Hættulegir kjósendur 14. júní 2006 00:01 Það er sjálfsagt viðkvæmt að tala um þetta í litlu samfélagi, einstaklingar eiga í hlut. En geta menn horft framhjá þeirri mynd sem blasir við þegar manna á ríkisstjórn á Íslandi? Kannski var úrvalið ekki meira áður en ólíkt því sem var eigum við núna úrval af afreksfólki á öllum öðrum sviðum þjóðlífsins. Það er raunar ekki aðeins á Íslandi sem menn hafa tilfinningu fyrir því að stjórnmálin dragi of mikið til sín fólk sem ekki kæmi endilega til álita í flóknar ábyrgðastöður á öðrum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem hefur einkennt stjórnmál nokkurra Evrópulanda á síðustu árum er hve lítil endurnýjun hefur átt sér þar stað. Vafalítið eru margar ástæður fyrir þessu en ein kann að vera sú að ný kynslóð stjórnmálamanna sé ekki nægilega vel mönnuð. Þegar ég var á Ítalíu um daginn var 87 ára gamall maður, Andreotti, í framboði til forseta en annar maður á níræðisaldri var að draga sig í hlé. Andreotti var raunar orðinn áhrifamaður í ítölskum stjórnmálum fyrir nær 60 árum. Frá Ítalíu fór ég til Portúgal og þar sá ég gamalkunnug andlit á síðum dagblaða. Maður á níræðisaldri var nýbúinn að tapa forsetakosningum fyrir manni sem varð forsætisráðherra Portúgal stuttu eftir að Gunnar Thoroddsen lét af því embætti á Íslandi. Utanríkisráðherra landsins, do Amaral, gegndi því sama embætti árið 1980. Ég tók viðtal við hann fyrir Vísi árið 1976 þegar hann var leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Á leiðinni heim til Berlínar flaug ég yfir Frakkland og varð hugsað til þess að að Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands þegar Chirac tók sæti á ríkisstjórnarfundi í París. Sumir rekja þessa litlu endurnýjun til þess að stjórnmálin hafi víða farið halloka fyrir atvinnulífi, menningarlífi og vísindum í samkeppni um fólk. Ein ástæðan fyrir því kann að vera sú að völd stjórnmálamanna hafa minnkað og því eru stjórnmálin ekki endilega besti kosturinn fyrir þá sem vilja hafa áhrif. Önnur er sú að betri laun eru í boði í mörgum öðrum greinum fyrir þá sem vilja takast á við stór verkefni. Þá einkennast stjórnmálin óvíða af hugsjónabaráttu og því fara kannski tiltölulega fáir núorðið í pólitík vegna raunverulegra og brennandi hugsjóna. Einhver sagði að kjósendur í nútímaríki hefðu aðeins tvö hlutverk. Annað væri að velja stjórnmálamenn og hitt að losa sig við þá. Hvort tveggja er ansi snúið í mörgum löndum og þar á meðal á Íslandi. Þótt prófkjör hafi fest sig í sessi virðist ekki almenn tilfinning fyrir því að þau hafi leyst mikinn vanda. Varla verður sagt að ígrunduð eða vitsmunaleg umræða fari yfirleitt fram í kringum þau þótt dæmi séu til um slíkt. Georg Papandreou er leiðtogi jafnaðarmanna í Grikklandi, en bæði faðir hans og afi voru forsætisráðherrar. Hann hefur nýlega lagt til að menn reyni 2.500 ára gamla aðferð við að velja frambjóðendur, meðal annars til að komast framhjá göllum prófkosninga. Aþenumenn höfðu þann hátt á að velja menn til ábyrgðar með hlutkesti en ekki kosningum. Menn sátu aðeins í eitt ár í embættum. Lýðræðið snerist þá öðru fremur um jafnrétti og þátttöku borgaranna í stjórn samfélagsins. Hlutkestið tryggði hvort tveggja. Að auki kom það og stutt seta í embættum í veg fyrir að hagsmunir mynduðst í kerfinu sjálfu og í kringum þá einstaklinga sem voru valdir. Þátttaka í umræðum var tiltölulega almenn. Papandreou og flokkur hans reyndu nýlega að nýta sér kosti gamla gríska kerfisins við val á frambjóðendum flokksins í borgarstjórn. Í einni af útborgum Aþenu voru 160 kjósendur valdir með slembiúrtaki úr kjörskrá. Þeim voru sendar ítarlegar upplýsingar um 19 mismunandi málaflokka í borgarmálum Aþenu. Hópurinn hittist vel lesinn og í tíu klukkustundir voru málin rædd ofan í kjölinn og frambjóðendur spurðir út í afstöðu sína. Síðan var kosið. Sá frambjóðandi sem vann eftir tvær umferðir var valinn borgarstjóraefni flokksins í þessari útborg Aþenu sem vafalítið er öllu stærri en Reykjavík. Þessi 160 manna hópur var án efa upplýstari og málefnalegri en venjulegir kjósendur í íslensku prófkjöri. Myndi einhver íslenskur stjórnmálaflokkur treysta kjósendum með þessum hætti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Skoðanir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Það er sjálfsagt viðkvæmt að tala um þetta í litlu samfélagi, einstaklingar eiga í hlut. En geta menn horft framhjá þeirri mynd sem blasir við þegar manna á ríkisstjórn á Íslandi? Kannski var úrvalið ekki meira áður en ólíkt því sem var eigum við núna úrval af afreksfólki á öllum öðrum sviðum þjóðlífsins. Það er raunar ekki aðeins á Íslandi sem menn hafa tilfinningu fyrir því að stjórnmálin dragi of mikið til sín fólk sem ekki kæmi endilega til álita í flóknar ábyrgðastöður á öðrum sviðum samfélagsins. Eitt af því sem hefur einkennt stjórnmál nokkurra Evrópulanda á síðustu árum er hve lítil endurnýjun hefur átt sér þar stað. Vafalítið eru margar ástæður fyrir þessu en ein kann að vera sú að ný kynslóð stjórnmálamanna sé ekki nægilega vel mönnuð. Þegar ég var á Ítalíu um daginn var 87 ára gamall maður, Andreotti, í framboði til forseta en annar maður á níræðisaldri var að draga sig í hlé. Andreotti var raunar orðinn áhrifamaður í ítölskum stjórnmálum fyrir nær 60 árum. Frá Ítalíu fór ég til Portúgal og þar sá ég gamalkunnug andlit á síðum dagblaða. Maður á níræðisaldri var nýbúinn að tapa forsetakosningum fyrir manni sem varð forsætisráðherra Portúgal stuttu eftir að Gunnar Thoroddsen lét af því embætti á Íslandi. Utanríkisráðherra landsins, do Amaral, gegndi því sama embætti árið 1980. Ég tók viðtal við hann fyrir Vísi árið 1976 þegar hann var leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Á leiðinni heim til Berlínar flaug ég yfir Frakkland og varð hugsað til þess að að Ásgeir Ásgeirsson var forseti Íslands þegar Chirac tók sæti á ríkisstjórnarfundi í París. Sumir rekja þessa litlu endurnýjun til þess að stjórnmálin hafi víða farið halloka fyrir atvinnulífi, menningarlífi og vísindum í samkeppni um fólk. Ein ástæðan fyrir því kann að vera sú að völd stjórnmálamanna hafa minnkað og því eru stjórnmálin ekki endilega besti kosturinn fyrir þá sem vilja hafa áhrif. Önnur er sú að betri laun eru í boði í mörgum öðrum greinum fyrir þá sem vilja takast á við stór verkefni. Þá einkennast stjórnmálin óvíða af hugsjónabaráttu og því fara kannski tiltölulega fáir núorðið í pólitík vegna raunverulegra og brennandi hugsjóna. Einhver sagði að kjósendur í nútímaríki hefðu aðeins tvö hlutverk. Annað væri að velja stjórnmálamenn og hitt að losa sig við þá. Hvort tveggja er ansi snúið í mörgum löndum og þar á meðal á Íslandi. Þótt prófkjör hafi fest sig í sessi virðist ekki almenn tilfinning fyrir því að þau hafi leyst mikinn vanda. Varla verður sagt að ígrunduð eða vitsmunaleg umræða fari yfirleitt fram í kringum þau þótt dæmi séu til um slíkt. Georg Papandreou er leiðtogi jafnaðarmanna í Grikklandi, en bæði faðir hans og afi voru forsætisráðherrar. Hann hefur nýlega lagt til að menn reyni 2.500 ára gamla aðferð við að velja frambjóðendur, meðal annars til að komast framhjá göllum prófkosninga. Aþenumenn höfðu þann hátt á að velja menn til ábyrgðar með hlutkesti en ekki kosningum. Menn sátu aðeins í eitt ár í embættum. Lýðræðið snerist þá öðru fremur um jafnrétti og þátttöku borgaranna í stjórn samfélagsins. Hlutkestið tryggði hvort tveggja. Að auki kom það og stutt seta í embættum í veg fyrir að hagsmunir mynduðst í kerfinu sjálfu og í kringum þá einstaklinga sem voru valdir. Þátttaka í umræðum var tiltölulega almenn. Papandreou og flokkur hans reyndu nýlega að nýta sér kosti gamla gríska kerfisins við val á frambjóðendum flokksins í borgarstjórn. Í einni af útborgum Aþenu voru 160 kjósendur valdir með slembiúrtaki úr kjörskrá. Þeim voru sendar ítarlegar upplýsingar um 19 mismunandi málaflokka í borgarmálum Aþenu. Hópurinn hittist vel lesinn og í tíu klukkustundir voru málin rædd ofan í kjölinn og frambjóðendur spurðir út í afstöðu sína. Síðan var kosið. Sá frambjóðandi sem vann eftir tvær umferðir var valinn borgarstjóraefni flokksins í þessari útborg Aþenu sem vafalítið er öllu stærri en Reykjavík. Þessi 160 manna hópur var án efa upplýstari og málefnalegri en venjulegir kjósendur í íslensku prófkjöri. Myndi einhver íslenskur stjórnmálaflokkur treysta kjósendum með þessum hætti?