Átti erindi til almennings 3. júní 2006 00:01 Niðurstaða Hæstaréttar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu er ekki aðeins sigur fyrir blaðið heldur einnig íslenska fjölmiðla. Að dómi Hæstaréttar föllnum má vera ljóst að sýslumenn, hvar sem þeir eru í sveit settir, mega hugsa sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir halda í sambærilegan leiðangur og sá í Reykjavík gerði þegar hann kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins 30. september síðastliðinn og krafðist gagna sem blaðið hafði notað við fréttaskrif sín. Sú aðgerð var með öllu óþolandi enda fól hún í sér að íslenskir blaðamenn máttu búast við að fulltrúar yfirvalda gætu birst fyrirvaralaust og heimtað upplýsingar sem ógnuðu trúnaði þeirra við heimildarmenn sína. Það var ekki að ástæðulausu að Blaðmannafélag Íslands sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar aðgerða sýslumanns þar sem þær voru meðal annars kallaðar aðför að tjáningarfrelsinu. Blaðamannafélag Íslands hefur staðið þétt með Fréttablaðinu í þessu máli og sýndi ákveðna dirfsku þegar dómnefnd félagsins verðlaunaði greinaskrif blaðsins í tengslum við tölvupóstana fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Full ástæða er til að þakka þann stuðning enn á ný. Dómur Hæstaréttar er einnig ánægjuleg staðfesting á því sem fulltrúar Fréttablaðsins hafa alltaf haldið fram og aldrei efast um: eða því að fréttir sem voru unnar upp úr tölvupóstum Jónínu Benediktsdóttur "höfðu að geyma efni, sem átti erindi til almennings," svo vitnað sé beint í dóminn. Í þessum orðum Hæstaréttar er falinn kjarni málsins: Efnið átti erindi til almennings. Blaðamenn Fréttablaðsins máttu hins vegar sæta þungum sökum vegna þessara skrifa. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri áhrifamiklir menn töluðu um misnotkun á fjölmiðlum og að hið eina fréttnæma væri stuldur á persónulegum gögnum. Niðurstaða Hæstaréttar tekur af allan vafa um hið gagnstæða. Hér skal það enn og aftur ítrekað að blaðamenn Fréttablaðsins gerðu sig ekki seka um þjófnað. Blaðinu bárust tölvupóstar þar sem var að finna mikilvæg og upplýsandi innlegg í mál sem hefur sett sterkan svip á samfélagið undanfarin ár. Var eftir fremsta megni leitast við að meðhöndla tölvupóstana þannig að einkalífi þeirra sem komu við sögu væri haldið utan við fréttaflutninginn. Í dómsorði Hæstaréttar kemur enda fram að "ekki hafi verið gengið nær einkalífi áfrýjanda en óhjákvæmilegt var í opinberri umræðu um málefni, sem varðaði almenning." "Við segjum fréttir" eru einkunnarorð Fréttablaðsins og þau orð voru höfð að leiðarljósi við vinnslu á þessu viðkvæma máli eins og í öðrum málum. Fréttablaðið kappkostar að upplýsa lesendur sína og lætur þeim eftir að vega og meta þær upplýsingar sem koma fram í skrifum þess. Dómur Hæstaréttar er mikilvægur, en dómur lesenda er okkur enn mikilvægari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Niðurstaða Hæstaréttar í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn Fréttablaðinu er ekki aðeins sigur fyrir blaðið heldur einnig íslenska fjölmiðla. Að dómi Hæstaréttar föllnum má vera ljóst að sýslumenn, hvar sem þeir eru í sveit settir, mega hugsa sig að minnsta kosti tvisvar um áður en þeir halda í sambærilegan leiðangur og sá í Reykjavík gerði þegar hann kom á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins 30. september síðastliðinn og krafðist gagna sem blaðið hafði notað við fréttaskrif sín. Sú aðgerð var með öllu óþolandi enda fól hún í sér að íslenskir blaðamenn máttu búast við að fulltrúar yfirvalda gætu birst fyrirvaralaust og heimtað upplýsingar sem ógnuðu trúnaði þeirra við heimildarmenn sína. Það var ekki að ástæðulausu að Blaðmannafélag Íslands sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar aðgerða sýslumanns þar sem þær voru meðal annars kallaðar aðför að tjáningarfrelsinu. Blaðamannafélag Íslands hefur staðið þétt með Fréttablaðinu í þessu máli og sýndi ákveðna dirfsku þegar dómnefnd félagsins verðlaunaði greinaskrif blaðsins í tengslum við tölvupóstana fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins. Full ástæða er til að þakka þann stuðning enn á ný. Dómur Hæstaréttar er einnig ánægjuleg staðfesting á því sem fulltrúar Fréttablaðsins hafa alltaf haldið fram og aldrei efast um: eða því að fréttir sem voru unnar upp úr tölvupóstum Jónínu Benediktsdóttur "höfðu að geyma efni, sem átti erindi til almennings," svo vitnað sé beint í dóminn. Í þessum orðum Hæstaréttar er falinn kjarni málsins: Efnið átti erindi til almennings. Blaðamenn Fréttablaðsins máttu hins vegar sæta þungum sökum vegna þessara skrifa. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri áhrifamiklir menn töluðu um misnotkun á fjölmiðlum og að hið eina fréttnæma væri stuldur á persónulegum gögnum. Niðurstaða Hæstaréttar tekur af allan vafa um hið gagnstæða. Hér skal það enn og aftur ítrekað að blaðamenn Fréttablaðsins gerðu sig ekki seka um þjófnað. Blaðinu bárust tölvupóstar þar sem var að finna mikilvæg og upplýsandi innlegg í mál sem hefur sett sterkan svip á samfélagið undanfarin ár. Var eftir fremsta megni leitast við að meðhöndla tölvupóstana þannig að einkalífi þeirra sem komu við sögu væri haldið utan við fréttaflutninginn. Í dómsorði Hæstaréttar kemur enda fram að "ekki hafi verið gengið nær einkalífi áfrýjanda en óhjákvæmilegt var í opinberri umræðu um málefni, sem varðaði almenning." "Við segjum fréttir" eru einkunnarorð Fréttablaðsins og þau orð voru höfð að leiðarljósi við vinnslu á þessu viðkvæma máli eins og í öðrum málum. Fréttablaðið kappkostar að upplýsa lesendur sína og lætur þeim eftir að vega og meta þær upplýsingar sem koma fram í skrifum þess. Dómur Hæstaréttar er mikilvægur, en dómur lesenda er okkur enn mikilvægari.