Þyngri dómar í kynferðisbrotamálum 15. febrúar 2006 01:46 Umræður um dóma yfir kynferðisafbrotamönnum hafa oft verið háværar á undanförnum árum vegna þess að mönnum hefur fundist að þeir hafi í mörgum tilfellum verið allt of vægir. Sönnunarbyrðin í slíkum málum er oft á tíðum mjög erfið þegar orð stendur á móti orði, en það á ekki að koma í veg fyrir það að hægt sé að dæma menn í þunga refsingu í slíkum málum, teljist sök á annað borð sönnuð að mati dómstóla. Í kjölfar margendurtekinnar umræðu um slíka dóma ákvað dómsmálaráðherra í maí á síðasta ári að fela Ragnheiði Bragadóttur, lagaprófessor við Háskóla Íslands, að semja frumdrög að breytingum á ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Dómsmálaráðherra hefur nú kynnt þessi drög og gert þau aðgengileg á Netinu. Það heyrir til nýmæla og er eftirbreytnivert að almenningi gefst nú kostur á að segja álit sitt á drögunum áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Meginefni frumvarpsins er að lagt er til að hugtakið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er. Sem dæmi má nefna að misnotkun á bágu ástandi þess sem nauðgað er, svo sem vegna ölvunar eða svefns, telst nú nauðgun. Þá er hámarksrefsing þyngd úr sex árum í sextán og lögfest ákvæði um þyngingu refsingar vegna ungs aldurs þolanda svo dæmi séu nefnd. Þá eru sérstök ákvæði varðandi brot gegn börnum fjórtán ára og yngri. Það eru oft slík mál sem hafa orðið tilefni mikillar umræðu. Oft hafa þessi mál ekki komið í dagsljósið fyrr en mörgum árum síðar og geta því verið erfið viðureignar af ýmsum ástæðum. Þótt hámarksrefsing sé nú þyngd í sextán ár þá er hámarksrefsing töluvert þyngri í sumum nágrannalöndunum, eða allt upp í 21 ár, en þá þurfa að vera fyrir hendi sérstakar refsihækkunarástæður. Eitt ákvæðið í drögunum er varðandi fyrningarfrest, og á nú að miða við átján ára aldur í stað fjórtán áður. Málum vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum hefur fjölgað á undanförnum árum, og við því er brugðist í þessum lagadrögum. Refsing fyrir kynferðislega áreitni getur verið allt að tveggja ára fangelsi. Sérstakur kafli er í drögunum um vændi. Þar er lagt til að hver sem hefur atvinnu eða viðurværi af vændi annarra skuli sæta allt að fjögurra ára fangelsi en ákvæði um refsingu fyrir að stunda vændi sér til framfæris á að falla niður. Þess í stað á að refsa fyrir að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í opinberum auglýsingum. Í greinargerð með drögunum er fjallað um sænska ákvæðið svokallaða, um að það sé refsivert að kaupa sér kynlífsþjónustu. Hér á landi eins og víðar hafa verið skiptar skoðanir um þetta ákvæði og má því búast við umræðum um hvort slíkt ákvæði skuli vera í væntanlegu frumvarpi og endurskoðuðum lögum. Rýmkun á nauðgunarhugtakinu og þyngri refsingar fyrir nauðgun virðast við fyrstu sýn vera meginatriði þeirra draga að lagafrumvarpi sem nú hafa verið lögð fram, auk þyngri refsingar og breytts fyrningarfrests fyrir samræði eða önnur kynferðismök við börn yngri en fjórtán ára. Oft er það svo að það eru einhverjir sem eru nátengdir börnunum sem verða uppvísir að slíkum svívirðilegum glæpum. Þrátt fyrir að refsing fyrir slíka glæpi verði nú þyngd, þá verður hið varanlega andlega áfall þeirra sem eru þolendur seint bætt, hvorki með fjármunum eða refsingu gerandans. Það þarf því líka að huga betur að fórnarlömbunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Umræður um dóma yfir kynferðisafbrotamönnum hafa oft verið háværar á undanförnum árum vegna þess að mönnum hefur fundist að þeir hafi í mörgum tilfellum verið allt of vægir. Sönnunarbyrðin í slíkum málum er oft á tíðum mjög erfið þegar orð stendur á móti orði, en það á ekki að koma í veg fyrir það að hægt sé að dæma menn í þunga refsingu í slíkum málum, teljist sök á annað borð sönnuð að mati dómstóla. Í kjölfar margendurtekinnar umræðu um slíka dóma ákvað dómsmálaráðherra í maí á síðasta ári að fela Ragnheiði Bragadóttur, lagaprófessor við Háskóla Íslands, að semja frumdrög að breytingum á ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Dómsmálaráðherra hefur nú kynnt þessi drög og gert þau aðgengileg á Netinu. Það heyrir til nýmæla og er eftirbreytnivert að almenningi gefst nú kostur á að segja álit sitt á drögunum áður en frumvarpið verður lagt fram á Alþingi. Meginefni frumvarpsins er að lagt er til að hugtakið nauðgun verði rýmkað mjög frá því sem nú er. Sem dæmi má nefna að misnotkun á bágu ástandi þess sem nauðgað er, svo sem vegna ölvunar eða svefns, telst nú nauðgun. Þá er hámarksrefsing þyngd úr sex árum í sextán og lögfest ákvæði um þyngingu refsingar vegna ungs aldurs þolanda svo dæmi séu nefnd. Þá eru sérstök ákvæði varðandi brot gegn börnum fjórtán ára og yngri. Það eru oft slík mál sem hafa orðið tilefni mikillar umræðu. Oft hafa þessi mál ekki komið í dagsljósið fyrr en mörgum árum síðar og geta því verið erfið viðureignar af ýmsum ástæðum. Þótt hámarksrefsing sé nú þyngd í sextán ár þá er hámarksrefsing töluvert þyngri í sumum nágrannalöndunum, eða allt upp í 21 ár, en þá þurfa að vera fyrir hendi sérstakar refsihækkunarástæður. Eitt ákvæðið í drögunum er varðandi fyrningarfrest, og á nú að miða við átján ára aldur í stað fjórtán áður. Málum vegna kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum hefur fjölgað á undanförnum árum, og við því er brugðist í þessum lagadrögum. Refsing fyrir kynferðislega áreitni getur verið allt að tveggja ára fangelsi. Sérstakur kafli er í drögunum um vændi. Þar er lagt til að hver sem hefur atvinnu eða viðurværi af vændi annarra skuli sæta allt að fjögurra ára fangelsi en ákvæði um refsingu fyrir að stunda vændi sér til framfæris á að falla niður. Þess í stað á að refsa fyrir að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum við annan mann í opinberum auglýsingum. Í greinargerð með drögunum er fjallað um sænska ákvæðið svokallaða, um að það sé refsivert að kaupa sér kynlífsþjónustu. Hér á landi eins og víðar hafa verið skiptar skoðanir um þetta ákvæði og má því búast við umræðum um hvort slíkt ákvæði skuli vera í væntanlegu frumvarpi og endurskoðuðum lögum. Rýmkun á nauðgunarhugtakinu og þyngri refsingar fyrir nauðgun virðast við fyrstu sýn vera meginatriði þeirra draga að lagafrumvarpi sem nú hafa verið lögð fram, auk þyngri refsingar og breytts fyrningarfrests fyrir samræði eða önnur kynferðismök við börn yngri en fjórtán ára. Oft er það svo að það eru einhverjir sem eru nátengdir börnunum sem verða uppvísir að slíkum svívirðilegum glæpum. Þrátt fyrir að refsing fyrir slíka glæpi verði nú þyngd, þá verður hið varanlega andlega áfall þeirra sem eru þolendur seint bætt, hvorki með fjármunum eða refsingu gerandans. Það þarf því líka að huga betur að fórnarlömbunum.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun