Lífið

Kvikmyndaveisla í Regnboganum

Boðið verður upp á sannkallaða kvikmyndaveislu í Regnboganum næstkomandi fimmtudag í tengslum við EDDU-verðlaunahátíðina. Fjórar úrvalsmyndir, sem allar hlutu tilnefningu til EDDU-verðlauna í ár, verða sýndar.

Myndirnar sem sýndar verða eru stuttmyndirnar Þröng-sýn eftir Guðmund A. Guðmundsson og Þórgný Thoroddsen, Töframaðurinn eftir Reyni Lyngdal og Ég missti næstum vitið eftir Bjargeyju Ólafsdóttur. Þá verður heimildamyndin Rithöfundur með myndavél eftir Helgu Brekkan einnig sýnd.

Sýningin tekur um 90 mínútur en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í boði Tuborg og Smirnoff Ice á Ölstofunni.

Aðstandendur hvetja alla kvikmyndaunnendur til að koma og sjá myndirnar áður en gengið er til kosninga.

Sýningin hefst klukkan 18:00 í Regnboganum fimmtudaginn 10.nóvember






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.