Var George Best tragískur? 28. nóvember 2005 08:57 Einhvers staðar sá ég að fótboltamaðurinn George Best var kallaður tragískur. Ég veit ekki. Er maður sem drekkur sig í hel tragísk persóna? Að sumu leyti er til dæmis tragískara að dópa sig í gröfina. Sá sem er í eiturlyfjum þarf yfirleitt að niðurlægja sig mikið til að ná sér í efnið. Hann verður undirheimapersóna. En efnaður maður sem þarf ekki annað en að fara út í búð eftir næstu flösku, hann er varla tragískur. Það er frekar að maður vorkenni honum fyrir ístöðuleysið. Hann er aumkunarverður. George Best notaði allt til að hætta að drekka, lét til dæmis græða antabushylki í magann á sér – svo þegar hann var búinn að eyðileggja í sér líffærin var sett í hann ný lifur. Þá fór allt að gefa sig. Þegar hann dó var hann skítblankur. --- --- --- Annars er sögð eftirfarandi saga af Best – hann mun raunar hafa sagt hana sjálfur: Best er staddur á í svítu á fínu hóteli. Herbergisþjónn knýr dyra. Í rúminu er Best, drekkandi kampavín, með tuttugu þúsund pund sem hann vann í fjárhættuspili um kvöldið, en með honum í bólinu er ungfrú alheimur. Herbergisþjónninn spyr:"Mr. Best, when did everything start to go wrong for you?" --- --- --- Það er sífellt verið að gera mál úr tiltölulega fáum hræðum sem deyja úr dópi. Í gær var til dæmis úttekt í fréttaskýringaþættinum Kompási um fólk sem misnotar læknadóp. Á sama tíma vex áfengisneysla hröðum skrefum, enda er beinlínis hvatt til hennar í opinberri umræðu – með auglýsingum og vínsnobbi. Í grein á vef BBC segir að 5000 mans deyi árlega á Englandi og Wales vegna lifrarsjúkdóma sem tengjast áfengisneyslu – Best er svo sannarlega ekki einn á báti. Talið er að 30 þúsund önnur dauðsföll árlega tengist áfengisneyslu, en að 8 milljónir manna drekki sér til óbóta. Ég bendi í þessu sambandi á grein á vef SÁA þar sem er vitnað í eftirfarandi orð Þórarins Tyrfingssonar:"Ofneysla áfengis er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið meðal annars vegna fósturskemmda, slysa, afbrota, sjálfsvíga, morða og vinnutaps svo að eitthvað sé nefnt. Talið er að allt að helmingur banaslysa í umferðinni megi rekja beint til ölvunar og sama prósentutala eigi við þegar morð eru framin. Tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana má einnig rekja beint til ölvunar." Annars staðar á vef samtakanna kemur svo fram að 600 þúsund manns hafi dáið af völdum áfengisneyslu í Evrópu árið 2002, en sú tala hækki þegar tekið er tillit til umferðarslysa og ofbeldis. --- --- --- Hafa menn alveg gefist upp við að sýna kvikmyndir fyrir fullorðið fólk í bíó, nema bara á kvikmyndahátíðum tvisvar á ári? Enn hafa ekki borist hingað þrjár rammpólitískar bíómyndir sem hafa vakið mikila athygli: The Constant Gardener, byggð á sögu eftir John Le Carré, með Ralph Fiennes í aðalhlutverki. Hún fjallar um svívirðilegt athæfi lyfjaauðhringa í Afríku, hefur fengið frábæra dóma og er talin líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun. Ég nefni líka tvær myndir þar sem kyntröllið George Clooney kemur við sögu. Hann þykir vera orðinn helsti forystumaður vinstrimanna í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum, segist reyndar sjálfur ekki skammast sín fyrir að vera old time liberal. Önnur heitir Good Night and Good Luck, er leikstýrt af Clooney sjálfum, og fjallar um sjónvarps- og útvarpsmanninn fræga Ed Murrow og árekstra hans við kommúnistaveiðarann Joe McCarthy. Myndin hefur farið mjög fyrir brjóstið á hægrisinnuðum fréttaskýrendum; meðal annars hefur hin herskáa Ann Coulter farið háðulegum orðum um Clooney – segir að hann sýni ekki fram á að McCarthy hafi ofsótt neinn sem átti það ekki skilið Í annarri mynd sem nefnist Syriana leikur Clooney aðalhlutverkið, en leikstjóri er Stephen Gagan sem skrifaði handritið að þeirri frábæru mynd Traffic. Þetta er pólitísk spennumynd, fjallar um stórveldapólitík og olíuviðskipti í Miðausturlöndum. Clooney lét sér vaxa alskegg fyrir hlutverkið og bætti á sig fimmtán kílóum – en hefur síðar sagt að það sé máski ekki heppilegt fyrir mann á sínum aldri. Fáum við að sjá þessar myndir í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Einhvers staðar sá ég að fótboltamaðurinn George Best var kallaður tragískur. Ég veit ekki. Er maður sem drekkur sig í hel tragísk persóna? Að sumu leyti er til dæmis tragískara að dópa sig í gröfina. Sá sem er í eiturlyfjum þarf yfirleitt að niðurlægja sig mikið til að ná sér í efnið. Hann verður undirheimapersóna. En efnaður maður sem þarf ekki annað en að fara út í búð eftir næstu flösku, hann er varla tragískur. Það er frekar að maður vorkenni honum fyrir ístöðuleysið. Hann er aumkunarverður. George Best notaði allt til að hætta að drekka, lét til dæmis græða antabushylki í magann á sér – svo þegar hann var búinn að eyðileggja í sér líffærin var sett í hann ný lifur. Þá fór allt að gefa sig. Þegar hann dó var hann skítblankur. --- --- --- Annars er sögð eftirfarandi saga af Best – hann mun raunar hafa sagt hana sjálfur: Best er staddur á í svítu á fínu hóteli. Herbergisþjónn knýr dyra. Í rúminu er Best, drekkandi kampavín, með tuttugu þúsund pund sem hann vann í fjárhættuspili um kvöldið, en með honum í bólinu er ungfrú alheimur. Herbergisþjónninn spyr:"Mr. Best, when did everything start to go wrong for you?" --- --- --- Það er sífellt verið að gera mál úr tiltölulega fáum hræðum sem deyja úr dópi. Í gær var til dæmis úttekt í fréttaskýringaþættinum Kompási um fólk sem misnotar læknadóp. Á sama tíma vex áfengisneysla hröðum skrefum, enda er beinlínis hvatt til hennar í opinberri umræðu – með auglýsingum og vínsnobbi. Í grein á vef BBC segir að 5000 mans deyi árlega á Englandi og Wales vegna lifrarsjúkdóma sem tengjast áfengisneyslu – Best er svo sannarlega ekki einn á báti. Talið er að 30 þúsund önnur dauðsföll árlega tengist áfengisneyslu, en að 8 milljónir manna drekki sér til óbóta. Ég bendi í þessu sambandi á grein á vef SÁA þar sem er vitnað í eftirfarandi orð Þórarins Tyrfingssonar:"Ofneysla áfengis er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið meðal annars vegna fósturskemmda, slysa, afbrota, sjálfsvíga, morða og vinnutaps svo að eitthvað sé nefnt. Talið er að allt að helmingur banaslysa í umferðinni megi rekja beint til ölvunar og sama prósentutala eigi við þegar morð eru framin. Tæpan þriðjung sjálfsvíga og drukknana má einnig rekja beint til ölvunar." Annars staðar á vef samtakanna kemur svo fram að 600 þúsund manns hafi dáið af völdum áfengisneyslu í Evrópu árið 2002, en sú tala hækki þegar tekið er tillit til umferðarslysa og ofbeldis. --- --- --- Hafa menn alveg gefist upp við að sýna kvikmyndir fyrir fullorðið fólk í bíó, nema bara á kvikmyndahátíðum tvisvar á ári? Enn hafa ekki borist hingað þrjár rammpólitískar bíómyndir sem hafa vakið mikila athygli: The Constant Gardener, byggð á sögu eftir John Le Carré, með Ralph Fiennes í aðalhlutverki. Hún fjallar um svívirðilegt athæfi lyfjaauðhringa í Afríku, hefur fengið frábæra dóma og er talin líkleg til að hreppa Óskarsverðlaun. Ég nefni líka tvær myndir þar sem kyntröllið George Clooney kemur við sögu. Hann þykir vera orðinn helsti forystumaður vinstrimanna í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum, segist reyndar sjálfur ekki skammast sín fyrir að vera old time liberal. Önnur heitir Good Night and Good Luck, er leikstýrt af Clooney sjálfum, og fjallar um sjónvarps- og útvarpsmanninn fræga Ed Murrow og árekstra hans við kommúnistaveiðarann Joe McCarthy. Myndin hefur farið mjög fyrir brjóstið á hægrisinnuðum fréttaskýrendum; meðal annars hefur hin herskáa Ann Coulter farið háðulegum orðum um Clooney – segir að hann sýni ekki fram á að McCarthy hafi ofsótt neinn sem átti það ekki skilið Í annarri mynd sem nefnist Syriana leikur Clooney aðalhlutverkið, en leikstjóri er Stephen Gagan sem skrifaði handritið að þeirri frábæru mynd Traffic. Þetta er pólitísk spennumynd, fjallar um stórveldapólitík og olíuviðskipti í Miðausturlöndum. Clooney lét sér vaxa alskegg fyrir hlutverkið og bætti á sig fimmtán kílóum – en hefur síðar sagt að það sé máski ekki heppilegt fyrir mann á sínum aldri. Fáum við að sjá þessar myndir í Reykjavík?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun