Bikarmeistari með Bregenz 20. febrúar 2006 08:00 Dagur Sigurðsson Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka." Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, spilandi þjálfari hjá Bregenz í Austurríki, varð í gær bikarmeistari með liði sínu. Bregenz sigraði AON Fivers í úrslitaleiknum í gær, 33-27, eftir mikla törn um helgina en bikarfyrirkomulagið í Austurríki er á þann veg að 8-liða úrslit eru spiluð á föstudegi, undanúrslit á laugardegi og úrslit á sunnudegi. "Þetta var mjög sætt," sagði Dagur skömmu eftir leik, í skýjunum með að hafa unnið sinn fyrsta bikarmeistaratitil í Austurríki. Röddin í Degi var ekki með besta móti þegar Fréttablaðið ræddi við Dag í gær og sagði hann aðspurður að fagnaðarlætin ættu þar vissulega einhvern hlut að máli. "En svo er ég líka búinn að vera veikur í næstum tvær vikur og er ekki enn búinn að jafna mig fullkomnlega eftir það. Ég virðist hafa fengið þessa heiftarlegu flensu en það var gott að vera búinn að ná sér fyrir helgina og eiga möguleika á að taka þátt í þessum leikjum um helgina," sagði Dagur, sem skoraði fimm mörk í leiknum. "Mér gekk mjög vel í leiknum," sagði hann. Dagur hefur orðið austurískur meistari með Bregenz síðustu tvö ár en aldrei unnið bikarkeppnina eins og áður segir. "Við vorum mjög óheppnir með drátt í þessari keppni í fyrra, fengum erfiða leiki alla dagana og svo fór að leikmenn voru of þreyttir í úrslitunum. Nú fengum við auðveldan leik á föstudaginn og laugardag og gátum fyrir vikið leyft liðinu að rúlla nokkuð jafnt. Annars er þetta svona í það mesta - að spila þrjá leiki á þremur dögum," sagði Dagur. Úrslitakeppnin er við það að hefast í Austurríki og segur Dagur að stefnan sé að sjálfsögðu sett á titilinn. "Við erum meistarar og nú orðnir bikarmeistarar svo að við getum ekkert falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir. Við ætlum okkur að vinna deildina líka."
Erlendar Íslenski handboltinn Handbolti Innlendar Íþróttir Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti