Viðskipti innlent

Þriðji ársfjórðungur sá besti í sögu Actavis

Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis nam 1,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og er sá besti í sögu fyrirtækisins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá því. Hagnaðurinn jókst um nær tvo þriðju miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður félagsins fyrstu níu mánuði ársins, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, nam rúmum 6,9 milljörðum króna miðað við 6,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Í tilkynningu segir að góða afkomu á þriðja ársfjórðungi megim.a. rekja til markaðssetningar nýrra lyfja til þriðja aðila, góðrar sölu á mörkuðum fyrir eigin vörumerki og innkomu Amide, sem Actavis keypti í maí síðastliðnum,í uppgjör félagsins.Actaviser nú í hópifimm stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heimi, en starfsmenn þess eru um tíu þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×