Fari þeir sem fara vilja 20. mars 2006 00:01 Stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum má lýsa með setningunni: Veri þeir sem fara vilja. Sé að marka viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar virðast þeir enn hugsa: kannski fara þeir ekkert ef - tja - framkvæmdastjóri Nató talar við þá - og ef Geir næði bara á Bush sjálfan og gæti sungið fyrir hann... ef bara Rumsfeld væri ekki svona mikill dóni. Enn er íslenskum ráðamönnum fyrirmunað að skilja að það sem ræður veru hersins hér á landi er þörf Bandaríkjamanna fyrir hann. Sem er engin. Ekki frekar en okkar. Þetta er löngu búið. Og var auk þess allt reist á ýktri hættu frá Rússum sem aldrei hefðu lagt í það glapræði að ráðast á Ísland. Það mun þekkt úr hjónaskilnuðum að sá aðilinn sem síður vill skilja fer að láta eins og ekkert ami að, ástandið sé fullkomlega eðlilegt, þótt viðkomandi hafi ekki yrt hvort á annað í þrjá mánuði og búið sé að panta tíma hjá prestinum. Íslensk stjórnvöld eru í þeirri aumkunarverðu stöðu nú og hafa fullan hug á að lúta enn lægra; hyggjast liggja gólandi með handleggina vafða um fætur á leið út um dyrnar: ó ekki fara! Nú súpum við seyðið af því að hafa ekki um árabil haft flokka við völd með raunhæfa og ábyrga stefnu í öryggis- og varnarmálum því alveg frá árinu 1990 hafa stjórnarflokkarnir neitað að horfast í augu við að tálsýnin um ógnina frá Sovétríkjunum var endanlega horfin. Íslenskir ráðamenn eru furðu lostnir og sármóðgaðir þegar Bandaríkjamenn - eftir fimmtán ára hik - manna sig loks upp í að stynja upp úr sér: Jæja þetta er nú orðið ágætt. Viðbrögðin vitna um menn sem orðið hafa fyrir skyndilegu og gersamlega óvæntu áfalli og sveiflast milli þess að segjast lengi hafa grunað þetta og hins að vonast enn til að þetta sé ekki búið. Í algjöru örvæni var orðstír Íslands á alþjóðavettvangi seldur ef það mætti verða til að tryggja áframhaldandi hersetu, og þjóðinni gerð sú smán að setja hana á lista hinna vígfúsu þjóða. Það dugði í þrjú ár. Eftir sitjum við uppi með það að vera vopnlaus og herlaus aðili að heimskulegustu herför Bandaríkjamanna eftir Víetnam; einhvers konar ábekingur að ýmsum óhæfuverkum innrásarliðsins þar, og þar með dregin óþörf athygli hryðjuverkamanna að Íslandi. Eftir sem áður er herinn á leiðinni burt, varnarsamningur ríkjanna orðin tóm, Ísland án loftvarna, því íslenskir ráðamenn afþökkuðu þær þegar þær buðust á vegum Nató um árið, svo vissir sem þeir voru um að Bush væri hrifnari af Davíð Oddssyni en dónanum Rumsfeld - og þyrlur Landhelgisgæslunnar úr sér gengnar af því að dómsmálaráðherra neitaði að trúa því að herinn væri á förum. Löstum ekki Bandaríkin. Þangað fóru skyldmenni forfeðra okkar og formæðra og fundu nýtt líf í landi og samfélagi sem hafnaði þeim ekki eins og Ísland hafði gert. Bandaríkin færðu okkur stjórnarskrá sína sem breiddi hugsjónir um lýðréttindi og frelsi út um heiminn og varð ein af forsendum frönsku byltingarinnar. Bandaríkin hafa verið aflstöð hugmynda um frelsi og svigrúm einstaklinganna - þrátt fyrir allt; þaðan hefur breiðst út um heiminn frjálsmannlegt hugarfar um jöfnuð manna. Bandaríkin færðu okkur Elvis og Louis Armstrong; Faulkner og skýjaklúfana og ípódinn; hamborgarann; T. S. Eliot og Ezra Pound; Kerouac og Bessie Smith; Dylan; seríósið; Mingus og Bogart og Garbo; tyggjó, Chaplin, færibandið, Hemingway og Andrés Önd, Hank Williams, Billie Holiday - og allar hinar tilfinninga- og hugmynda- og hugsjónaveiturnar. En þau færðu okkur líka neysluæði og hamborgararassa; taumlausa auðhyggju, óttaframleiðslukvikmyndir, Kentucky fried chicken og pallbíla, Survivor og Dick Cheney, öfgakristni og rasisma. Bandaríkin færðu okkur margt af því dásamlegasta í menningu 20. aldar og sumt af því skelfilegasta. Nú bendir ýmislegt til þess að ameríska öldin sé ekki að hefjast - eins og mennirnir kringum Bush telja - heldur að henni sé brátt lokið. Hvað sem því líður þá hlýtur nú að blasa við hversu óeðlilegt það er að vopnlaus smáþjóð setji allt sitt traust á fjarlæga stórþjóð, jafnvel þótt hugsanlegir hagsmunir kunni að virðast fara saman um hríð - það er að segja þeir hagsmunir Bandaríkjanna að hafa hér eftirlitsstöð og þeir hagsmunir Íslendinga að græða á því. Það má segja að við höfum sloppið furðuvel. En það hlýtur að vera verk þjóðar að sjá sjálf um að verja sig. Voru Íslendingar og Bandaríkjamenn raunverulegar vinaþjóðir? Óbilgjörn smáþjóð með framréttan lófann, sífellt að ganga á lagið, sífellt með óskammfeilnar og fráleitar hótanir um að ganga á mála hjá óvininum, sífellt að suða um meira, sífellt að selja landið sitt - er slíkt framferði vænlegur grundvöllur sannrar vináttu? Eða vel fallið til að byggja sterka sjálfsmynd þjóðar? Ónei: aukin tengsl við Evrópu hafa á þeim skamma tíma sem liðin er frá inngöngunni í EES fært Íslendingum meiri velsæld og frjálsræði en áratugalangt sníkjulífið á ameríska hernum gerði nokkru sinni. Og umfram allt, meira sjálfstraust, meiri vissu um stað sinn í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Stefnu íslenskra stjórnvalda í varnarmálum má lýsa með setningunni: Veri þeir sem fara vilja. Sé að marka viðbrögð forystumanna ríkisstjórnarinnar virðast þeir enn hugsa: kannski fara þeir ekkert ef - tja - framkvæmdastjóri Nató talar við þá - og ef Geir næði bara á Bush sjálfan og gæti sungið fyrir hann... ef bara Rumsfeld væri ekki svona mikill dóni. Enn er íslenskum ráðamönnum fyrirmunað að skilja að það sem ræður veru hersins hér á landi er þörf Bandaríkjamanna fyrir hann. Sem er engin. Ekki frekar en okkar. Þetta er löngu búið. Og var auk þess allt reist á ýktri hættu frá Rússum sem aldrei hefðu lagt í það glapræði að ráðast á Ísland. Það mun þekkt úr hjónaskilnuðum að sá aðilinn sem síður vill skilja fer að láta eins og ekkert ami að, ástandið sé fullkomlega eðlilegt, þótt viðkomandi hafi ekki yrt hvort á annað í þrjá mánuði og búið sé að panta tíma hjá prestinum. Íslensk stjórnvöld eru í þeirri aumkunarverðu stöðu nú og hafa fullan hug á að lúta enn lægra; hyggjast liggja gólandi með handleggina vafða um fætur á leið út um dyrnar: ó ekki fara! Nú súpum við seyðið af því að hafa ekki um árabil haft flokka við völd með raunhæfa og ábyrga stefnu í öryggis- og varnarmálum því alveg frá árinu 1990 hafa stjórnarflokkarnir neitað að horfast í augu við að tálsýnin um ógnina frá Sovétríkjunum var endanlega horfin. Íslenskir ráðamenn eru furðu lostnir og sármóðgaðir þegar Bandaríkjamenn - eftir fimmtán ára hik - manna sig loks upp í að stynja upp úr sér: Jæja þetta er nú orðið ágætt. Viðbrögðin vitna um menn sem orðið hafa fyrir skyndilegu og gersamlega óvæntu áfalli og sveiflast milli þess að segjast lengi hafa grunað þetta og hins að vonast enn til að þetta sé ekki búið. Í algjöru örvæni var orðstír Íslands á alþjóðavettvangi seldur ef það mætti verða til að tryggja áframhaldandi hersetu, og þjóðinni gerð sú smán að setja hana á lista hinna vígfúsu þjóða. Það dugði í þrjú ár. Eftir sitjum við uppi með það að vera vopnlaus og herlaus aðili að heimskulegustu herför Bandaríkjamanna eftir Víetnam; einhvers konar ábekingur að ýmsum óhæfuverkum innrásarliðsins þar, og þar með dregin óþörf athygli hryðjuverkamanna að Íslandi. Eftir sem áður er herinn á leiðinni burt, varnarsamningur ríkjanna orðin tóm, Ísland án loftvarna, því íslenskir ráðamenn afþökkuðu þær þegar þær buðust á vegum Nató um árið, svo vissir sem þeir voru um að Bush væri hrifnari af Davíð Oddssyni en dónanum Rumsfeld - og þyrlur Landhelgisgæslunnar úr sér gengnar af því að dómsmálaráðherra neitaði að trúa því að herinn væri á förum. Löstum ekki Bandaríkin. Þangað fóru skyldmenni forfeðra okkar og formæðra og fundu nýtt líf í landi og samfélagi sem hafnaði þeim ekki eins og Ísland hafði gert. Bandaríkin færðu okkur stjórnarskrá sína sem breiddi hugsjónir um lýðréttindi og frelsi út um heiminn og varð ein af forsendum frönsku byltingarinnar. Bandaríkin hafa verið aflstöð hugmynda um frelsi og svigrúm einstaklinganna - þrátt fyrir allt; þaðan hefur breiðst út um heiminn frjálsmannlegt hugarfar um jöfnuð manna. Bandaríkin færðu okkur Elvis og Louis Armstrong; Faulkner og skýjaklúfana og ípódinn; hamborgarann; T. S. Eliot og Ezra Pound; Kerouac og Bessie Smith; Dylan; seríósið; Mingus og Bogart og Garbo; tyggjó, Chaplin, færibandið, Hemingway og Andrés Önd, Hank Williams, Billie Holiday - og allar hinar tilfinninga- og hugmynda- og hugsjónaveiturnar. En þau færðu okkur líka neysluæði og hamborgararassa; taumlausa auðhyggju, óttaframleiðslukvikmyndir, Kentucky fried chicken og pallbíla, Survivor og Dick Cheney, öfgakristni og rasisma. Bandaríkin færðu okkur margt af því dásamlegasta í menningu 20. aldar og sumt af því skelfilegasta. Nú bendir ýmislegt til þess að ameríska öldin sé ekki að hefjast - eins og mennirnir kringum Bush telja - heldur að henni sé brátt lokið. Hvað sem því líður þá hlýtur nú að blasa við hversu óeðlilegt það er að vopnlaus smáþjóð setji allt sitt traust á fjarlæga stórþjóð, jafnvel þótt hugsanlegir hagsmunir kunni að virðast fara saman um hríð - það er að segja þeir hagsmunir Bandaríkjanna að hafa hér eftirlitsstöð og þeir hagsmunir Íslendinga að græða á því. Það má segja að við höfum sloppið furðuvel. En það hlýtur að vera verk þjóðar að sjá sjálf um að verja sig. Voru Íslendingar og Bandaríkjamenn raunverulegar vinaþjóðir? Óbilgjörn smáþjóð með framréttan lófann, sífellt að ganga á lagið, sífellt með óskammfeilnar og fráleitar hótanir um að ganga á mála hjá óvininum, sífellt að suða um meira, sífellt að selja landið sitt - er slíkt framferði vænlegur grundvöllur sannrar vináttu? Eða vel fallið til að byggja sterka sjálfsmynd þjóðar? Ónei: aukin tengsl við Evrópu hafa á þeim skamma tíma sem liðin er frá inngöngunni í EES fært Íslendingum meiri velsæld og frjálsræði en áratugalangt sníkjulífið á ameríska hernum gerði nokkru sinni. Og umfram allt, meira sjálfstraust, meiri vissu um stað sinn í heiminum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun