Lífið

Maradona fer fyrir göngu gegn Bush

Diego Maradona og Fidel Castro, forseti Kúbu, í Havana í gær. Maradona ræddi við forsetann vegna sjónvarpsþáttar sem hann er með í Argentínu.
Diego Maradona og Fidel Castro, forseti Kúbu, í Havana í gær. Maradona ræddi við forsetann vegna sjónvarpsþáttar sem hann er með í Argentínu. MYND/AP

Argentínska knattspyrnugoðið Diego Maradona hefur lofað Fidel Castro, forseta Kúbu, að fara fyrir göngu gegn Bush Bandaríkjaforseta í Argentínu í næstu viku, en þá heimsækir Bush landið vegna fundar Ameríkuríkja. Í samtali við kúbverska sjónvarpsstöð sagði Maradona að Bush væri morðingi en Castro væri hins vegar í guðatölu hjá sér og hann ætti Castro mikið að þakka. Knattspyrnuhetjan fyrrverandi dvaldist í nær fjögur ár á Kúbu þar sem hún barðist við kókaínfíkn sína á heilsuhæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.