Kjör aldraðra og matarverð 2. janúar 2006 00:32 Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól" segir skáldið Matthías Jochumsson í áramótasálminum kunna, sem áreiðanlega hefur hljómað víða í kirkjum landsins um nýliðin áramót. Já, hvað er framundan á árinu? Það er spurningin sem brennur á mörgum á þessum tímamótum, en erfitt er að fá algild svör við. Við höfum heyrt nú um áramótin mikla umræðu um hið nýliðna ár, og sumir hafa líka spáð fram í tímann. Það var kannski engin tilviljun að bæði forsætisráðherra og forseti Íslands töluðu um kjör og aðbúnað aldraðra í ávörpum sínum nú um áramótin, enda hafa þau mikið verið til umræðu á almennum vettvangi undanfarin misseri, ekki síst vegna þess að þessi hópur hefur ekki setið hljóður hjá eins og áður fyrr, heldur hafa forvígismenn aldraðra haldið málefnum þeirra hátt á lofti og opnað augu margra fyrir þeim kjörum sem aldraðir búa við. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu um þessi mál: "Við sem erum í blóma lífsins og sitjum nú við stjórnvölinn, í stjórnmálum og atvinnulífinu, höfum ekki aðeins skyldum að gegna gagnvart kynslóðunum sem erfa landið. Við eigum ekki síður að tryggja öldruðum örugga og góða afkomu. Við megum aldrei gleyma því að aldraðir hafa átt stóran þátt í að skapa þá velsæld sem nú ríkir og þeir eiga að geta notið ævikvöldsins með reisn." Á svipaða strengi sló forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í ávarpi sínu í gær þegar hann sagði: "Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það góða fólk, foreldra, afa og ömmur, ættmenni öll sem ruddu brautir og mikilvægt að við metum að verðleikum framlag þeirra. Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóðar hvernig hún býr öldruðum ævikvöldið og gerir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu." Þetta voru orð forseta og forsætisráðherra um aldraða, og skal undir þau tekið. En það er ekki nóg að tala með hástemmdum orðum um kjör aldraðra á tímamótum sem þessum, orðum verða að fylgja athafnir. Það er kannski hægara sagt en gert að fylgja þessum orðum eftir og stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið í heimahúsum eins og forsætisráðherra kom inn á í ávarpi sínu. Það þarf margt og þjálfað fólk til þess að svo verði, og því miður hefur verið skortur á slíkum starfskröfum. Hitt er deginum ljósara að þetta er það fyrirkomulag sem almennt virðist henta best fyrir aldraða, og svo að tiltæk séu hjúkrunarheimili fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Forsætisráðherra kom líka inn á matarverðið margumtala í áramótaávarpi sínu og tilkynnti um stofnun nefndar til að fara í þau mál. Samanburður á matarverði hér og í nágrannalöndunum hefur mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarnar vikur, en til að fá hina raunverulegu mynd af lífskjörunum hér og í nágrannalöndunum, þyrfti að kanna fleira en matarverðið. Hvað með skattana? Hvað með vextina af húsnæðislánum? Hvað með tryggingar og sjúkrahjálp? Hvað með orkukostnað? Hvað með kostnað við barnauppeldi og menntun? Til að fá raunverulega mynd af lífskjörunum þarf auðvitað að hafa heildarmyndina af heimilishaldinu í huga en ekki að taka út einstaka hluta þess. Við vitum að matarkostnaður hér er mun hærri en víðast annars staðar, en hvað með hitt, sem vegur líka þungt í heimilishaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun
Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól" segir skáldið Matthías Jochumsson í áramótasálminum kunna, sem áreiðanlega hefur hljómað víða í kirkjum landsins um nýliðin áramót. Já, hvað er framundan á árinu? Það er spurningin sem brennur á mörgum á þessum tímamótum, en erfitt er að fá algild svör við. Við höfum heyrt nú um áramótin mikla umræðu um hið nýliðna ár, og sumir hafa líka spáð fram í tímann. Það var kannski engin tilviljun að bæði forsætisráðherra og forseti Íslands töluðu um kjör og aðbúnað aldraðra í ávörpum sínum nú um áramótin, enda hafa þau mikið verið til umræðu á almennum vettvangi undanfarin misseri, ekki síst vegna þess að þessi hópur hefur ekki setið hljóður hjá eins og áður fyrr, heldur hafa forvígismenn aldraðra haldið málefnum þeirra hátt á lofti og opnað augu margra fyrir þeim kjörum sem aldraðir búa við. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu um þessi mál: "Við sem erum í blóma lífsins og sitjum nú við stjórnvölinn, í stjórnmálum og atvinnulífinu, höfum ekki aðeins skyldum að gegna gagnvart kynslóðunum sem erfa landið. Við eigum ekki síður að tryggja öldruðum örugga og góða afkomu. Við megum aldrei gleyma því að aldraðir hafa átt stóran þátt í að skapa þá velsæld sem nú ríkir og þeir eiga að geta notið ævikvöldsins með reisn." Á svipaða strengi sló forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, í ávarpi sínu í gær þegar hann sagði: "Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það góða fólk, foreldra, afa og ömmur, ættmenni öll sem ruddu brautir og mikilvægt að við metum að verðleikum framlag þeirra. Það er til marks um siðmenningu hverrar þjóðar hvernig hún býr öldruðum ævikvöldið og gerir þeim kleift að njóta áranna sem eftir eru, tryggir öryggi og aðhlynningu." Þetta voru orð forseta og forsætisráðherra um aldraða, og skal undir þau tekið. En það er ekki nóg að tala með hástemmdum orðum um kjör aldraðra á tímamótum sem þessum, orðum verða að fylgja athafnir. Það er kannski hægara sagt en gert að fylgja þessum orðum eftir og stuðla að því að aldraðir geti sem lengst búið í heimahúsum eins og forsætisráðherra kom inn á í ávarpi sínu. Það þarf margt og þjálfað fólk til þess að svo verði, og því miður hefur verið skortur á slíkum starfskröfum. Hitt er deginum ljósara að þetta er það fyrirkomulag sem almennt virðist henta best fyrir aldraða, og svo að tiltæk séu hjúkrunarheimili fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Forsætisráðherra kom líka inn á matarverðið margumtala í áramótaávarpi sínu og tilkynnti um stofnun nefndar til að fara í þau mál. Samanburður á matarverði hér og í nágrannalöndunum hefur mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu undanfarnar vikur, en til að fá hina raunverulegu mynd af lífskjörunum hér og í nágrannalöndunum, þyrfti að kanna fleira en matarverðið. Hvað með skattana? Hvað með vextina af húsnæðislánum? Hvað með tryggingar og sjúkrahjálp? Hvað með orkukostnað? Hvað með kostnað við barnauppeldi og menntun? Til að fá raunverulega mynd af lífskjörunum þarf auðvitað að hafa heildarmyndina af heimilishaldinu í huga en ekki að taka út einstaka hluta þess. Við vitum að matarkostnaður hér er mun hærri en víðast annars staðar, en hvað með hitt, sem vegur líka þungt í heimilishaldinu.