Lífið

Valkyrjan á Keflavíkurflugvelli rifin

Síðasta kafbátaleitarflugvélin á Íslandi var rifin á Keflavíkurflugvelli í gær.

Síðasta kafbátarleitarvélin, vél af gerðinni P-3, gekk undir nafninu Valkyrjan. Um árabil hefur hún staðið kyrr á palli á miðri varnarstöðinni, en var áður flutningavél á Bermúdaeyjum.

Hlutverk hennar hér á landi var aldrei annað en að vera tákn fyrir starfsemi flugdeildar bandaríska flotans sem starfaði óslitið hér á landi frá 1951 til 1993. Raunar var deildin með starfsemi hér á landi í stríðinu þegar hún var með Catalina-flugbáta á Fossvogi og á Reykjavíkurflugvelli.

Henni var tillt upp sem minnismerki árið 1996 en síðan hafa íslenskir vindar og kalsaveður tekið sinn toll, svo að vélin var að niðurlotum komin og ekki talið vænlegt annað en að brjóta hana niður og koma til Hringrásar.

P-3a Orion skipa- og kafbátaeftirlitsflugvélar voru hins vegar notaðar hér á landi um árabil við eftirlit með sóvéska flotanum. Nú þykir ekki lengur ástæða til auk þess sem vélunum eru ætluð mikilvægari verk annars staðar í heiminum.

Það er því ekki einu sinni til kafbátaeftirlitsvél til skrauts hér á landi lengur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.