Eftirlíkingar athafnamanna 2. maí 2006 00:01 Síðustu ár hafa einkennst af algjörri uppstokkun í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki hafa runnið saman, gamlar valdablokkir hafa horfið og nýjar orðið til. Íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl á erlendum vettvangi. Alþjóðavæðingin hefur opnað nýjar gáttir. Íslenskir athafnamenn hafa sýnt og sannað að alþjóðavæðingin hefur ekki síst gefið litlum efnahagskerfum aukið olnbogarými. Þetta er þróun sem orðið hefur fyrir þá sök fyrst og fremst að grundvallarreglur um viðskiptafrelsi hafa vikið forsjárhyggju til hliðar. Í okkar litla þjóðarbúskap hefur þetta gerst jafnt sem á alþjóðavísu. Að vissu leyti kalla þessi umskipti á endurmat á viðfangsefnum stjórnmálanna. Þessi nýi veruleiki sem við blasir þarf ekki endilega að þýða að hlutverk stjórnmálanna minnki eða verði gildisminna en áður. Breytingin ætti einkum að vera fólgin í því að stjórnmálin snúist fremur um grundvallarspurningar en skyndiráðstafanir eða afskipti af einstökum þáttum samkeppnismarkaðarins. Og það er um nóg að tala í þeim efnum. Margir stjórnmálamenn sýnast hins vegar hafa fengið ofbirtu í augun af framrás íslenskra fyrirtækja í nýju alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Ekki svo að skilja að þeim líki hún ekki vel. Heldur virðist hitt hafa gerst í of ríkum mæli að þeir telji sér trú um að þetta geti þeir líka gert með skattpeninga eða opinberan einokunarhagnað að bakhjarli. En þetta er vondur pólitískur misskilningur. Stofnun Ríkisútvarpsins hf. og nýr lagagrundvöllur fyrir virkri þátttöku þess á samkeppnismarkaði fjölmiðlunar er eitt dæmi um þennan grundvallarmisskilning um hlutverk stjórnmálanna á markaðstorgi viðskiptanna. Annað dæmi er uppbygging og fjárfestingarstefna Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur á skömmum tíma orðið jafnoki Landsvirkjunar að stærð með samruna margra veitukerfa. Stærð fyrirtækisins er ekki áhyggjuefni, nema síður sé. Það er hugmyndafræðin um pólitískt hlutverk á markaðnum sem ekki gengur upp. Gagnrýni á fjárfestingar Orkuveitunnar hefur oftast snúist um það hvort þær væru arðsamar eða sukksamar. Þó að slíkar spurningar geti verið góðar og gildar lúta þær þó ekki að hugmyndafræðinni um hlutverk opinberra fyrirtækja af þessu tagi. Orkuveitan er að stærstum hluta einokunarfyrirtæki. Hún selur Reykvíkingum heitt vatn á mun hærra verði en nauðsyn krefur. Sá umframhagnaður er bakbein fjárfestinga í veitingahúsnæði, sumarhúsabyggðum, fiskeldi og hugsanlega grunnneti Símans og á fjölmörgum öðrum sviðum. Kaupendur heitavatnsins geta hins vegar ekki leitað neitt annað með viðskipti sín. Kjarni málsins er sá að opinber einokunargróði er nýttur sem grundvöllur fjárfestinga á ýmsum sviðum á samkeppnismarkaði. Heimilin og fyrirtækin eru í raun og veru þvinguð til þátttöku í þessum fjárfestingum í gegnum einokunarviðskiptin. Þetta er grundvallar misskilningur um hlutverk stjórnmála í viðskiptum. Stjórnmálamennn hafa ærið hlutverk í nútímaþjóðfélagi. En það er að hafa endaskipti á hlutunum þegar þeir freista þess að verða eftirlíkingar athafnamanna á samkeppnismarkaði. Ekkert mælir því mót að stjórnmálamenn séu virkir þátttakendur í þjóðlífinu, í almannasamtökum eða fyrirtækjarekstri.Hitt er fráleitt að þeir noti skattpeninga eða opinberan einokunarhagnað til þess að gerast leikarar á því sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Síðustu ár hafa einkennst af algjörri uppstokkun í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki hafa runnið saman, gamlar valdablokkir hafa horfið og nýjar orðið til. Íslensk fyrirtæki hafa haslað sér völl á erlendum vettvangi. Alþjóðavæðingin hefur opnað nýjar gáttir. Íslenskir athafnamenn hafa sýnt og sannað að alþjóðavæðingin hefur ekki síst gefið litlum efnahagskerfum aukið olnbogarými. Þetta er þróun sem orðið hefur fyrir þá sök fyrst og fremst að grundvallarreglur um viðskiptafrelsi hafa vikið forsjárhyggju til hliðar. Í okkar litla þjóðarbúskap hefur þetta gerst jafnt sem á alþjóðavísu. Að vissu leyti kalla þessi umskipti á endurmat á viðfangsefnum stjórnmálanna. Þessi nýi veruleiki sem við blasir þarf ekki endilega að þýða að hlutverk stjórnmálanna minnki eða verði gildisminna en áður. Breytingin ætti einkum að vera fólgin í því að stjórnmálin snúist fremur um grundvallarspurningar en skyndiráðstafanir eða afskipti af einstökum þáttum samkeppnismarkaðarins. Og það er um nóg að tala í þeim efnum. Margir stjórnmálamenn sýnast hins vegar hafa fengið ofbirtu í augun af framrás íslenskra fyrirtækja í nýju alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Ekki svo að skilja að þeim líki hún ekki vel. Heldur virðist hitt hafa gerst í of ríkum mæli að þeir telji sér trú um að þetta geti þeir líka gert með skattpeninga eða opinberan einokunarhagnað að bakhjarli. En þetta er vondur pólitískur misskilningur. Stofnun Ríkisútvarpsins hf. og nýr lagagrundvöllur fyrir virkri þátttöku þess á samkeppnismarkaði fjölmiðlunar er eitt dæmi um þennan grundvallarmisskilning um hlutverk stjórnmálanna á markaðstorgi viðskiptanna. Annað dæmi er uppbygging og fjárfestingarstefna Orkuveitu Reykjavíkur. Hún hefur á skömmum tíma orðið jafnoki Landsvirkjunar að stærð með samruna margra veitukerfa. Stærð fyrirtækisins er ekki áhyggjuefni, nema síður sé. Það er hugmyndafræðin um pólitískt hlutverk á markaðnum sem ekki gengur upp. Gagnrýni á fjárfestingar Orkuveitunnar hefur oftast snúist um það hvort þær væru arðsamar eða sukksamar. Þó að slíkar spurningar geti verið góðar og gildar lúta þær þó ekki að hugmyndafræðinni um hlutverk opinberra fyrirtækja af þessu tagi. Orkuveitan er að stærstum hluta einokunarfyrirtæki. Hún selur Reykvíkingum heitt vatn á mun hærra verði en nauðsyn krefur. Sá umframhagnaður er bakbein fjárfestinga í veitingahúsnæði, sumarhúsabyggðum, fiskeldi og hugsanlega grunnneti Símans og á fjölmörgum öðrum sviðum. Kaupendur heitavatnsins geta hins vegar ekki leitað neitt annað með viðskipti sín. Kjarni málsins er sá að opinber einokunargróði er nýttur sem grundvöllur fjárfestinga á ýmsum sviðum á samkeppnismarkaði. Heimilin og fyrirtækin eru í raun og veru þvinguð til þátttöku í þessum fjárfestingum í gegnum einokunarviðskiptin. Þetta er grundvallar misskilningur um hlutverk stjórnmála í viðskiptum. Stjórnmálamennn hafa ærið hlutverk í nútímaþjóðfélagi. En það er að hafa endaskipti á hlutunum þegar þeir freista þess að verða eftirlíkingar athafnamanna á samkeppnismarkaði. Ekkert mælir því mót að stjórnmálamenn séu virkir þátttakendur í þjóðlífinu, í almannasamtökum eða fyrirtækjarekstri.Hitt er fráleitt að þeir noti skattpeninga eða opinberan einokunarhagnað til þess að gerast leikarar á því sviði.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun