Sannleikurinn rúmast ekki í fyrirsögn 16. janúar 2006 00:01 Í samfélögum gerist það stundum að upp koma hreyfingar ungra manna sem telja sig kjörna til einhvers sögulegs hlutverks og því geti þeir ekki farið að reglum samfélagsins heldur semji þeir nýjar. Þetta eru oft karlmenn og þeir vilja ýta burt valdhöfum og setjast sjálfir í valdastóla. Stundum birtast svona hreyfingar sem jákvætt afl sem finnur sér farveg innan mannfélagsins, ögrar því til góðs, bætir það í togstreitu en líka samspili við það sem fyrir er við munum ungmennafélögin, atómskáldin og verkalýðshreyfinguna úr okkar sögu en slíkar hreyfingar geta líka birst sem eyðingarafl sem aðlagast aldrei samfélaginu heldur leitast við að sundra því en finnur sér réttlætingu með því að hrifsa til sín frumkvæði í umbóta- og framfaramálum og starfa að þeim utan við reglurnar í krafti meintra yfirburða sinna sem hið sögulega hlutverk skenki þeim: kommúnisminn og fasisminn voru strákaklíkur; líka anarkistar og islamistar. Stundum hefur mér fundist starfsmenn DV skynja sig á einhvern undarlegan hátt sem nokkurs konar úrvalssveit: Of gott blað fyrir Ísland, skrifar einn af leiðtogunum, Eiríkur Jónsson, í helgarútgáfu DV eins og vonsvikinn trúboði. Þó að of langt sé gengið að líkja DV-mönnum við fasista og kommúnista þá gætir sömu tilhneigingar til að telja sig hafinn yfir almennar hugmyndir um velsæmi og umgengni við náungann og einkenndi til dæmis fasista; afdráttarlaust tilkallið til Sannleikans og trúin á óskeikulleika eigin siðareglna minnir á sjálfsmynd kommúnista og þessi löngun til hleypa öllu í bál og brand er óþægilega kunnugleg með þeirri aðferð að ýfa upp reiði múgsins og beina henni að einhverjum sem verðskuldi fyrirlitningu. Og líkt og hjá kommúnistum sjáum við vandaða menn á valdi vondra hugmynda, svo gagntekna að þeir hafa afnumið sjálft kærleiksboðorðið gullnu regluna um að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra. Þannig var það athyglisvert að þegar Jónas Kristjánsson ritstjóri, sem um árabil hefur maklega notið virðingar í samfélaginu, var spurður um það í Kastljósþætti hvort hann hefði nokkurn tímann sett sig í spor þeirra sem orðið hafa að skotspæni blaðsins þá svaraði hann að enginn Íslendingur hefði sett sig jafn vel inn í siðareglur og hann. Aðspurður á líðan manneskjunnar vísaði hann á hið vel samda regluverk. Hver var hugsjónin? Tja fyrst skildist manni að hugsjónin snerist um að ráða bót á þeim átakanlega skorti sem hér væri á skítablaði eins og tíðkaðist í öllum menningarsamfélögum. Það var eins og fólk væri búið að gleyma því hvernig slík blöð eru búin til: með því að ginna auðtrúa sálir, velta sér upp úr eymd annarra, skálda upp einhverja vitleysu um nafngreint fólk til að skemmta öðrum: með því að hía á fólk. En hér á landi er tengslanetið sterkara og dreifðara en tíðkast í stærri samfélögum. Þegar híað er á Sigga frænda vinar míns á forsíðu DV eða tekið platviðtal við Ingu sem var með mér í landsprófi þá gleymi ég því ekkert. Fólk er vissulega meinfýsið og illgjarnt en bara í garð hinna ekki okkar. Hver var eiginlega hugsjónin? Stundum virtist hún snúast um að láta barnaníðinga fá þá refsingu sem dómskerfið virðist stundum ófært um að veita þeim taka upp hanskann fyrir svívirta æsku. Þögn hafði ríkt um þetta skelfilega mein, þegar karlmenn í átorítetsstöðu gagnvart börnum misnota hana, ráðast inn í líf og móta það um ókomin ár. En var hávaðinn í DV betri en þögnin áður? Þetta er mein sem þarf að tala um, en þegar gargað er um það, hættum við ekki að heyra það? Stundum skildist manni að hugsjónin væri að þjóna sannleikanum: en sannleikurinn rúmast aldrei í einni fyrirsögn. Það sem varð blaðinu í þessari mynd um síðir að falli var að það sendi frá sér þau skilaboð að það liti á þjóðina sem óvin; ef ekki væri gert lítið úr viðkomandi væri um að ræða kranablaðamennsku. Úr varð klóakblaðamennska. Sú vinnuregla á blaðinu að sá sem fjallað væri um hverju sinni nyti einskis réttar og hefði ævinlega stöðu grunaðs sakamanns og hefði því ekkert um það að segja í hvers konar samhengi orð hans eða hennar yrðu sett en brygði í brún þegar niðurstaðan kæmi þessi lítilsvirðing spurðist út í litlu samfélagi og vakti reiði. Þegar maður fer út á meðal fólks vill maður ekki að óvildarmaður manns velji fötin handa manni, greiði manni og búi mann á meðan maður sjálfur er með bundið fyrir augu sem svo er tekið frá augunum þegar komið er á mannamótið. Og allir fara að hlæja. Þannig virkaði DV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í samfélögum gerist það stundum að upp koma hreyfingar ungra manna sem telja sig kjörna til einhvers sögulegs hlutverks og því geti þeir ekki farið að reglum samfélagsins heldur semji þeir nýjar. Þetta eru oft karlmenn og þeir vilja ýta burt valdhöfum og setjast sjálfir í valdastóla. Stundum birtast svona hreyfingar sem jákvætt afl sem finnur sér farveg innan mannfélagsins, ögrar því til góðs, bætir það í togstreitu en líka samspili við það sem fyrir er við munum ungmennafélögin, atómskáldin og verkalýðshreyfinguna úr okkar sögu en slíkar hreyfingar geta líka birst sem eyðingarafl sem aðlagast aldrei samfélaginu heldur leitast við að sundra því en finnur sér réttlætingu með því að hrifsa til sín frumkvæði í umbóta- og framfaramálum og starfa að þeim utan við reglurnar í krafti meintra yfirburða sinna sem hið sögulega hlutverk skenki þeim: kommúnisminn og fasisminn voru strákaklíkur; líka anarkistar og islamistar. Stundum hefur mér fundist starfsmenn DV skynja sig á einhvern undarlegan hátt sem nokkurs konar úrvalssveit: Of gott blað fyrir Ísland, skrifar einn af leiðtogunum, Eiríkur Jónsson, í helgarútgáfu DV eins og vonsvikinn trúboði. Þó að of langt sé gengið að líkja DV-mönnum við fasista og kommúnista þá gætir sömu tilhneigingar til að telja sig hafinn yfir almennar hugmyndir um velsæmi og umgengni við náungann og einkenndi til dæmis fasista; afdráttarlaust tilkallið til Sannleikans og trúin á óskeikulleika eigin siðareglna minnir á sjálfsmynd kommúnista og þessi löngun til hleypa öllu í bál og brand er óþægilega kunnugleg með þeirri aðferð að ýfa upp reiði múgsins og beina henni að einhverjum sem verðskuldi fyrirlitningu. Og líkt og hjá kommúnistum sjáum við vandaða menn á valdi vondra hugmynda, svo gagntekna að þeir hafa afnumið sjálft kærleiksboðorðið gullnu regluna um að allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður skulið þér og þeim gjöra. Þannig var það athyglisvert að þegar Jónas Kristjánsson ritstjóri, sem um árabil hefur maklega notið virðingar í samfélaginu, var spurður um það í Kastljósþætti hvort hann hefði nokkurn tímann sett sig í spor þeirra sem orðið hafa að skotspæni blaðsins þá svaraði hann að enginn Íslendingur hefði sett sig jafn vel inn í siðareglur og hann. Aðspurður á líðan manneskjunnar vísaði hann á hið vel samda regluverk. Hver var hugsjónin? Tja fyrst skildist manni að hugsjónin snerist um að ráða bót á þeim átakanlega skorti sem hér væri á skítablaði eins og tíðkaðist í öllum menningarsamfélögum. Það var eins og fólk væri búið að gleyma því hvernig slík blöð eru búin til: með því að ginna auðtrúa sálir, velta sér upp úr eymd annarra, skálda upp einhverja vitleysu um nafngreint fólk til að skemmta öðrum: með því að hía á fólk. En hér á landi er tengslanetið sterkara og dreifðara en tíðkast í stærri samfélögum. Þegar híað er á Sigga frænda vinar míns á forsíðu DV eða tekið platviðtal við Ingu sem var með mér í landsprófi þá gleymi ég því ekkert. Fólk er vissulega meinfýsið og illgjarnt en bara í garð hinna ekki okkar. Hver var eiginlega hugsjónin? Stundum virtist hún snúast um að láta barnaníðinga fá þá refsingu sem dómskerfið virðist stundum ófært um að veita þeim taka upp hanskann fyrir svívirta æsku. Þögn hafði ríkt um þetta skelfilega mein, þegar karlmenn í átorítetsstöðu gagnvart börnum misnota hana, ráðast inn í líf og móta það um ókomin ár. En var hávaðinn í DV betri en þögnin áður? Þetta er mein sem þarf að tala um, en þegar gargað er um það, hættum við ekki að heyra það? Stundum skildist manni að hugsjónin væri að þjóna sannleikanum: en sannleikurinn rúmast aldrei í einni fyrirsögn. Það sem varð blaðinu í þessari mynd um síðir að falli var að það sendi frá sér þau skilaboð að það liti á þjóðina sem óvin; ef ekki væri gert lítið úr viðkomandi væri um að ræða kranablaðamennsku. Úr varð klóakblaðamennska. Sú vinnuregla á blaðinu að sá sem fjallað væri um hverju sinni nyti einskis réttar og hefði ævinlega stöðu grunaðs sakamanns og hefði því ekkert um það að segja í hvers konar samhengi orð hans eða hennar yrðu sett en brygði í brún þegar niðurstaðan kæmi þessi lítilsvirðing spurðist út í litlu samfélagi og vakti reiði. Þegar maður fer út á meðal fólks vill maður ekki að óvildarmaður manns velji fötin handa manni, greiði manni og búi mann á meðan maður sjálfur er með bundið fyrir augu sem svo er tekið frá augunum þegar komið er á mannamótið. Og allir fara að hlæja. Þannig virkaði DV.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun