Hver á rökleysuna? 7. apríl 2006 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur verið í hópi efnilegustu framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Í forystugreinum þessa blaðs hefur verið gerður ágreiningur um frumvarp ráðherrans um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Í fréttum NFS á miðvikudagskvöld var ráðherrann beðinn um að svara þeirri gagnrýni. Svar ráðherrans var einfalt. Hann sagði: "Maður verður auðvitað að hafa það í huga að þarna talar og skrifar ritstjóri fjölmiðlasamsteypu sem er í mikilli samkeppni meðal annars við Ríkisútvarpið." Þar með var málið afgreitt af ráðherrans hálfu. Af þessu tilefni er rétt að draga fram í hnotskurn um hvað er deilt í þessu máli og um hvað er ekki deilt. Ekki er deilt um það markmið að starfrækja metnaðarfullt menningarútvarp. Það er ekki deilt um að nota skattpeninga til þess að kosta þann rekstur að uppistöðu til. Þar að auki er ekki gerður ágreiningur um að heimila útvarpi sem rekið er fyrir skattpeninga að afla viðbótartekna að ákveðnu marki á auglýsingamarkaði þó að það gangi á svig við eðlilegar leikreglur markaðarins. Ríkisútvarpið er rekið fyrir skattpeninga almennings. Um meðferð skatttekna og stjórnsýslu stofnana sem reknar eru fyrir skattpeninga gilda almennar reglur. Núverandi ríkisstjórn hefur skerpt þær og bætt á ýmsa lund. Þessar reglur lúta að því að allir sem fá greidd laun með skattpeningum búi við ákveðnar leikreglur að því er varðar ákvörðun þeirra. Um þá gilda sömu reglur varðandi öll réttindi og skyldur. Stofnanir sem reknar eru fyrir skattfé hlíta sömu reglum um alla stjórnsýslu og upplýsingaskyldu. Reglur af þessu tagi eru settar til þess að tryggja jafnræði og gegnsæi og koma í veg fyrir misnotkun á skattpeningum almennings. Eina krafan sem sett hefur verið fram í forystugreinum þessa blaðs er sú að þessar meginreglur gildi um rekstur Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana sem kostaðar eru af almannafé. Spurt hefur verið hvaða rök standi til þess að víkja frá þessum reglum í þessu tilviki en halda fast við þær í öðrum þar sem stjórnsýslan snýst um ráðstöfun skattpeninga og opinbera starfsemi í almannaþágu. Við því hafa ekki fengist önnur svör en menntamálaráðherra viðhafði í fréttum NFS. Í svari ráðherra fólust dylgjur um að afstaða ritstjóra þessa blaðs réðist af ómálefnalegri hagsmunagæslu. Slíkar ásakanir er hvorki unnt að sanna né afsanna. Eini tilgangur þeirra er að vekja tortryggni og efasemdir um heilindi. Ásökunum af þessu tagi verður best svarað með spurningu, sem aðrir ættu fremur að svara en þeir sem deila. Spurningin er þessi: Hvor málsaðili er líklegri til að byggja afstöðu sína á ómálefnalegum sjónarmiðum; sá sem vill viðhalda meginreglum um meðferð skattpeninga eða hinn sem leggur til að undanþága verði gerð í einu tilviki? Í ljósi þeirra meginreglna sem gilda um meðferð skattpeninga almennings hefur því verið haldið fram á þessum vettvangi að rétt sé að breyta þeim ríkisstofnunum í hlutafélög sem byggja afkomu sína á sjálfsaflafé, en það sé rangt þegar reksturinn byggist á skatttekjum. Því hefur enn sem komið er ekki verið svarað með gagnrökum að þessi skýra aðgreining sé reist á ómálefnalegum sjónarmiðum. Við svo búið vegast því hér á rök og rökleysa. Hver á rökleysuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur verið í hópi efnilegustu framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Í forystugreinum þessa blaðs hefur verið gerður ágreiningur um frumvarp ráðherrans um að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag. Í fréttum NFS á miðvikudagskvöld var ráðherrann beðinn um að svara þeirri gagnrýni. Svar ráðherrans var einfalt. Hann sagði: "Maður verður auðvitað að hafa það í huga að þarna talar og skrifar ritstjóri fjölmiðlasamsteypu sem er í mikilli samkeppni meðal annars við Ríkisútvarpið." Þar með var málið afgreitt af ráðherrans hálfu. Af þessu tilefni er rétt að draga fram í hnotskurn um hvað er deilt í þessu máli og um hvað er ekki deilt. Ekki er deilt um það markmið að starfrækja metnaðarfullt menningarútvarp. Það er ekki deilt um að nota skattpeninga til þess að kosta þann rekstur að uppistöðu til. Þar að auki er ekki gerður ágreiningur um að heimila útvarpi sem rekið er fyrir skattpeninga að afla viðbótartekna að ákveðnu marki á auglýsingamarkaði þó að það gangi á svig við eðlilegar leikreglur markaðarins. Ríkisútvarpið er rekið fyrir skattpeninga almennings. Um meðferð skatttekna og stjórnsýslu stofnana sem reknar eru fyrir skattpeninga gilda almennar reglur. Núverandi ríkisstjórn hefur skerpt þær og bætt á ýmsa lund. Þessar reglur lúta að því að allir sem fá greidd laun með skattpeningum búi við ákveðnar leikreglur að því er varðar ákvörðun þeirra. Um þá gilda sömu reglur varðandi öll réttindi og skyldur. Stofnanir sem reknar eru fyrir skattfé hlíta sömu reglum um alla stjórnsýslu og upplýsingaskyldu. Reglur af þessu tagi eru settar til þess að tryggja jafnræði og gegnsæi og koma í veg fyrir misnotkun á skattpeningum almennings. Eina krafan sem sett hefur verið fram í forystugreinum þessa blaðs er sú að þessar meginreglur gildi um rekstur Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana sem kostaðar eru af almannafé. Spurt hefur verið hvaða rök standi til þess að víkja frá þessum reglum í þessu tilviki en halda fast við þær í öðrum þar sem stjórnsýslan snýst um ráðstöfun skattpeninga og opinbera starfsemi í almannaþágu. Við því hafa ekki fengist önnur svör en menntamálaráðherra viðhafði í fréttum NFS. Í svari ráðherra fólust dylgjur um að afstaða ritstjóra þessa blaðs réðist af ómálefnalegri hagsmunagæslu. Slíkar ásakanir er hvorki unnt að sanna né afsanna. Eini tilgangur þeirra er að vekja tortryggni og efasemdir um heilindi. Ásökunum af þessu tagi verður best svarað með spurningu, sem aðrir ættu fremur að svara en þeir sem deila. Spurningin er þessi: Hvor málsaðili er líklegri til að byggja afstöðu sína á ómálefnalegum sjónarmiðum; sá sem vill viðhalda meginreglum um meðferð skattpeninga eða hinn sem leggur til að undanþága verði gerð í einu tilviki? Í ljósi þeirra meginreglna sem gilda um meðferð skattpeninga almennings hefur því verið haldið fram á þessum vettvangi að rétt sé að breyta þeim ríkisstofnunum í hlutafélög sem byggja afkomu sína á sjálfsaflafé, en það sé rangt þegar reksturinn byggist á skatttekjum. Því hefur enn sem komið er ekki verið svarað með gagnrökum að þessi skýra aðgreining sé reist á ómálefnalegum sjónarmiðum. Við svo búið vegast því hér á rök og rökleysa. Hver á rökleysuna?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun