Lífið

Sonur Askenazy með tónleika á laugardag

Vovka Stefán Askenazy, hálf-íslenskur og hálf-rússneskur píanóleikari, er hér á landi og mun halda tónleika á morgun ásamt grískum píanóleikara. Vovka Stefán er sonur hins heimsþekkta píanóleikara Vladimir Askenazy og Þórunnar Jóhannsdóttur Askenazy.

Þórunn þótti einnig mjög hæfileikaríkur píanóleikari og fór hún til Rússlands í nám þar sem hún kynnist Vladimir. Vovka Stefán bjó á Íslandi í níu ár en flutti héðan þegar hann var sextán ára.

Á tónleikunum í Salnum leikur Vovka Stefán með Vassilis Tsabropoulos sem talin er meðal bestu píanóleikara í Grikklandi. Meðal verka sem þeir leika er vorblót Stravinsky´s. Vovka segir þetta verk fyrir hljómsveit en Stravinsky hafi sjálfur útsett það fyrir eitt píanó, fjórhent. Á tónleikunum muni þeir hins vegar notast við tvö píanó til að fá aukinn hljómburð og meiri liti.

Vovka kveðst koma til Íslands á hverju ári. Faðir hans vinnur enn hörðum höndum að tónlist og býr ásamt móður hans í Sviss. Þau eru þó sífellt á flakki um heiminn að sögn Vovka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.