Stórar spurningar 7. maí 2006 00:01 Óróleikinn á fjármálamörkuðum síðustu vikur hefur kallað fram mjög svo áhugaverða umræðu um stefnuna í peningamálum og stöðu þjóðarbúskaparins almennt. Í byrjun hentu menn á lofti efasemdarspurningar um snaran vöxt íslensku bankanna og stöðu ríkisbúskaparins. Eftir því sem menn hafa kafað dýpra í undirdjúpum tölulegra staðreynda hefur komið í ljós að bankarnir standa traustum fótum og ríkisbúskapurinn er að mestu leyti í góðu lagi. Skýrsla sem birt var í liðinni viku og unnin var af einum þekktasta hagfræðingi við Colombiaháskóla í Bandaríkjunum og virtum prófessor við Háskóla Íslands tekur býsna mikið af skarið um þetta. Þegar horft er fram á við er einna helst ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að betri jöfnuður í viðskiptum við útlönd, sem vænta má í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar, leiði til þess að tekjuafgangur ríkissjóðs verði hugsanlega ónógur. Formaður bankastjórnar Seðlabankans kvartar með nokkrum rétti yfir því að hávaxtapólitíkin ein og sér dugi ekki; bæði ríkissjóður og viðskiptabankarnir þurfi að leggja aðhaldinu lið. Eitt athyglisverðasta framlag til þessarar umræðu kom þó frá aðalhagfræðingi Seðlabankans á síðum þessa blaðs. Hann sagði tæpitungulaust að ekki væri ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en dragi úr þeim. Að vísu voru þessi ummæli ekki sögð í nafni Seðlabankans, en yfirstjórn hans hefur heldur ekki andmælt þeim. Nú verður tæpast í gadda slegið að íslenska krónan og stöðugleiki eigi með engu móti saman. En fram hjá því verður hins vegar ekki horft að erfitt mun reynast að sameina þau tvö markmið að halda í sjálfstæðan gjaldmiðil og tryggja varanlegan stöðugleika og sem best jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ýmislegt bendir því til þess að við stöndum frammi fyrir stórum spurningum sem við þurfum að gera upp við okkur. Hvort markmiðið þjónar hagsmunum okkar betur til lengri tíma litið, krónan eða stöðugleikinn? Svarið er ekki alveg einfalt. Eða er hitt mögulegt að sameina krónu og stöðugleika? Það er að vísu vandséð eins og málum er komið. Hinn kosturinn er að taka upp evru. Það þýðir aðild að Evrópusambandinu, sem er bæði efnahagslega og pólitískt margslungið álitaefni. Enginn gjaldmiðill tryggir fullkominn stöðugleika. En vafalaust er að evran myndi þjóna stöðugleikamarkmiðinu betur en krónan. Notkun hennar myndi væntanlega einnig knýja á um meiri aga við allar ákvarðanir sem hafa einhverja efnahagslega þýðingu. Á móti kemur að markaðsbreyting á gengi krónunnar er einföld leið til þess að leiðrétta skekkjur í þjóðarbúskapnum eins og eyðslu umfram efni. Það er kostur við þessa einföldu leið að hún dreifir þunganum nokkuð jafnt. Afleiðingarnar koma alls staðar niður. Eftir að evran yrði tekin upp myndu leiðréttingar á efnahagslegu misgengi koma harðar niður á fáum. Í stað almennrar kaupmáttarrýrnunar kæmi væntanlega atvinnuleysi fárra við slíkar aðstæður. En á móti kæmi að þær aðstæður ættu að verða fátíðari. Það liggur því ekki endilega í augum uppi hvor kosturinn sem við stöndum frammi fyrir er betri. Stöðugleikamarkmiðið hlýtur þó að vera óumdeilt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Óróleikinn á fjármálamörkuðum síðustu vikur hefur kallað fram mjög svo áhugaverða umræðu um stefnuna í peningamálum og stöðu þjóðarbúskaparins almennt. Í byrjun hentu menn á lofti efasemdarspurningar um snaran vöxt íslensku bankanna og stöðu ríkisbúskaparins. Eftir því sem menn hafa kafað dýpra í undirdjúpum tölulegra staðreynda hefur komið í ljós að bankarnir standa traustum fótum og ríkisbúskapurinn er að mestu leyti í góðu lagi. Skýrsla sem birt var í liðinni viku og unnin var af einum þekktasta hagfræðingi við Colombiaháskóla í Bandaríkjunum og virtum prófessor við Háskóla Íslands tekur býsna mikið af skarið um þetta. Þegar horft er fram á við er einna helst ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að betri jöfnuður í viðskiptum við útlönd, sem vænta má í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar, leiði til þess að tekjuafgangur ríkissjóðs verði hugsanlega ónógur. Formaður bankastjórnar Seðlabankans kvartar með nokkrum rétti yfir því að hávaxtapólitíkin ein og sér dugi ekki; bæði ríkissjóður og viðskiptabankarnir þurfi að leggja aðhaldinu lið. Eitt athyglisverðasta framlag til þessarar umræðu kom þó frá aðalhagfræðingi Seðlabankans á síðum þessa blaðs. Hann sagði tæpitungulaust að ekki væri ólíklegt að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli og peningastefnu á jafn litlu svæði og Íslandi sé minni en enginn og auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en dragi úr þeim. Að vísu voru þessi ummæli ekki sögð í nafni Seðlabankans, en yfirstjórn hans hefur heldur ekki andmælt þeim. Nú verður tæpast í gadda slegið að íslenska krónan og stöðugleiki eigi með engu móti saman. En fram hjá því verður hins vegar ekki horft að erfitt mun reynast að sameina þau tvö markmið að halda í sjálfstæðan gjaldmiðil og tryggja varanlegan stöðugleika og sem best jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Ýmislegt bendir því til þess að við stöndum frammi fyrir stórum spurningum sem við þurfum að gera upp við okkur. Hvort markmiðið þjónar hagsmunum okkar betur til lengri tíma litið, krónan eða stöðugleikinn? Svarið er ekki alveg einfalt. Eða er hitt mögulegt að sameina krónu og stöðugleika? Það er að vísu vandséð eins og málum er komið. Hinn kosturinn er að taka upp evru. Það þýðir aðild að Evrópusambandinu, sem er bæði efnahagslega og pólitískt margslungið álitaefni. Enginn gjaldmiðill tryggir fullkominn stöðugleika. En vafalaust er að evran myndi þjóna stöðugleikamarkmiðinu betur en krónan. Notkun hennar myndi væntanlega einnig knýja á um meiri aga við allar ákvarðanir sem hafa einhverja efnahagslega þýðingu. Á móti kemur að markaðsbreyting á gengi krónunnar er einföld leið til þess að leiðrétta skekkjur í þjóðarbúskapnum eins og eyðslu umfram efni. Það er kostur við þessa einföldu leið að hún dreifir þunganum nokkuð jafnt. Afleiðingarnar koma alls staðar niður. Eftir að evran yrði tekin upp myndu leiðréttingar á efnahagslegu misgengi koma harðar niður á fáum. Í stað almennrar kaupmáttarrýrnunar kæmi væntanlega atvinnuleysi fárra við slíkar aðstæður. En á móti kæmi að þær aðstæður ættu að verða fátíðari. Það liggur því ekki endilega í augum uppi hvor kosturinn sem við stöndum frammi fyrir er betri. Stöðugleikamarkmiðið hlýtur þó að vera óumdeilt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun