Aldraðir bíða á bráðadeildum 19. febrúar 2006 02:17 Hvers á sú kynslóð að gjalda sem lokið hefur ævistarfinu og þarf á hjúkrun og umönnun að halda? Það er eins og þetta fólk hafi orðið útundan í kröfugerðarþjóðfélaginu á síðustu árum, rödd þessa fólks hefur ekki náð eyrum ráðamanna nógu vel, fyrr en kannski nú á allra síðustu misserum. Það var því ekki að ófyrirsynju að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingar, gerði málefni öldrunarsjúklinga að umræðuefni á Alþingi á fimmtudag og beindi nokkrum spurningum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um aðbúnað þessa hóps. Hún vitnaði meðal annars í sérfræðing á bráðadeild sem lýsir ástandinu hjá sér svo: "Á bráðadeildinni minni er engin setustofa, enginn matsalur og eina dægradvölin er sjónvarp og útvarp. Heimsóknargestir standa upp við vegg þar sem aðeins einn stóll fylgir hverju rúmstæði. Tíð skipti eru á herbergisfélögum, þeir eru oftast mjög veikir og þeim fylgir ónæði af ýmsum toga." Þetta er ekki fögur lýsing, en því miður mun þetta ekki vera einsdæmi. Ásta Ragnheiður hafði þau orð um aldraða sem byggju við þessar aðstæður: "Þetta fólk er eins og fangar inni á spítala." Það eru engin ný sannindi að á hátæknisjúkrahúsum sé fjöldi öldrunarsjúklinga sem orðið hefur þar innlyksa ef svo má að orði komast. Þessi sjúklingar hafa komið á sjúkrahúsin vegna slysa eða sjúkdóma og eiga ekki í neitt hús að venda til að jafna sig eftir læknismeðferð. Um níutíu slíkir sjúklingar munu nú vera á ýmsum deildum Landspítalans. Ef hjúkrunarheimili væru fyrir hendi þyrfti ekki að fórna dýrmætu plássi á hátæknisjúkrahúsum fyrir þetta fólk, auk þess sem því liði væntanlega miklu betur á slíkum heimilum, þar sem öll þjónusta og aðbúnaður væri við það miðaður. Þannig mætti líka spara mikla fjármuni, því hátæknisjúkrahús eru dýr í rekstri, enda er kappkostað að veita þar sem besta þjónustu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra greindi í svari sínu við spurningum Ástu Ragnheiðar frá stöðu þessara mála miðað við miðjan mánuðinn en lagði áherslu á að framundan væri lausn í þessum málum. Þar er annars vegar um að ræða nýtt 110 rúma hjúkrunarheimili sem rísa á í Sogamýri í Reykjavík og síðan fyrirhugað heimili á svokallaðri Lýsislóð vestur við Ánanaust í Reykjavík. Þá minntist ráðherra á eflingu heimaþjónustu til að létta á útskriftarvandanum svokallaða. Það ætti að vera hlutverk sveitarfélaga að efla heimaþjónustu fyrir aldraða, og furðulegt að stærsta og fjölmennasta sveitarfélagið, Reykjavík, skuli ekki hafa gert gangskör að því að efla hana svo um munar. Þar hafa að vísu verið stigin ákveðin skref, en betur má ef duga skal. Það ætti að vera metnaður borgarinnar að veita öldruðum heimaþjónustu nótt sem nýtan dag. Fram til þessa hefur þjónustan aðallega verið á dagvinnutíma á virkum dögum, en með því að veita þessa þjónustu líka á kvöldin, nóttunni og um helgar stæði borgin sig í stykkinu varðandi þessi mál. Þá gætu mun fleiri sjúkir og aldraðir dvalið heima hjá sér, í sínu eðlilega umhverfi í stað þess að vera á stofnun. Til þess að veita þessa þjónustu þarf margt og vel þjálfað starfsfólk, sem ekki aðeins þarf að vera fært um að veita nauðsynlegustu þjónustu heldur líka að gefa sér svolítinn tíma til að tala við þá öldruðu. Stutt spjall við þá getur oft verið á við nokkrar pillur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Hvers á sú kynslóð að gjalda sem lokið hefur ævistarfinu og þarf á hjúkrun og umönnun að halda? Það er eins og þetta fólk hafi orðið útundan í kröfugerðarþjóðfélaginu á síðustu árum, rödd þessa fólks hefur ekki náð eyrum ráðamanna nógu vel, fyrr en kannski nú á allra síðustu misserum. Það var því ekki að ófyrirsynju að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismaður Samfylkingar, gerði málefni öldrunarsjúklinga að umræðuefni á Alþingi á fimmtudag og beindi nokkrum spurningum til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um aðbúnað þessa hóps. Hún vitnaði meðal annars í sérfræðing á bráðadeild sem lýsir ástandinu hjá sér svo: "Á bráðadeildinni minni er engin setustofa, enginn matsalur og eina dægradvölin er sjónvarp og útvarp. Heimsóknargestir standa upp við vegg þar sem aðeins einn stóll fylgir hverju rúmstæði. Tíð skipti eru á herbergisfélögum, þeir eru oftast mjög veikir og þeim fylgir ónæði af ýmsum toga." Þetta er ekki fögur lýsing, en því miður mun þetta ekki vera einsdæmi. Ásta Ragnheiður hafði þau orð um aldraða sem byggju við þessar aðstæður: "Þetta fólk er eins og fangar inni á spítala." Það eru engin ný sannindi að á hátæknisjúkrahúsum sé fjöldi öldrunarsjúklinga sem orðið hefur þar innlyksa ef svo má að orði komast. Þessi sjúklingar hafa komið á sjúkrahúsin vegna slysa eða sjúkdóma og eiga ekki í neitt hús að venda til að jafna sig eftir læknismeðferð. Um níutíu slíkir sjúklingar munu nú vera á ýmsum deildum Landspítalans. Ef hjúkrunarheimili væru fyrir hendi þyrfti ekki að fórna dýrmætu plássi á hátæknisjúkrahúsum fyrir þetta fólk, auk þess sem því liði væntanlega miklu betur á slíkum heimilum, þar sem öll þjónusta og aðbúnaður væri við það miðaður. Þannig mætti líka spara mikla fjármuni, því hátæknisjúkrahús eru dýr í rekstri, enda er kappkostað að veita þar sem besta þjónustu. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra greindi í svari sínu við spurningum Ástu Ragnheiðar frá stöðu þessara mála miðað við miðjan mánuðinn en lagði áherslu á að framundan væri lausn í þessum málum. Þar er annars vegar um að ræða nýtt 110 rúma hjúkrunarheimili sem rísa á í Sogamýri í Reykjavík og síðan fyrirhugað heimili á svokallaðri Lýsislóð vestur við Ánanaust í Reykjavík. Þá minntist ráðherra á eflingu heimaþjónustu til að létta á útskriftarvandanum svokallaða. Það ætti að vera hlutverk sveitarfélaga að efla heimaþjónustu fyrir aldraða, og furðulegt að stærsta og fjölmennasta sveitarfélagið, Reykjavík, skuli ekki hafa gert gangskör að því að efla hana svo um munar. Þar hafa að vísu verið stigin ákveðin skref, en betur má ef duga skal. Það ætti að vera metnaður borgarinnar að veita öldruðum heimaþjónustu nótt sem nýtan dag. Fram til þessa hefur þjónustan aðallega verið á dagvinnutíma á virkum dögum, en með því að veita þessa þjónustu líka á kvöldin, nóttunni og um helgar stæði borgin sig í stykkinu varðandi þessi mál. Þá gætu mun fleiri sjúkir og aldraðir dvalið heima hjá sér, í sínu eðlilega umhverfi í stað þess að vera á stofnun. Til þess að veita þessa þjónustu þarf margt og vel þjálfað starfsfólk, sem ekki aðeins þarf að vera fært um að veita nauðsynlegustu þjónustu heldur líka að gefa sér svolítinn tíma til að tala við þá öldruðu. Stutt spjall við þá getur oft verið á við nokkrar pillur.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun