Frjálst fall og fallhlífar 11. janúar 2006 10:30 Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég grein hér í blaðið, sem ég kallaði Umbun án árangurs (8.1. 2005). Í greininni gerði ég að umtalsefni þá tískubylgju, sem farið hefur um hinn iðnvædda heim á undanförnum árum að hlaða ofurkjörum á stjórnendur fyrirtækja á sama tíma og allt er gert til að halda kjörum almennra launþega niðri og draga úr réttindum þeirra á öllum sviðum. Allt er þetta gert undir merkjum hins frjálsa markaðar. Til þess að hagkerfið sé skilvirkt og nái að starfa með fullum afköstum, þurfi fyrirtækin að geta dregist sundur og saman eins og harmonikkur eftir aðstæðum markaðarins, vera auðvelt að ráða fólk og reka, haga launum eftir framboði og eftirspurn vinnuafls og draga úr fríðindum, sem samtök launafólks hafa náð að tryggja því í tímans rás, svo sem samningsbundnum ákvæðum um uppsagnarfrest, orlofsréttindi, veikindafrí og afmarkaðan vinnutíma. Þótt ákvæði af þessu tagi séu vafalaust sett af umhyggju fyrir hag launþega, vinni þau gegn markmiðum sínum, þar sem þau leiði til þess að atvinnurekendur tregðist við að ráða fólk í uppsveiflu hagkerfisins, vegna þess hve erfitt sé að fækka aftur þegar að óhjákvæmilegri niðursveiflu kemur. Í greininni benti ég á, að það skyti skökku við að á hinum enda launaskalans verður allt annað uppi á teningnum. Stjórnendur hvers konar gera sífellt meiri og harðari kröfur um atvinnuöryggi, biðlaun, eftirlaun og fríðindi sem í raun eru óháð árangri, þótt öðruvísi sé látið líta út á pappírnum. Á undanförnum árum höfum við séð þetta vera að gerast á öllum sviðum þjóðlífsins. Stjórnendur landsins og forkólfar atvinnulífsins hafa óspart predikað fyrir launþegum að gæta hófs í launakröfum sínum ella fari verðbólga af stað og éti upp meginþorra krónutöluávinnings þeirra og tefli jafnvægi í þjóðarbúskapnum í hættu. "Jafnvægið" er algerlega á ábyrgð launþeganna og samtaka þeirra. Varla eru svo undirskriftir þornaðar á hófsömum launasamningum þegar hálaunaliðið fer allt af stað og hrifsar til sín margfaldar hækkanir almennu launþeganna og bætir jafnframt við sig alls konar fríðindum, sem engum öðrum standa til boða, svo sem himinháum eftirlaunum, sem taka má jafnframt því að gegna hálaunastörfum hjá sama atvinnurekenda, auk lífeyrisréttinda fyrir sig og sína, langt fram úr öllu því sem nokkur almennur launþegi getur látið sig dreyma um. Þegar þetta framferði þingmanna og ráðherra vekur almenna reiði og ólgu, er þetta skýrt sem mistök, sem verði leiðrétt. Síðan reynist svo erfitt að leiðrétta mistökin, vegna eignaréttarákvæða stjórnarskrárinnar! Það hefur ekki tekist að finna flöt á þeirri leiðréttingu enn, og ekki fyrirsjáanlegt að það takist á því stutta þingi sem framundan er. Á sama tíma reynist ekkert því til fyrirstöðu, að endurheimta það sem Tryggingastofnun hefur "ofgreitt" bótaþegum með því að klípa það af lúsabótum þeirra á næstu mánuðum og árum! Morgunblaðið gerir þessa þróun að umtalsefni í Reykjavíkurbréfi síðastliðinn sunnudag. Það tínir til þrjár ástæður sem oftast séu nefndar sem "rök" fyrir ofurlaunum forstjóranna. Sú fyrsta er áhættan. Atvinnuöryggi forstjóra sé oft ekki mikið. Mbl. bendir á að yfirleitt sé þetta vel menntað fólk, sem oftast eigi þess fljótlega kost að ganga inn í önnur vel launuð störf. Önnur ástæðan er hæfileikar þeirra og árangur. Morgunblaðið tekur undir það sem ég sagði í minni ársgömlu grein, að rannsóknir erlendis hafa sýnt að sárasjaldan er fylgni milli launa forstjóra og frammistöðu þeirra í starfi. Umbun án árangurs! Þriðja ástæðan, sem til er tínd, er sú að forstjórar starfi á alþjóðlegum markaði og verði að fá laun í samræmi við ofurlaun erlendra starfsbræðra (í 99 prósent tilfella eru þetta karlar). Annars fari þeir annað. Einnig því hafnar Morgunblaðið. Það er lítið flæði forstjóra milli ríkja og málsvæða - og enginn hefur orðið var við alþjóðlega eftirspurn eftir íslenskum forstjórum. Í Staksteinum Mogga í fyrradag er rætt um hvort löggilda skuli hér á landi þá samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að vinnuveitendur verði að gefa ástæðu fyrir uppsögn og ekki megi segja upp fólki nema gildar ástæður varðandi hegðun eða hæfni starfsmannsins eða rekstur fyrirtækisins liggi fyrir. Staksteinahöfundur vill umfram allt "varðveita sveigjanleikann á vinnumarkaðnum eins og kostur er." Fyrir 1000 árum kvað Þorgeir Ljósvetningagoði upp úr með það að íslensku samfélagi færi best að hafa ein lög og einn sið, ella mundum við sundurslíta friðnum. Þau orð eiga áreiðanlega jafnvel við í dag. Eða hvernig þætti mönnum að Flugleiðir hefðu þann hátt á að hafa fallhlífar einungis fyrir farþega á "business class"? Stjórnendur Titanic sáu bara fyrsta farrýmisfarþegum fyrir björgunarbátum. Það hefur hingað til ekki þótt til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég grein hér í blaðið, sem ég kallaði Umbun án árangurs (8.1. 2005). Í greininni gerði ég að umtalsefni þá tískubylgju, sem farið hefur um hinn iðnvædda heim á undanförnum árum að hlaða ofurkjörum á stjórnendur fyrirtækja á sama tíma og allt er gert til að halda kjörum almennra launþega niðri og draga úr réttindum þeirra á öllum sviðum. Allt er þetta gert undir merkjum hins frjálsa markaðar. Til þess að hagkerfið sé skilvirkt og nái að starfa með fullum afköstum, þurfi fyrirtækin að geta dregist sundur og saman eins og harmonikkur eftir aðstæðum markaðarins, vera auðvelt að ráða fólk og reka, haga launum eftir framboði og eftirspurn vinnuafls og draga úr fríðindum, sem samtök launafólks hafa náð að tryggja því í tímans rás, svo sem samningsbundnum ákvæðum um uppsagnarfrest, orlofsréttindi, veikindafrí og afmarkaðan vinnutíma. Þótt ákvæði af þessu tagi séu vafalaust sett af umhyggju fyrir hag launþega, vinni þau gegn markmiðum sínum, þar sem þau leiði til þess að atvinnurekendur tregðist við að ráða fólk í uppsveiflu hagkerfisins, vegna þess hve erfitt sé að fækka aftur þegar að óhjákvæmilegri niðursveiflu kemur. Í greininni benti ég á, að það skyti skökku við að á hinum enda launaskalans verður allt annað uppi á teningnum. Stjórnendur hvers konar gera sífellt meiri og harðari kröfur um atvinnuöryggi, biðlaun, eftirlaun og fríðindi sem í raun eru óháð árangri, þótt öðruvísi sé látið líta út á pappírnum. Á undanförnum árum höfum við séð þetta vera að gerast á öllum sviðum þjóðlífsins. Stjórnendur landsins og forkólfar atvinnulífsins hafa óspart predikað fyrir launþegum að gæta hófs í launakröfum sínum ella fari verðbólga af stað og éti upp meginþorra krónutöluávinnings þeirra og tefli jafnvægi í þjóðarbúskapnum í hættu. "Jafnvægið" er algerlega á ábyrgð launþeganna og samtaka þeirra. Varla eru svo undirskriftir þornaðar á hófsömum launasamningum þegar hálaunaliðið fer allt af stað og hrifsar til sín margfaldar hækkanir almennu launþeganna og bætir jafnframt við sig alls konar fríðindum, sem engum öðrum standa til boða, svo sem himinháum eftirlaunum, sem taka má jafnframt því að gegna hálaunastörfum hjá sama atvinnurekenda, auk lífeyrisréttinda fyrir sig og sína, langt fram úr öllu því sem nokkur almennur launþegi getur látið sig dreyma um. Þegar þetta framferði þingmanna og ráðherra vekur almenna reiði og ólgu, er þetta skýrt sem mistök, sem verði leiðrétt. Síðan reynist svo erfitt að leiðrétta mistökin, vegna eignaréttarákvæða stjórnarskrárinnar! Það hefur ekki tekist að finna flöt á þeirri leiðréttingu enn, og ekki fyrirsjáanlegt að það takist á því stutta þingi sem framundan er. Á sama tíma reynist ekkert því til fyrirstöðu, að endurheimta það sem Tryggingastofnun hefur "ofgreitt" bótaþegum með því að klípa það af lúsabótum þeirra á næstu mánuðum og árum! Morgunblaðið gerir þessa þróun að umtalsefni í Reykjavíkurbréfi síðastliðinn sunnudag. Það tínir til þrjár ástæður sem oftast séu nefndar sem "rök" fyrir ofurlaunum forstjóranna. Sú fyrsta er áhættan. Atvinnuöryggi forstjóra sé oft ekki mikið. Mbl. bendir á að yfirleitt sé þetta vel menntað fólk, sem oftast eigi þess fljótlega kost að ganga inn í önnur vel launuð störf. Önnur ástæðan er hæfileikar þeirra og árangur. Morgunblaðið tekur undir það sem ég sagði í minni ársgömlu grein, að rannsóknir erlendis hafa sýnt að sárasjaldan er fylgni milli launa forstjóra og frammistöðu þeirra í starfi. Umbun án árangurs! Þriðja ástæðan, sem til er tínd, er sú að forstjórar starfi á alþjóðlegum markaði og verði að fá laun í samræmi við ofurlaun erlendra starfsbræðra (í 99 prósent tilfella eru þetta karlar). Annars fari þeir annað. Einnig því hafnar Morgunblaðið. Það er lítið flæði forstjóra milli ríkja og málsvæða - og enginn hefur orðið var við alþjóðlega eftirspurn eftir íslenskum forstjórum. Í Staksteinum Mogga í fyrradag er rætt um hvort löggilda skuli hér á landi þá samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar að vinnuveitendur verði að gefa ástæðu fyrir uppsögn og ekki megi segja upp fólki nema gildar ástæður varðandi hegðun eða hæfni starfsmannsins eða rekstur fyrirtækisins liggi fyrir. Staksteinahöfundur vill umfram allt "varðveita sveigjanleikann á vinnumarkaðnum eins og kostur er." Fyrir 1000 árum kvað Þorgeir Ljósvetningagoði upp úr með það að íslensku samfélagi færi best að hafa ein lög og einn sið, ella mundum við sundurslíta friðnum. Þau orð eiga áreiðanlega jafnvel við í dag. Eða hvernig þætti mönnum að Flugleiðir hefðu þann hátt á að hafa fallhlífar einungis fyrir farþega á "business class"? Stjórnendur Titanic sáu bara fyrsta farrýmisfarþegum fyrir björgunarbátum. Það hefur hingað til ekki þótt til fyrirmyndar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun