Virkur eignarhlutur í SPH frá upphafi 13. janúar 2006 00:01 Sparisjóður Hafnarfjarðar. Stjórn sjóðsins undrast rannsókn Fjármálaeftirlitsins á því hvort virkur eignarhlutur hafi myndast í sjóðnum. Samkvæmt skilgreiningu FME hafi slíkur eignarhlutur verið til staðar frá upphafi. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) telur að samkvæmt skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins hafi virkur eignarhlutur verið til staðar í sjóðnum frá upphafi og undrast því rannsókn eftirlitsins nú. Kemur þetta fram í greinargerð sem Sparisjóðurinn sendi frá sér í gær. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki segir að með virkum eignarhlut sé átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemi tíu prósentum eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Segir í greinargerð SPH að það hafi verið eindregin afstaða þeirra sem fóru með stjórn sjóðsins síðustu áratugina að halda fjölda stofnfjáreigenda í lágmarki þess sem lög kveði á um. Sparisjóðurinn sé sá næststærsti á landinu, en þó hafi stofnfjáreigendur einungis verið fjörutíu og fimm miðað við stöðuna í árslok 2002, samanborið við rúmlega ellefu hundruð stofnfjáreigendur hjá þeim stærsta, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Í ljósi þess að stofnfjáraðilar SPH voru aðeins fjörutíu og fimm blasi við að stjórn, skipuð fimm mönnum, geti ekki annað en myndað virkan eignarhluta. Framboð til stjórnar krefjist stuðnings fimm stofnfjáreigenda til viðbótar og samkvæmt túlkun Fjármáleftirlitsins á lögum um fjármálafyrirtæki myndist því virkur eignarhluti í sjóðnum sem fari með tuttugu og tvö prósent stofnfjár. Þessi staða hafi verið óbreytt hjá SPH frá upphafi án þess að Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til að gera athugasemdir fyrr en eftir að hreyfing komst á stofnféð á síðasta aðalfundi. Í kjölfar aðalfundarins, sem haldinn var síðastliðið sumar, komu margir nýjir stofnfjáreigendur í hópinn, þeirra á meðal Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, fjárfestarnir Sigurður Á. Bollason og Magnús Ármann, Sjóvá, Íslandsbanki og MP-fjárfestingabanki. Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH) telur að samkvæmt skilgreiningu Fjármálaeftirlitsins hafi virkur eignarhlutur verið til staðar í sjóðnum frá upphafi og undrast því rannsókn eftirlitsins nú. Kemur þetta fram í greinargerð sem Sparisjóðurinn sendi frá sér í gær. Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki segir að með virkum eignarhlut sé átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem nemi tíu prósentum eða meira af eigin fé, stofnfé eða atkvæðisrétti, eða aðra hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkomandi fyrirtækis. Segir í greinargerð SPH að það hafi verið eindregin afstaða þeirra sem fóru með stjórn sjóðsins síðustu áratugina að halda fjölda stofnfjáreigenda í lágmarki þess sem lög kveði á um. Sparisjóðurinn sé sá næststærsti á landinu, en þó hafi stofnfjáreigendur einungis verið fjörutíu og fimm miðað við stöðuna í árslok 2002, samanborið við rúmlega ellefu hundruð stofnfjáreigendur hjá þeim stærsta, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Í ljósi þess að stofnfjáraðilar SPH voru aðeins fjörutíu og fimm blasi við að stjórn, skipuð fimm mönnum, geti ekki annað en myndað virkan eignarhluta. Framboð til stjórnar krefjist stuðnings fimm stofnfjáreigenda til viðbótar og samkvæmt túlkun Fjármáleftirlitsins á lögum um fjármálafyrirtæki myndist því virkur eignarhluti í sjóðnum sem fari með tuttugu og tvö prósent stofnfjár. Þessi staða hafi verið óbreytt hjá SPH frá upphafi án þess að Fjármálaeftirlitið hafi séð ástæðu til að gera athugasemdir fyrr en eftir að hreyfing komst á stofnféð á síðasta aðalfundi. Í kjölfar aðalfundarins, sem haldinn var síðastliðið sumar, komu margir nýjir stofnfjáreigendur í hópinn, þeirra á meðal Sigurður G. Guðjónsson lögmaður, fjárfestarnir Sigurður Á. Bollason og Magnús Ármann, Sjóvá, Íslandsbanki og MP-fjárfestingabanki.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira