Vatn handa öllum 26. mars 2006 00:01 Í vikunni sem leið var alþjóðlegi vatnsdagurinn. Sá dagur hefur á undanförnum árum komið og farið án þess að við Íslendingar hefðum séð ástæðu til að veita honum sérstaka athygli. Nú er öldin önnur og helgast það ekki af vatnsskorti hér á landi heldur af makalausri uppákomu á Alþingi nýverið. Stjórnarandstaðan gekk fram af óskiljanlegu offorsi. Verra var að ríkisstjórnarmeirihlutinn gerði þau mistök að semja við stjórnarandstöðuna. Skilaboðin voru þau að ef stjórnarandstaðan hagar sér nógu ólýðræðislega og misnotar þingsköp nógu freklega, þá verði gengið að kröfum hennar. Umræðan um vatn á Alþingi var einungis birtingarmynd málefnasnauðrar stjórnarandstöðu og kátlegt að fylgjast með forystumönnum hennar berja sér á brjóst yfir árangrinum í þessu máli. En vatn er dauðans alvöru mál, fyrir þá sem hafa ekki aðgang að því. Meira en milljarður manna án vatnsÁ degi vatnsins hefur rúmlega einn milljarður manns ekki greiðan aðgang að vatni. Enn fleiri hafa ekki aðgang að nægjanlegu vatni til að sinna lágmarks hreinlæti. Afleiðingar þessa eru skelfilegar. Talið er að á síðasta ári hafi um 12 milljónir manns dáið vegna skorts á vatni. Vatnsskorturinn felldi fleiri í heiminum en vopnuð átök megnuðu og er víst ekki hægt að kvarta yfir framtaksleysi þeirra sem um vopnin halda. Aukið aðgengi fólks í fátækustu löndum heims að vatni er eitt mikilvægasta verkefni alþjóðasamfélagsins. Talið er að það þurfi að auka framlög um 100 milljarða bandaríkjadollara árlega næstu árin, til að leysa bráðasta vatnsvandann. Til samanburðar er talin þörf á 20 milljörðum dollara á ári til að berjast gegn eyðni. Ríkisveitur vonlausarÞessi rúmi milljarður manns sem er án vatns býr í fátækustu löndum heims, einkum í Afríku og Asíu. 97% af vatnsdreifingunni er í höndum opinberra aðila í þessum löndum. Augljóst er að árangurinn er hörmulegur og er þá ekki fast að orði kveðið. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að við svo búið má ekki standa. Vatnsnotkun í heiminum sexfaldaðist frá 1900 til 1995, meira en helmingi meiri vöxtur en var í mannfjöldanum á sama tíma. Talið er að mannfólkinu muni fjölga í um níu milljarða um miðja þessa öld. Vatnsnotkun mun því vaxa umtalsvert frá því sem nú er. Andstaða við einkaframtakiðÍ ljósi þessa vekur það furðu hversu mjög er hamast gegn því að einkafyrirtæki dreifi vatni, einkum í þriðja heiminum. Andstæðingar einkaframtaksins hafa bent á máli sínu til stuðnings, að þess séu dæmi að verð hafi hækkað til þeirra sem höfðu aðgang að vatnsveitu eftir að einkavæðing hafi átt sér stað. Þetta er rétt, en um leið eru dæmi um að verð til notenda hafi lækkað við einkavæðingu. En málið er miklu flóknara. Þegar kostnaður við að tengja nýjan notanda er hærri en tekjurnar sem fást, er lítill hvati til að tengja nýja notendur við vatnsveiturnar. Á þessa staðreynd hafa stjórnvöld rekið sig illilega á í þriðja heiminum. Því kann að vera nauðsynlegt að verð hækki að minnsta kosti tímabundið til notenda til þess að nýir notendur geti bæst við. Slíkar hækkanir hafa verið gagnrýndar mjög. En þá er horft framhjá meginatriði málsins. Örlögum og kostnaði þeirra sem ekki fá tengingu við vatnsveitu vegna þess að einkaaðilum er ekki hleypt inn á vatnsmarkaðinn. Fátækir borga meira fyrir vatn en aðrirFátækasta fólkið í borgum og bæjum þriðja heimsins er auðvitað ekki án vatns frekar en aðrir. Vandinn er bara sá að það þarf að kaupa vatnið af t.d. götusölum, á margfalt hærra verði en þeir sem tengdir eru vatnsveitum þurfa að borga. Verðmunurinn er gjarnan á bilinu 12 til 20 faldur. Og þeir sem ekki búa í þéttbýli verða að eyða drjúgum hluta dagsins í að afla sér vatns. Sú vinna, þungur vatnsburður um langan veg, er gjarnan unnin af konum og börnum. Það er áætlað að um 10 milljónir ársverka fari í vatnsburð sem þennan. Þessi kostnaður gleymist gjarnan. Andstæðingum einkaframtaksins hefur tekist að hægja á þátttöku einkafyrirtækja í vatnsdreifingu í þriðja heiminum. Það er hræðilegt fyrir þær hundruð milljónir manna sem þar með þurfa að bíða lengur eftir því að fá vatn á viðráðanlegu verði. Ábyrg afstaða hlýtur að vera sú að hvetja til þess að fátæk ríki nýti sér kunnáttu og þekkingu vatnsfyrirtækja. Eða hvað yrði sagt ef einkaframtakið væri ábyrgt fyrir 97% vatnsdreifingar í þriðja heiminum og milljarður manna hefði ekki aðgang að vatni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í vikunni sem leið var alþjóðlegi vatnsdagurinn. Sá dagur hefur á undanförnum árum komið og farið án þess að við Íslendingar hefðum séð ástæðu til að veita honum sérstaka athygli. Nú er öldin önnur og helgast það ekki af vatnsskorti hér á landi heldur af makalausri uppákomu á Alþingi nýverið. Stjórnarandstaðan gekk fram af óskiljanlegu offorsi. Verra var að ríkisstjórnarmeirihlutinn gerði þau mistök að semja við stjórnarandstöðuna. Skilaboðin voru þau að ef stjórnarandstaðan hagar sér nógu ólýðræðislega og misnotar þingsköp nógu freklega, þá verði gengið að kröfum hennar. Umræðan um vatn á Alþingi var einungis birtingarmynd málefnasnauðrar stjórnarandstöðu og kátlegt að fylgjast með forystumönnum hennar berja sér á brjóst yfir árangrinum í þessu máli. En vatn er dauðans alvöru mál, fyrir þá sem hafa ekki aðgang að því. Meira en milljarður manna án vatnsÁ degi vatnsins hefur rúmlega einn milljarður manns ekki greiðan aðgang að vatni. Enn fleiri hafa ekki aðgang að nægjanlegu vatni til að sinna lágmarks hreinlæti. Afleiðingar þessa eru skelfilegar. Talið er að á síðasta ári hafi um 12 milljónir manns dáið vegna skorts á vatni. Vatnsskorturinn felldi fleiri í heiminum en vopnuð átök megnuðu og er víst ekki hægt að kvarta yfir framtaksleysi þeirra sem um vopnin halda. Aukið aðgengi fólks í fátækustu löndum heims að vatni er eitt mikilvægasta verkefni alþjóðasamfélagsins. Talið er að það þurfi að auka framlög um 100 milljarða bandaríkjadollara árlega næstu árin, til að leysa bráðasta vatnsvandann. Til samanburðar er talin þörf á 20 milljörðum dollara á ári til að berjast gegn eyðni. Ríkisveitur vonlausarÞessi rúmi milljarður manns sem er án vatns býr í fátækustu löndum heims, einkum í Afríku og Asíu. 97% af vatnsdreifingunni er í höndum opinberra aðila í þessum löndum. Augljóst er að árangurinn er hörmulegur og er þá ekki fast að orði kveðið. Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með að við svo búið má ekki standa. Vatnsnotkun í heiminum sexfaldaðist frá 1900 til 1995, meira en helmingi meiri vöxtur en var í mannfjöldanum á sama tíma. Talið er að mannfólkinu muni fjölga í um níu milljarða um miðja þessa öld. Vatnsnotkun mun því vaxa umtalsvert frá því sem nú er. Andstaða við einkaframtakiðÍ ljósi þessa vekur það furðu hversu mjög er hamast gegn því að einkafyrirtæki dreifi vatni, einkum í þriðja heiminum. Andstæðingar einkaframtaksins hafa bent á máli sínu til stuðnings, að þess séu dæmi að verð hafi hækkað til þeirra sem höfðu aðgang að vatnsveitu eftir að einkavæðing hafi átt sér stað. Þetta er rétt, en um leið eru dæmi um að verð til notenda hafi lækkað við einkavæðingu. En málið er miklu flóknara. Þegar kostnaður við að tengja nýjan notanda er hærri en tekjurnar sem fást, er lítill hvati til að tengja nýja notendur við vatnsveiturnar. Á þessa staðreynd hafa stjórnvöld rekið sig illilega á í þriðja heiminum. Því kann að vera nauðsynlegt að verð hækki að minnsta kosti tímabundið til notenda til þess að nýir notendur geti bæst við. Slíkar hækkanir hafa verið gagnrýndar mjög. En þá er horft framhjá meginatriði málsins. Örlögum og kostnaði þeirra sem ekki fá tengingu við vatnsveitu vegna þess að einkaaðilum er ekki hleypt inn á vatnsmarkaðinn. Fátækir borga meira fyrir vatn en aðrirFátækasta fólkið í borgum og bæjum þriðja heimsins er auðvitað ekki án vatns frekar en aðrir. Vandinn er bara sá að það þarf að kaupa vatnið af t.d. götusölum, á margfalt hærra verði en þeir sem tengdir eru vatnsveitum þurfa að borga. Verðmunurinn er gjarnan á bilinu 12 til 20 faldur. Og þeir sem ekki búa í þéttbýli verða að eyða drjúgum hluta dagsins í að afla sér vatns. Sú vinna, þungur vatnsburður um langan veg, er gjarnan unnin af konum og börnum. Það er áætlað að um 10 milljónir ársverka fari í vatnsburð sem þennan. Þessi kostnaður gleymist gjarnan. Andstæðingum einkaframtaksins hefur tekist að hægja á þátttöku einkafyrirtækja í vatnsdreifingu í þriðja heiminum. Það er hræðilegt fyrir þær hundruð milljónir manna sem þar með þurfa að bíða lengur eftir því að fá vatn á viðráðanlegu verði. Ábyrg afstaða hlýtur að vera sú að hvetja til þess að fátæk ríki nýti sér kunnáttu og þekkingu vatnsfyrirtækja. Eða hvað yrði sagt ef einkaframtakið væri ábyrgt fyrir 97% vatnsdreifingar í þriðja heiminum og milljarður manna hefði ekki aðgang að vatni?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun