Óhætt að leggja við hlustir 19. mars 2006 23:40 Með nokkrum sanni má segja að staða sjávarútvegs hafi breyst í veigamiklum atriðum á allra síðustu árum. Ein er sú að hlutur greinarinnar í þjóðarbúskapnum er mun minni en áður var. Í samræmi við þá staðreynd heyrast nú ýmisleg viðhorf úr röðum forystumanna atvinnugreinarinnar sem fyrrum voru nær óhugsandi. Nýjar aðstæður kalla eðlilega á ný viðhorf. Sú var tíð að á engan mann í íslensku atvinnulífi var hlustað meir en formann LÍÚ. Það hefur breyst eins og allt annað. En það má ekki verða til þess að menn leggi alls ekki við hlustir þegar talsmenn þessarar atvinnugreinar kveðja sér hljóðs. Verðmætasköpunin í landinu er þrátt fyrir allt ekki einvörðungu fólgin í bankastarfsemi og hlutabréfaviðskiptum. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifaði grein í Fréttablaðið í liðinni viku til varnar Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Einhvern tíma hefðu það þótt óhugsandi tíðindi. Tilefnið var þær árásir sem ráðherrann sætti vegna hugleiðinga sinna um upptöku evru í stað krónu. Nú eru aðstæður með þeim hætti að fulltrúar ólíkra atvinnugreina geta hugsað á svipuðum eða sömu nótum um efni sem þetta. Í grein sinni segir Friðrik Arngrímsson: "Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafa liðið fyrir allt of sterkt gengi krónunnar. Þá hafa miklar sveiflur á gengi krónunnar á undanförnum árum gert fyrirtækjunum erfitt fyrir." Þetta eru einföld og skýr skilaboð þó að þau séu ekki ný af nálinni. Lykilatriðið er ósk um meiri efnahagslegan stöðugleika. Er hægt að fara aðrar leiðir til þess að ná meiri árangri í þeim efnum en tekist hefur á undanförnum árum? Framkvæmdastjórinn hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að ekki megi blása á málefnalegt framlag til þeirrar umræðu. Nú er það svo að einhliða upptaka evru er ekki raunhæfur kostur. Hugleiðingar þar um geta eigi að síður verið málefnalegar. En hvað sem því líður má ekki sópa vandanum varðandi óstöðugleika krónunnar undir teppið. Hann þarf að brjóta til mergjar með langtíma sjónarmið í huga. Sjávarútvegurinn býr við þær aðstæður að laun sjómanna ráðast af afurðaverði og eru þannig með óbeinum hætti tengd gengi krónunnar gagnvart viðskiptagjaldmiðlunum. Með hæfilegri einföldun má því segja að útgerðin sé að hluta evrutengd.Sennilega væri útgerðin löngu strönduð ef hún hefði ekki innbyggða aðlögun að þessu leyti. Aðrar samkeppnisgreinar eru verr settar. Allt er þetta spurning um aga í hagkerfinu. Óhætt er að fullyrða að með meiri aga í kjarasamningum, ríkisfjármálum og peningamálum hefði mátt tryggja meiri stöðugleika og minni viðskiptahalla. Með upptöku evru yrði sá agi ekki valkvæður. Agaleysi í kjarasamningum gæti þannig leitt til atvinnuleysis. Eru menn tilbúnir að lúta þeim aga utan frá sem þeir hafa ekki verið tilbúnir að beita sig að eigin frumkvæði? En hér er einnig að ýmsu öðru að hyggja. Ópólitísk erlend fjárfesting í landinu er af skornum skammti. Óvissan um stöðugleika krónunnar er ein af ástæðum þess. Á þessu þarf að verða breyting. Það er því rétt hjá framkvæmdastjóra LÍÚ að hér eru meiri hagsmunir í húfi en svo að drepa megi umræðunni á dreif þó að lausnin liggi ekki endilega á borðinu eins og sakir standa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Með nokkrum sanni má segja að staða sjávarútvegs hafi breyst í veigamiklum atriðum á allra síðustu árum. Ein er sú að hlutur greinarinnar í þjóðarbúskapnum er mun minni en áður var. Í samræmi við þá staðreynd heyrast nú ýmisleg viðhorf úr röðum forystumanna atvinnugreinarinnar sem fyrrum voru nær óhugsandi. Nýjar aðstæður kalla eðlilega á ný viðhorf. Sú var tíð að á engan mann í íslensku atvinnulífi var hlustað meir en formann LÍÚ. Það hefur breyst eins og allt annað. En það má ekki verða til þess að menn leggi alls ekki við hlustir þegar talsmenn þessarar atvinnugreinar kveðja sér hljóðs. Verðmætasköpunin í landinu er þrátt fyrir allt ekki einvörðungu fólgin í bankastarfsemi og hlutabréfaviðskiptum. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, skrifaði grein í Fréttablaðið í liðinni viku til varnar Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Einhvern tíma hefðu það þótt óhugsandi tíðindi. Tilefnið var þær árásir sem ráðherrann sætti vegna hugleiðinga sinna um upptöku evru í stað krónu. Nú eru aðstæður með þeim hætti að fulltrúar ólíkra atvinnugreina geta hugsað á svipuðum eða sömu nótum um efni sem þetta. Í grein sinni segir Friðrik Arngrímsson: "Íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafa liðið fyrir allt of sterkt gengi krónunnar. Þá hafa miklar sveiflur á gengi krónunnar á undanförnum árum gert fyrirtækjunum erfitt fyrir." Þetta eru einföld og skýr skilaboð þó að þau séu ekki ný af nálinni. Lykilatriðið er ósk um meiri efnahagslegan stöðugleika. Er hægt að fara aðrar leiðir til þess að ná meiri árangri í þeim efnum en tekist hefur á undanförnum árum? Framkvæmdastjórinn hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að ekki megi blása á málefnalegt framlag til þeirrar umræðu. Nú er það svo að einhliða upptaka evru er ekki raunhæfur kostur. Hugleiðingar þar um geta eigi að síður verið málefnalegar. En hvað sem því líður má ekki sópa vandanum varðandi óstöðugleika krónunnar undir teppið. Hann þarf að brjóta til mergjar með langtíma sjónarmið í huga. Sjávarútvegurinn býr við þær aðstæður að laun sjómanna ráðast af afurðaverði og eru þannig með óbeinum hætti tengd gengi krónunnar gagnvart viðskiptagjaldmiðlunum. Með hæfilegri einföldun má því segja að útgerðin sé að hluta evrutengd.Sennilega væri útgerðin löngu strönduð ef hún hefði ekki innbyggða aðlögun að þessu leyti. Aðrar samkeppnisgreinar eru verr settar. Allt er þetta spurning um aga í hagkerfinu. Óhætt er að fullyrða að með meiri aga í kjarasamningum, ríkisfjármálum og peningamálum hefði mátt tryggja meiri stöðugleika og minni viðskiptahalla. Með upptöku evru yrði sá agi ekki valkvæður. Agaleysi í kjarasamningum gæti þannig leitt til atvinnuleysis. Eru menn tilbúnir að lúta þeim aga utan frá sem þeir hafa ekki verið tilbúnir að beita sig að eigin frumkvæði? En hér er einnig að ýmsu öðru að hyggja. Ópólitísk erlend fjárfesting í landinu er af skornum skammti. Óvissan um stöðugleika krónunnar er ein af ástæðum þess. Á þessu þarf að verða breyting. Það er því rétt hjá framkvæmdastjóra LÍÚ að hér eru meiri hagsmunir í húfi en svo að drepa megi umræðunni á dreif þó að lausnin liggi ekki endilega á borðinu eins og sakir standa.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun