Chez Styrmir - vinsæll veitingastaður 24. apríl 2006 00:01 Þann 13. apríl síðastliðinn voru Staksteinar Morgunblaðsins helgaðir meintri fáfræði Ingibjargar Sólrúnar og Marðar Árnasonar um varnarmál þjóðarinnar. Þingmennirnir höfðu undrast að Morgunblaðið virtist búa yfir meiri upplýsingum um varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna en utanríkismálanefnd Alþingis. Af alkunnri hógværð taldi Staksteinahöfundur slíkt ekki óeðlilegt, þar sem "á ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið til staðar meiri þekking á og vitneskja um varnarmál þjóðarinnar heldur en hjá Ingibjörgu Sólrúnu, Merði Árnasyni og forverum þeirra." Dálkurinn endaði á þessa leið: "En auðvitað er hægt að efna til námskeiðs í upplýsingaöflun fyrir þau Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason. Það mætti kannski bjóða þeim í hádegisverð?!" Undirrituðum datt í hug að láta reyna á boðið, dulbjó rödd sína og hringdi upp á Mogga, bað um samband við ritstjórann. "Fyrir hvern er það?" svaraði roskin símadama. "Ég heiti Sæmundur Hólm og er að hringja hérna frá flokksskrifstofu Samfylkingarinnar." "Hann Styrmir tekur nú yfirleitt ekki símann sjálfur. Er þetta út af einhverju sérstöku?" "Já, ég er að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason, formann og þingmann Samfylkingarinnar..." "Ertu að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu?" "Já." "Það er langbest fyrir hana að senda honum bara tölvupóst." "Ee... Heldurðu að það sé ráðlegt?" "Já já, það er allt öruggt hjá honum núna." "Er það?" "Já, pósthólfið hans er vaktað allan sólarhringinn." "Já, hún vill nú samt síður senda honum tölvupóst." "Heyrðu, ég skal gefa þér samband við ritarann hans, augnablik." Þegar hér var komið sögu var ég orðinn dauðstressaður. Hvað myndi gerast ef ritarinn sæi í gegnum símaatið? Mér gafst ekki tími til að hræðast frekar því nú heyrðist í huggulegri kvenrödd sem var ögn yngri en símadaman: "Hjá ritstjóra." "Já, ég heiti Sæmundur Hólm og er að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason. Það er út af hádegisverðarboði. Hann... ritstjórinn skrifaði í blaðið um daginn að þau væru velkomin í hádegisverð til sín." "Já? Jú. Alveg rétt." "Og... Stendur það boð enn eða...?" "Já, það held ég. Viltu bíða aðeins..." Um stund hlýddi ég á skrifborðsklið og stólaskrið. Og muldur mildra radda. Síðan kom hinn ljúfi ritari aftur í símann. "Já, hún er velkomin." "Ee... Þú meinar Ingibjörg Sólrún?" "Já, hún getur komið ef hún vill." "Já, ég var nú reyndar að tala um Ingibjörgu OG Mörð." "Já? Bíddu aðeins..." Heyra mátti að hönd var brugðið fyrir tólið í nokkrar sekúndur. Þar til ritarinn sagði: "Það er nú eiginlega betra ef hún getur komið ein." "Já en... Þetta á alls ekki að verða neinn rómantískur hádegisverður, sko." Ég stressaðist ögn upp við að heyra mig segja þetta og datt út úr karakternum Sæmundi Hólm litla stund, hélt að ég hefði kannski gengið of langt. En ritarinn andvarpaði aðeins stutt og sagði síðan: "Nei nei, þannig að þau vilja koma tvö?" "Já. Það er bara spurning hvenær," svaraði ég, feginn því að hafa ekki vakið reiði hjá stúlkunni. "Bíddu. Skulum sjá. Það er nú ekkert laust í þessari viku. Og næsta vika er ráðherravika hjá honum. Ég sé að það er ekkert laust fyrr en 18. maí. Það er þriðjudagur." "Já, það er nú svolítið seint," kvartaði ég. "Er virkilega ekkert laust fyrr?" "Því miður." "Hvað, er svona vinsælt að borða þarna?" "Já, það má segja það," svaraði stúlkan og hló örlítið. "En hvað með laugardag? Er ekki hægt að skvísa þeim inn einhvern laugardaginn?" "Nei, hann er alltaf með fasta á laugardögum." "Pasta?" "Nei, fasta." "Ha? Fastar hann á laugardögum?" "Nei. Þá er hann með fastagestina sína. Þeir koma á laugardögum." "Nú? Hverjir eru það? Kjartan og Jón Steinar og þeir?" Aftur hló ritarinn, en nú með hneykslunarkeim. "Við gefum aldrei upp nöfn þeirra sem borða hérna, rétt eins og hún Ingibjörg Sólrún getur treyst því að þetta fari ekki lengra." "Hann fer semsagt ekkert með þetta í blaðið?" "Nei, allt sem sagt er á þessum fundum er trúnaðarmál sem fer ekki lengra. Allar upplýsingar sem ritstjórinn fær með þessum hætti eru fyrir hann einan og fara ekkert lengra. Þið getið treyst því." "Já, Mogginn er auðvitað þannig blað. Hann velur sínar fréttir vel." Nú varð örlítil þögn í samtalinu en síðan heyrðist ritarinn andvarpa áður en hún sagði ögn pirruð: "Hvernig er það? Ætlarðu að taka 18. maí eða...?" "Já, ætli það ekki bara. Það er þá semsagt borð fyrir tvo. Og ef þú ættir borð við gluggann þá væri það æðislegt." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þann 13. apríl síðastliðinn voru Staksteinar Morgunblaðsins helgaðir meintri fáfræði Ingibjargar Sólrúnar og Marðar Árnasonar um varnarmál þjóðarinnar. Þingmennirnir höfðu undrast að Morgunblaðið virtist búa yfir meiri upplýsingum um varnarviðræður Íslendinga og Bandaríkjamanna en utanríkismálanefnd Alþingis. Af alkunnri hógværð taldi Staksteinahöfundur slíkt ekki óeðlilegt, þar sem "á ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið til staðar meiri þekking á og vitneskja um varnarmál þjóðarinnar heldur en hjá Ingibjörgu Sólrúnu, Merði Árnasyni og forverum þeirra." Dálkurinn endaði á þessa leið: "En auðvitað er hægt að efna til námskeiðs í upplýsingaöflun fyrir þau Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason. Það mætti kannski bjóða þeim í hádegisverð?!" Undirrituðum datt í hug að láta reyna á boðið, dulbjó rödd sína og hringdi upp á Mogga, bað um samband við ritstjórann. "Fyrir hvern er það?" svaraði roskin símadama. "Ég heiti Sæmundur Hólm og er að hringja hérna frá flokksskrifstofu Samfylkingarinnar." "Hann Styrmir tekur nú yfirleitt ekki símann sjálfur. Er þetta út af einhverju sérstöku?" "Já, ég er að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason, formann og þingmann Samfylkingarinnar..." "Ertu að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu?" "Já." "Það er langbest fyrir hana að senda honum bara tölvupóst." "Ee... Heldurðu að það sé ráðlegt?" "Já já, það er allt öruggt hjá honum núna." "Er það?" "Já, pósthólfið hans er vaktað allan sólarhringinn." "Já, hún vill nú samt síður senda honum tölvupóst." "Heyrðu, ég skal gefa þér samband við ritarann hans, augnablik." Þegar hér var komið sögu var ég orðinn dauðstressaður. Hvað myndi gerast ef ritarinn sæi í gegnum símaatið? Mér gafst ekki tími til að hræðast frekar því nú heyrðist í huggulegri kvenrödd sem var ögn yngri en símadaman: "Hjá ritstjóra." "Já, ég heiti Sæmundur Hólm og er að hringja fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og Mörð Árnason. Það er út af hádegisverðarboði. Hann... ritstjórinn skrifaði í blaðið um daginn að þau væru velkomin í hádegisverð til sín." "Já? Jú. Alveg rétt." "Og... Stendur það boð enn eða...?" "Já, það held ég. Viltu bíða aðeins..." Um stund hlýddi ég á skrifborðsklið og stólaskrið. Og muldur mildra radda. Síðan kom hinn ljúfi ritari aftur í símann. "Já, hún er velkomin." "Ee... Þú meinar Ingibjörg Sólrún?" "Já, hún getur komið ef hún vill." "Já, ég var nú reyndar að tala um Ingibjörgu OG Mörð." "Já? Bíddu aðeins..." Heyra mátti að hönd var brugðið fyrir tólið í nokkrar sekúndur. Þar til ritarinn sagði: "Það er nú eiginlega betra ef hún getur komið ein." "Já en... Þetta á alls ekki að verða neinn rómantískur hádegisverður, sko." Ég stressaðist ögn upp við að heyra mig segja þetta og datt út úr karakternum Sæmundi Hólm litla stund, hélt að ég hefði kannski gengið of langt. En ritarinn andvarpaði aðeins stutt og sagði síðan: "Nei nei, þannig að þau vilja koma tvö?" "Já. Það er bara spurning hvenær," svaraði ég, feginn því að hafa ekki vakið reiði hjá stúlkunni. "Bíddu. Skulum sjá. Það er nú ekkert laust í þessari viku. Og næsta vika er ráðherravika hjá honum. Ég sé að það er ekkert laust fyrr en 18. maí. Það er þriðjudagur." "Já, það er nú svolítið seint," kvartaði ég. "Er virkilega ekkert laust fyrr?" "Því miður." "Hvað, er svona vinsælt að borða þarna?" "Já, það má segja það," svaraði stúlkan og hló örlítið. "En hvað með laugardag? Er ekki hægt að skvísa þeim inn einhvern laugardaginn?" "Nei, hann er alltaf með fasta á laugardögum." "Pasta?" "Nei, fasta." "Ha? Fastar hann á laugardögum?" "Nei. Þá er hann með fastagestina sína. Þeir koma á laugardögum." "Nú? Hverjir eru það? Kjartan og Jón Steinar og þeir?" Aftur hló ritarinn, en nú með hneykslunarkeim. "Við gefum aldrei upp nöfn þeirra sem borða hérna, rétt eins og hún Ingibjörg Sólrún getur treyst því að þetta fari ekki lengra." "Hann fer semsagt ekkert með þetta í blaðið?" "Nei, allt sem sagt er á þessum fundum er trúnaðarmál sem fer ekki lengra. Allar upplýsingar sem ritstjórinn fær með þessum hætti eru fyrir hann einan og fara ekkert lengra. Þið getið treyst því." "Já, Mogginn er auðvitað þannig blað. Hann velur sínar fréttir vel." Nú varð örlítil þögn í samtalinu en síðan heyrðist ritarinn andvarpa áður en hún sagði ögn pirruð: "Hvernig er það? Ætlarðu að taka 18. maí eða...?" "Já, ætli það ekki bara. Það er þá semsagt borð fyrir tvo. Og ef þú ættir borð við gluggann þá væri það æðislegt."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun