Skýrari línur 2. apríl 2006 00:01 Segja má með nokkrum sanni að nýr kafli hafi hafist í varnarviðræðunum þegar embættismenn Íslands og Bandaríkjanna komu saman í Reykjavík liðinn föstudag. Þó að fundarins hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í ljósi síðustu atburða var þess varla að vænta að stór skref yrðu tekin á þessu stigi málsins. Svar við þeirri spurningu hvort ásættanleg niðurstaða muni nást liggur því ekki fyrir. Af yfirlýsingum sem gefnar hafa verið eftir fundinn má þó ráða að línur um framhald málsins séu skýrari en áður. Nokkur blæbrigðamunur er að vísu á viðbrögðum forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þannig að ekkert nýtt hafi komið fram. Jafnframt hefur hann látið það álit í ljós að fyrst eftir mánuð geti Íslendingar ráðfært sig við önnur ríki Atlantshafsbandalagsins, ef niðurstaða fæst ekki með Bandaríkjamönnum. Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur á hinn bóginn sagst vera bjartsýnn þó að Ísland sé ekki í neinni óskastöðu. Athyglisverðast er þó að utanríkisráðherra hefur í tilefni af þessum fundi sagt mjög skýrt að hann telji ekki raunhæft að aðrar þjóðir taki að sér það hlutverk, sem Bandaríkin hafa gegnt varðandi varnir Íslands. Með þessari yfirlýsingu tekur ráðherrann af skarið um álitaefni sem verið hefur ofarlega í allri umræðu síðan Bandaríkjastjórn tilkynnti endanlega ákvörðun sína um að taka herþoturnar frá Keflavík. Við þær aðstæður sem upp komu eftir að þessi veruleiki lá fyrir með þeim hætti sem raun varð á var ekki óeðlilegt að íhugun um aðra kosti en samstarf við Bandaríkin á þessu sviði kæmi upp á yfirborðið. Ýmsum tilgátum af þessu tagi hefur verið hent inn í umræðuna. Þar hafa einkum átt hlut að máli bæði innlendir stjórnmálamenn og erlendir sérfræðingar. Þegar atburðir af þessu tagi eiga sér stað er opin umræða bæði æskileg og nauðsynleg. Slík umræða þarf jafnan einhvern tíma. En eins og ævinlega geta stjórnvöld á endanum ekki vikist undan því hlutverki að taka af skarið og leggja skýrar línur um það hvaða braut skuli gengin. Í sjálfu sér má segja að ekki hafi verið flókið mál að komast að niðurstöðu í þessu efni. En það var kominn tími til að stjórnvöld töluðu skýrt út þar að lútandi. Fyrir þá sök var gott að utanríkisráðherra skyldi hafa talað með þeim hætti sem hann gerði. Þó að lausn á framtíðarvörnum landsins sé ekki fundin eru línur með þessu móti orðnar skýrari og framganga málsins komin í markvissari farveg. Á fáum sviðum er stefnufesta mikilvægari en í öryggismálum. Í ljósi þess sem sagt hefur verið eftir viðræðurnar á föstudag þarf enginn að ganga að því gruflandi hvert stefnir. Þróun Evrópusamvinnunnar á þessu sviði er hvergi komin á það stig að unnt verði að leysa varnarmál Íslands á þeim vettvangi í næstu framtíð. Eins og málum er háttað í okkar heimshluta nú um stundir skipta skuldbindingar Bandaríkjanna og trúverðugar viðbragðsáætlanir þeirra mestu máli. Tilgangur veru Bandaríkjahers hér var ekki að halda uppi atvinnu. Síst af öllu eiga slík sjónarnmið við nú. Það er verkefni sem við leysum upp á eigin spýtur. Í gegnum tíðina hefur stundum gætt nokkurs tvískinnungs af okkar hálfu um þetta efni. Og ef til vill voru hugmyndirnar um fjórar vopnlausar þotur ekki með öllu lausar við hann. Þó að enn sjáist ekki fyrir endann á þessu mikilvæga máli er ærin ástæða til þess að fagna því að við þetta nýja upphaf varnarviðræðnanna eru línur um sumt skýrari en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Segja má með nokkrum sanni að nýr kafli hafi hafist í varnarviðræðunum þegar embættismenn Íslands og Bandaríkjanna komu saman í Reykjavík liðinn föstudag. Þó að fundarins hafi verið beðið með nokkurri eftirvæntingu í ljósi síðustu atburða var þess varla að vænta að stór skref yrðu tekin á þessu stigi málsins. Svar við þeirri spurningu hvort ásættanleg niðurstaða muni nást liggur því ekki fyrir. Af yfirlýsingum sem gefnar hafa verið eftir fundinn má þó ráða að línur um framhald málsins séu skýrari en áður. Nokkur blæbrigðamunur er að vísu á viðbrögðum forystumanna ríkisstjórnarflokkanna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir þannig að ekkert nýtt hafi komið fram. Jafnframt hefur hann látið það álit í ljós að fyrst eftir mánuð geti Íslendingar ráðfært sig við önnur ríki Atlantshafsbandalagsins, ef niðurstaða fæst ekki með Bandaríkjamönnum. Geir H. Haarde utanríkisráðherra hefur á hinn bóginn sagst vera bjartsýnn þó að Ísland sé ekki í neinni óskastöðu. Athyglisverðast er þó að utanríkisráðherra hefur í tilefni af þessum fundi sagt mjög skýrt að hann telji ekki raunhæft að aðrar þjóðir taki að sér það hlutverk, sem Bandaríkin hafa gegnt varðandi varnir Íslands. Með þessari yfirlýsingu tekur ráðherrann af skarið um álitaefni sem verið hefur ofarlega í allri umræðu síðan Bandaríkjastjórn tilkynnti endanlega ákvörðun sína um að taka herþoturnar frá Keflavík. Við þær aðstæður sem upp komu eftir að þessi veruleiki lá fyrir með þeim hætti sem raun varð á var ekki óeðlilegt að íhugun um aðra kosti en samstarf við Bandaríkin á þessu sviði kæmi upp á yfirborðið. Ýmsum tilgátum af þessu tagi hefur verið hent inn í umræðuna. Þar hafa einkum átt hlut að máli bæði innlendir stjórnmálamenn og erlendir sérfræðingar. Þegar atburðir af þessu tagi eiga sér stað er opin umræða bæði æskileg og nauðsynleg. Slík umræða þarf jafnan einhvern tíma. En eins og ævinlega geta stjórnvöld á endanum ekki vikist undan því hlutverki að taka af skarið og leggja skýrar línur um það hvaða braut skuli gengin. Í sjálfu sér má segja að ekki hafi verið flókið mál að komast að niðurstöðu í þessu efni. En það var kominn tími til að stjórnvöld töluðu skýrt út þar að lútandi. Fyrir þá sök var gott að utanríkisráðherra skyldi hafa talað með þeim hætti sem hann gerði. Þó að lausn á framtíðarvörnum landsins sé ekki fundin eru línur með þessu móti orðnar skýrari og framganga málsins komin í markvissari farveg. Á fáum sviðum er stefnufesta mikilvægari en í öryggismálum. Í ljósi þess sem sagt hefur verið eftir viðræðurnar á föstudag þarf enginn að ganga að því gruflandi hvert stefnir. Þróun Evrópusamvinnunnar á þessu sviði er hvergi komin á það stig að unnt verði að leysa varnarmál Íslands á þeim vettvangi í næstu framtíð. Eins og málum er háttað í okkar heimshluta nú um stundir skipta skuldbindingar Bandaríkjanna og trúverðugar viðbragðsáætlanir þeirra mestu máli. Tilgangur veru Bandaríkjahers hér var ekki að halda uppi atvinnu. Síst af öllu eiga slík sjónarnmið við nú. Það er verkefni sem við leysum upp á eigin spýtur. Í gegnum tíðina hefur stundum gætt nokkurs tvískinnungs af okkar hálfu um þetta efni. Og ef til vill voru hugmyndirnar um fjórar vopnlausar þotur ekki með öllu lausar við hann. Þó að enn sjáist ekki fyrir endann á þessu mikilvæga máli er ærin ástæða til þess að fagna því að við þetta nýja upphaf varnarviðræðnanna eru línur um sumt skýrari en áður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun