að ræða. Það eru þvert á móti mikilvægir langtíma hagsmunir í húfi. Uppsögn varnarsamningsins nú yrði í því ljósi ekki á skynsamlegum rökum reist. Núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur um margt veikt álit þeirra alþjóðlega. Slíkar aðstæður geta réttilega haft skammtíma áhrif á samskiptin í einstökum tilvikum. En hvað sem því líður eru þær ekki við svo búið gild ástæða til þess að víkja frá mikilvægum langtíma markmiðum um samstarf varðandi varnir landsins. Í þeim efnum er óhjákvæmilegt að hugsa til lengri tíma. Í þessu viðfangi er einnig vert að hafa í huga að ekki er tilefni til þess að hverfa frá þeim grundvallarþætti í stefnu okkar í öryggis- og varnarmálum að standa með þeim þjóðum í Evrópu sem lagt hafa áherslu á tengslin við Bandaríkin. Hitt er annað að sú staða getur vitaskuld komið upp að varnarsamningurinn megi teljast gagnslaus. En að öllum skynsamlegum rökum virtum er sú staða ekki fyrir hendi eins og sakir standa. Skoðanakönnun þingmanns Samfylkingarinnar gefur gott tilefni til málefnalegrar umræðu og röksemdafærslu um þetta mikilvæga viðfangsefni. Ástæða er til að meta framtakið að verðleikum frá þeim sjónarhóli. Niðurstaða könnunarinnar sýnir svo ekki verður um villst að rökræðu er þörf.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun