Verk að vinna 14. október 2005 00:01 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst. Flokkurinn getur litið ánægður yfir farinn veg. Hann hefur ráðið mestu um stjórn landsins síðustu fjórtán ár. Stöðugleiki hefur verið í fjármálum og peningamálum. Stórfelldum halla á ríkissjóði var snúið í afgang, sem notaður var til að lækka skuldir ríkisins. Verðbólga er svipuð og í grannlöndum, en var áður miklu meiri. Fjármagnsmarkaður er nú frjáls. Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur tryggt prýðilega afkomu útgerðarfyrirtækja, á meðan sjávarútvegur hangir á horriminni annars staðar. Fjöldi fyrirtækja hefur verið færður í hendur einstaklinga, og munar þar ekki síst um bankana og símann. Skattar ríkisins hafa verið stórlækkaðir, þar á meðal tekjuskattar fyrirtækja og einstaklinga, og aðstöðugjald og eignaskattur hafa verið lagðir niður. En ánægjan má ekki leiða til værðar. Í Kristnihaldinu hafði séra Jón Prímus ekki frétt af því, að heimurinn væri fullskapaður. Þrátt fyrir mikla sköpun og frábæran árangur síðustu fjórtán ár er verk að vinna. Í fyrsta lagi er skattbyrði enn of þung á Íslandi. Hana þarf að létta. Það er einmitt gott tækifæri til þess á næstu árum, þar sem afkoma ríkissjóðs er dágóð. Ég tek undir tillögur Viðskiptaráðs og fleiri aðila um flatan, lágan tekjuskatt, sem sé jafn á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagnstekjur. Raunar held ég, að það væri engin ofætlun að lækka slíkan tekjuskatt alla leið niður í 10%, svo að hann verði jafn núverandi fjármagnstekjuskatti. Menn mega aldrei gleyma því, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Í öðru lagi er að verða tímabært að færa Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki ríkisins í hendur einkaaðila. Deilt hefur verið um, hvort fjárfestingar Landsvirkjunar í því skyni að auka orkusölu til útlendinga séu hagkvæmar. Slíkar deilur verða óþarfar, ef einkaaðilar eiga og reka fyrirtækið á eigin ábyrgð. Í þriðja lagi er eðlilegast að fela bönkunum þau verkefni, sem Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa sinnt. Þetta má og á að gera án þess að ógna atvinnuöryggi eða starfskjörum starfsfólksins og án þess að skerða þau lánskjör, sem í boði eru. Það er einkennilegt, að stærsti banki á Íslandi, Íbúðalánasjóður, starfi með ríkisábyrgð. Í fjórða lagi má bæta kjör almennings með því að rýmka reglur um innflutning matvæla. Þau eru allt of dýr á Íslandi, og fákeppni getur ekki verið eina skýringin. Mörg lönd henta betur til matvælaframleiðslu en Ísland, og við eigum að nýta okkur það. Alla tuttugustu öldina naut strjálbýlið meiri hluta á Alþingi Íslendinga. Nú hefur þéttbýlið komist þar í meiri hluta, svo að stjórnmálaskilyrði hafa myndast til aukins frelsis í innflutningi landbúnaðarafurða. Um þetta þarf þó gott samstarf við íslenska bændur, svo að þeir geti lagað sig að breyttum aðstæðum og gert sér verð úr ýmsum eignum sínum, til dæmis aðild að samvinnufélögum. Í fimmta lagi ber auðvitað að reyna eftir megni að nýta kosti einkareksturs í heilbrigðis- og skólamálum. Gegn því er rekinn hræðsluáróður, sem á að svara með því að gera lýðum ljóst, að enginn vill minnka þjónustu við neinn, síst lítilmagnann, heldur aðeins bjóða hana fram á hagkvæmari og fjölbreyttari hátt. Ég get ekki stillt mig um að nefna í gamni og alvöru eitt lítið atriði, sem yrði mjög til bóta í heilbrigðismálum. Það er að lækka verðið á rauðvíni. Komið hefur í ljós í rannsóknum, að rauðvín er mjög hollur drykkur, sem minnkar líkur á hjartasjúkdómum. Eigi að síður er það selt á okurverði í sérstökum búðum. Vonandi verður þess skammt að bíða, að sérstakar vínbúðir verði taldar jafnúreltar og mjólkurbúðirnar, sem sum okkar muna enn eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins stendur nú sem hæst. Flokkurinn getur litið ánægður yfir farinn veg. Hann hefur ráðið mestu um stjórn landsins síðustu fjórtán ár. Stöðugleiki hefur verið í fjármálum og peningamálum. Stórfelldum halla á ríkissjóði var snúið í afgang, sem notaður var til að lækka skuldir ríkisins. Verðbólga er svipuð og í grannlöndum, en var áður miklu meiri. Fjármagnsmarkaður er nú frjáls. Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur tryggt prýðilega afkomu útgerðarfyrirtækja, á meðan sjávarútvegur hangir á horriminni annars staðar. Fjöldi fyrirtækja hefur verið færður í hendur einstaklinga, og munar þar ekki síst um bankana og símann. Skattar ríkisins hafa verið stórlækkaðir, þar á meðal tekjuskattar fyrirtækja og einstaklinga, og aðstöðugjald og eignaskattur hafa verið lagðir niður. En ánægjan má ekki leiða til værðar. Í Kristnihaldinu hafði séra Jón Prímus ekki frétt af því, að heimurinn væri fullskapaður. Þrátt fyrir mikla sköpun og frábæran árangur síðustu fjórtán ár er verk að vinna. Í fyrsta lagi er skattbyrði enn of þung á Íslandi. Hana þarf að létta. Það er einmitt gott tækifæri til þess á næstu árum, þar sem afkoma ríkissjóðs er dágóð. Ég tek undir tillögur Viðskiptaráðs og fleiri aðila um flatan, lágan tekjuskatt, sem sé jafn á einstaklinga, fyrirtæki og fjármagnstekjur. Raunar held ég, að það væri engin ofætlun að lækka slíkan tekjuskatt alla leið niður í 10%, svo að hann verði jafn núverandi fjármagnstekjuskatti. Menn mega aldrei gleyma því, að lítil sneið af stórri köku getur verið stærri en stór sneið af lítilli köku. Í öðru lagi er að verða tímabært að færa Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki ríkisins í hendur einkaaðila. Deilt hefur verið um, hvort fjárfestingar Landsvirkjunar í því skyni að auka orkusölu til útlendinga séu hagkvæmar. Slíkar deilur verða óþarfar, ef einkaaðilar eiga og reka fyrirtækið á eigin ábyrgð. Í þriðja lagi er eðlilegast að fela bönkunum þau verkefni, sem Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna hafa sinnt. Þetta má og á að gera án þess að ógna atvinnuöryggi eða starfskjörum starfsfólksins og án þess að skerða þau lánskjör, sem í boði eru. Það er einkennilegt, að stærsti banki á Íslandi, Íbúðalánasjóður, starfi með ríkisábyrgð. Í fjórða lagi má bæta kjör almennings með því að rýmka reglur um innflutning matvæla. Þau eru allt of dýr á Íslandi, og fákeppni getur ekki verið eina skýringin. Mörg lönd henta betur til matvælaframleiðslu en Ísland, og við eigum að nýta okkur það. Alla tuttugustu öldina naut strjálbýlið meiri hluta á Alþingi Íslendinga. Nú hefur þéttbýlið komist þar í meiri hluta, svo að stjórnmálaskilyrði hafa myndast til aukins frelsis í innflutningi landbúnaðarafurða. Um þetta þarf þó gott samstarf við íslenska bændur, svo að þeir geti lagað sig að breyttum aðstæðum og gert sér verð úr ýmsum eignum sínum, til dæmis aðild að samvinnufélögum. Í fimmta lagi ber auðvitað að reyna eftir megni að nýta kosti einkareksturs í heilbrigðis- og skólamálum. Gegn því er rekinn hræðsluáróður, sem á að svara með því að gera lýðum ljóst, að enginn vill minnka þjónustu við neinn, síst lítilmagnann, heldur aðeins bjóða hana fram á hagkvæmari og fjölbreyttari hátt. Ég get ekki stillt mig um að nefna í gamni og alvöru eitt lítið atriði, sem yrði mjög til bóta í heilbrigðismálum. Það er að lækka verðið á rauðvíni. Komið hefur í ljós í rannsóknum, að rauðvín er mjög hollur drykkur, sem minnkar líkur á hjartasjúkdómum. Eigi að síður er það selt á okurverði í sérstökum búðum. Vonandi verður þess skammt að bíða, að sérstakar vínbúðir verði taldar jafnúreltar og mjólkurbúðirnar, sem sum okkar muna enn eftir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun