Lífið

Lífsgæði annað en peningar

Lífsgæfan er ekki fólgin í milljarðaviðskiptum, - hugarfar og hjarta manneskjunnar er meira virði en auður, sagði Sigurbjörn Einarsson, biskup, í predikun í dag. Þessi áhrifamikli kirkjunnar maður er á tíræðisaldri, en keyrir enn til messu á hverjum sunnudegi.

Sigurbjörn hefur ekki predikað fyrir stórum söfnuði lengi, og það var þéttskipaður bekkurinn í hans gömlu kirkju í dag. Í predikun sinni minntist hann á að ekkert væri talið í aurum lengur á Íslandi, en kaup og sölur upp á milljarða væru varla fréttir lengur. Jesús meti hinsvegar og virði Manneskjuna og hjarta hennar. Það væri til Hugarfar, sem væri meiri blessun fyrir þennan heim en hverskyns annar auður.

"Ég var nú ekki mikið að fjasa um þá hluti, það er svo tilgangslítið. Hins vegar var ég að benda á það væri sitt hvað sem við þyrftum að sjá í gegnum allt þetta; hlusta þrátt fyrir allan hávaðann," sagði Sigurbjörn í dag.

Sigurbjörn er einn áhrifamesti kennimaður samtímans, orðin 94 ára gamall. Hér blessar hann eitt fjölmargra barnabarnabarna sinna. Sigurbjörn keyrir meira að segja í kirkju á hverjum sunnudegi og segist munu gera svo meðan yfirvaldið leyfi. Trúarlíf landans hefur breyst nokkuð á síðustu áratugum. Sigurbjörn segir stöðu kirkjunnar mun betri en ýmsir vilja vera láta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.