Fastir pennar

Jón Baldvin í Silfrinu

Jón Baldvin Hannibalsson verður sérlegur gestur í Silfri Egils á sunnudag. Í viðtalinu verður farið vítt og breitt yfir hið pólitíska svið, bæði hér heima og utanlands. Jón Baldvin er nýkominn heim eftir að hafa starfað sem sendiherra í mörg ár, en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hyggist láta til sín taka í stjórnmálunum aftur.

Í þættinum verður einnig fjallað um gagnmerka bók, Collapse: How Societies Choose to Fail or Succeed eftir bandaríska fjölfræðinginn Jared Diamond. Bókin kom út fyrra á þessu ári og vakti heimsathygli. Þar rekur Diamond sögu samfélaga sem hnigu til viðar vegna þess að þau eyðilögðu umhverfi sitt eða kunnu ekki að lifa í samræmi við það – og skoðar ýmsar sögulegar hliðstæður sem hljóta að brenna á nútímamönnum.

Það eru Jónas Kristjánsson ritstjóri og Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, sem koma í þáttinn til að fjalla um bókina.

Silfur Egils er nú á dagskrá klukkan 12.30 á sunnudögum og er sent út hvort tveggja á Stöð 2 og NFS, en svo er auðvitað líka hægt að horfa á þáttinn hér í Veftívíinu.





×