Ætti að ganga skrefinu lengra 16. maí 2006 00:01 Ölvunarakstur Eyþórs Arnalds og flótti af vettvangi áreksturs við ljósastaur er meiriháttar áfall fyrir framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Með athæfinu varð fullkominn trúnaðarbrestur milli forystumanns framboðsins og kjósenda. Í því ljósi var afar mikilvægt að strax og óbrenglaðri dómgreind var náð steig Eyþór fram og viðurkenndi mistök sín og dómgreindarbrest. Með því axlar hann ábyrgð á gjörðum sínum sem hlýtur að vera eðlileg krafa við slíkar kringumstæður. Atvikið er afar dapurlegt og leiðinlegt að hæfileikaríkur maður skuli klúðra málum með þessum hætti. Mikilvægt er að hann steig það skref sem hann steig, þegar til lengri tíma er litið. Menn eru breyskir og iðrun og eftirsjá er forsenda þess að tekist sé á við breyskleikana. Spurningin sem eftir stendur er hvort ekki hefði verið ástæða til að ganga skrefi lengra. Í yfirlýslingu Eyþórs kemur fram að hann muni draga sig út úr kosningabaráttunni og ekki taka sæti í bæjarstjórn Árborgar meðan mál hans er til meðferðar og meðan hann tekur út refsingu vegna þess. Þessi yfirlýsing mætti vera skýrari. Í ljósi trúnaðarbrests milli kjósenda og framboðsins þarf að vera ljóst hvort Eyþór er í kjöri eða ekki. Þegar slíkur brestur verður milli stjórnmálamanns og kjósenda verður er einungis ein leið til að endurnýja sambandið. Það er með kosningum. Eyþór þarf að sækja nýtt umboð til kjósenda sinna. Það gerir hann ekki í þessum kosningum, en gæti hugsanlega gert síðar. Hluti af því að axla ábyrgð er að víkja þar til nýtt umboð er fengið. Ekkert er útilokað í því að menn sæki sér nýtt umboð og endurnýi trúnaðarsamband við kjósendur. Slíkt hefur gerst áður, enda enginn ástæða til að kveða upp siðferðilegan lífstíðardóm yfir þeim sem renna á svelli dyggðanna. Almennt séð eru Íslendingar afar umburðarlyndir og gera ekkert sérstaklega miklar kröfur til stjórnmálamanna í siðferðilegum efnum ef miðað er við margar aðrar þjóðir. Við mættum sem borgarar og kjósendur gera ríkari kröfur. Hitt er svo annað að í mörgum nágrannalöndum okkar eru stjórmálamenn settir undir mæliker sem ekki er efirsóknarvert. Einkalíf þeirra er þá sett undir smásjá og fátt skilið undan. Slíkt er ekki eftirsóknarvert og jafnvel þótt agavald almennings mætti vera meira felast miklir kostir í umburðarlyndi kjósenda gagnvart mistökum og jafnvel afglöpum stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að axla ábyrgð og að því leyti hefur Eyþór stigið fram með skýrum hætti og viðurkennt dómgreindarleysi og beðist afsökunar. Það er honum til sóma, en hann ætti ekki að snúa til baka fyrr en hann hefur endurnýjað samband við kjósendur með formlegum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Ölvunarakstur Eyþórs Arnalds og flótti af vettvangi áreksturs við ljósastaur er meiriháttar áfall fyrir framboð Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Með athæfinu varð fullkominn trúnaðarbrestur milli forystumanns framboðsins og kjósenda. Í því ljósi var afar mikilvægt að strax og óbrenglaðri dómgreind var náð steig Eyþór fram og viðurkenndi mistök sín og dómgreindarbrest. Með því axlar hann ábyrgð á gjörðum sínum sem hlýtur að vera eðlileg krafa við slíkar kringumstæður. Atvikið er afar dapurlegt og leiðinlegt að hæfileikaríkur maður skuli klúðra málum með þessum hætti. Mikilvægt er að hann steig það skref sem hann steig, þegar til lengri tíma er litið. Menn eru breyskir og iðrun og eftirsjá er forsenda þess að tekist sé á við breyskleikana. Spurningin sem eftir stendur er hvort ekki hefði verið ástæða til að ganga skrefi lengra. Í yfirlýslingu Eyþórs kemur fram að hann muni draga sig út úr kosningabaráttunni og ekki taka sæti í bæjarstjórn Árborgar meðan mál hans er til meðferðar og meðan hann tekur út refsingu vegna þess. Þessi yfirlýsing mætti vera skýrari. Í ljósi trúnaðarbrests milli kjósenda og framboðsins þarf að vera ljóst hvort Eyþór er í kjöri eða ekki. Þegar slíkur brestur verður milli stjórnmálamanns og kjósenda verður er einungis ein leið til að endurnýja sambandið. Það er með kosningum. Eyþór þarf að sækja nýtt umboð til kjósenda sinna. Það gerir hann ekki í þessum kosningum, en gæti hugsanlega gert síðar. Hluti af því að axla ábyrgð er að víkja þar til nýtt umboð er fengið. Ekkert er útilokað í því að menn sæki sér nýtt umboð og endurnýi trúnaðarsamband við kjósendur. Slíkt hefur gerst áður, enda enginn ástæða til að kveða upp siðferðilegan lífstíðardóm yfir þeim sem renna á svelli dyggðanna. Almennt séð eru Íslendingar afar umburðarlyndir og gera ekkert sérstaklega miklar kröfur til stjórnmálamanna í siðferðilegum efnum ef miðað er við margar aðrar þjóðir. Við mættum sem borgarar og kjósendur gera ríkari kröfur. Hitt er svo annað að í mörgum nágrannalöndum okkar eru stjórmálamenn settir undir mæliker sem ekki er efirsóknarvert. Einkalíf þeirra er þá sett undir smásjá og fátt skilið undan. Slíkt er ekki eftirsóknarvert og jafnvel þótt agavald almennings mætti vera meira felast miklir kostir í umburðarlyndi kjósenda gagnvart mistökum og jafnvel afglöpum stjórnmálamanna. Það er mikilvægt að axla ábyrgð og að því leyti hefur Eyþór stigið fram með skýrum hætti og viðurkennt dómgreindarleysi og beðist afsökunar. Það er honum til sóma, en hann ætti ekki að snúa til baka fyrr en hann hefur endurnýjað samband við kjósendur með formlegum hætti.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun